30.4.2011 | 13:19
Færa leikinn til Raufarhafnar?
Á sama tíma og jörð er hvít í Reykjavík og hálka á fjallvegum á vestanverðu landinu er 15 stiga hiti og heiðskírt veður á norðaustanverðu landinu, til dæmis á Raufarhöfn.
Þetta er Ísland. Og ef það er brúklegur knattspyrnuvöllur á Raufarhöfn mætti færa fyrsta leik Íslandsmótsins í knattspyrnu þangað.
Þetta eru hins vegar bara látalæti hjá mér.
Snjófölin á grasinu syðra er blaut og ekkert frost á ferðum, þessvegna ígildi rigningar, sem hingað til hefur ekki stöðvað knattspyrnuleiki.
![]() |
Víkingsvöllur snævi þakinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.4.2011 | 13:10
"Ævintýri enn gerast..."
Í tímahraki fyrir rúmum 40 árum hraðsauð ég textann "Ævintýri" fyrir samnefnda hljómsveit og fyrir tilviljun varð lagið nokkurs konar einkennislag fyrir ákveðin kynslóðaskipti í dægurtónlistinni.
Ég var hins vegar alla tíð hálf óánægður með textann og vegna þess hve mörgum lögum þurfti að sleppa á ferilsplötu minni fyrir síðustu jól var Ævintýri á dauðalistanum.
En í ljós kom að öðru þyrfti frekar að sleppa.
Tilstandið í kringum kóngafólkið í Bretlandi virkar á marga eins og hræðileg tímaskekkja á tímum frelsis og jafnréttis en þetta er nú samt ekki alveg svona einfalt.
Enginn skyldi nefnilega vanmeta gildi ævintýrisins, að geta látið sig dreyma. Tveir milljarðar manna hefðu varla verið að fylgjast með þessu ef þeir hefðu ekki talið það þess virði.
Ekkert virðist geta drepið ævintýrið og það að gera sér dagamun og láta sig dreyma.
Tilstandið er réttlætt með því að Bretar eigi engan einn þjóðhátíðardag eins og flestar aðrar þjóðir og megi því vel gera sér dagamun einstaka sinnum af verulegum myndarskap.
Og er kannski svo mikill munur á því að sitja fyrir framan sjónvarp og horfa á konunglegt og ævintýralegt brúðkaup eða að sitja og horfa á "ævintýramanninn" Messi eða aðra rígfullorðna karlmenn eltast við leðurtuðru?
![]() |
Yfirgáfu konungshöllina í þyrlu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.4.2011 | 00:01
"Spurðu hann, hann var sé eini sem var alltaf edrú."
Minnisleysi fer eftir ýmsu og þarf víst ekki eiturlyfjaneyslu til. Að minnsta kosti finnst mér á allra síðustu árum oft óþægilegt hvernig ýmis mannanöfn detta úr kollinum á mér og ekki hefur eiturlyfjaneyslunni verið fyrir að fara eins og hjá Ozzy Osbourne.
Fyrir um 15 árum var gefin út ævisaga eins af ástsælustu tónlistarmönnum þjóðarinnar og brá svo við á meðan á ritun hennar stóð, að söguritarinn var sífellt að hringja í mig, stundum daglega, til þess að spyrja mig um ýmis atriði sögunnar.
Þegar ég spurði hann loks af hverju hann spyrði ekki söguhetjuna sjálfa um þetta svaraði ritarinn: "Hann segir alltaf við mig: "Spurðu Ómar, - hann var sá eini sem var alltaf edrú!"
Fleira en eiturlyfjaneysla getur skemmt minnisheimildir heilans. Afar misjafnt er hvernig barsmíðar hafa áhrif á hnefaleikara og hafa margir þeirra sem voru barðir mest og lengst orðið bæði langlífir og verið langminnugir á sama tíma og aðrir hafa skaðast.
Floyd Patterson var heimsmeistari 1956-62 og eftir að hann dró sig í hlé tók hann að sér trúnaðarstörf fyrir íþróttahreyfinguna og stóð sig vel.
Fyrir nokkrum árum kom þó að því að hann sagði sig úr stjórn samtakanna, sem hann sat í.
Það gerðist þegar hann mundi ekki lengur hvern hann hafði sigrað þegar hann varð heimsmeistari 1956.
Sá, sem hann sigraði, Archie Moore, varð hins vegar hálfníræður og barðist á fjórða, fimmta, sjötta og sjöunda áratugnum allt frá tíma Joe Louis til Muhammads Ali.
Hann bar með sóma viðurnefnið "Old Mongoose". Moore barðist oftar og var barinn meira en nokkur annar, alls 220 atvinnumannabardaga, sem er svona fjórum sinnum meira en gerist mest hjá öðrum.
Hann vann 185 sinnum og tapaði 23 sinnum og lauk 131 bardaga með "knock-out" sem er langtum, langtum meira en nokkur annar afrekaði.
Og hann mundi nógu mikið af því sem hann hafði reynt að bestu hnefaleikarar heims þótti eftirsókn í því að hafa hann í horninu hjá sér til að gefa góð ráð þegar mikið lá við.
Victor Borge var að sem skemmtikraftur allt til níræðs og ekki virtist minnisleysi há honum.
Þó gantaðist hann með það þegar hann sagði: "Núna, þegar ég er orðinn svona gamall, er minnisleysið orðið mjög pirrandi og það er einkum þrennt sem ég á langerfiðast að muna. 1. Nöfn. 2. Tölur. 3. Eh, þetta þriðja!"
![]() |
Þjáist af minnisleysi vegna eiturlyfjaneyslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.4.2011 | 11:48
Tók tímann sinn.
![]() |
Vilja ljúka gerð 3 ára samnings |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2011 | 06:03
Þröngsýni í pólitískum skotgröfum.
Oft virðist ákveðin þröngsýni ráða því hvaða mælikvarða menn leggja á mannvirki eða listaverk.
Þetta á til dæmis við um það þegar mannvirki eru látin eyðileggjast af því að mönnum hugnast ekki hverjir reistu þau eða í hvaða tilgangi. Margar minjar um stríðsárin og Kalda stríðið hafa orðið fyrir barðinu á þessu.
Það er eins og það þurfi að líða ógnarlangur tími þar til menn átta sig loks á gildi hlutanna.
Skansinn í Vestmannaeyjum var verk illa þokkaðs Danakonungs samkvæmt sögulegum skilningi í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga og þar að auki hernaðarmannvirki en engu að síður risu menn upp fyrir þröngt sjónarhorn hvað þetta varðaði og varðveittu hann.
Skjaldarmerki þess konungs Íslendinga og Dana, sem var við völd þegar Alþingishúsið var reist, stendur þar enn og er ýmsum þyrnir í augum, en auðvitað á það að standa þar áfram sem minjar um þá tíð þegar húsið var reist.
Ég tek mér í munn fleyg orð úr sjónvarpsþætti: "Er ekki hægt að lyfta þessu upp á örlítið hærra plan?"
Um allan heim eru styttur og myndir af mönnum sem settu óafmáanleg mörk á samtíð sína þótt margir þeirra væru hinir verstu harðstjórar. Við þessum styttum eða myndum er ekki hróflað vegna þess að þau segja sögu horfinnar tíðar og hjálpa okkur til að anda að okkur ilmi fortíðar, mismunandi eftir ástæðum.
Bjarni Benediktsson var einn af merkustu stjórnmálamönnum landsins á síðustu öld og meðal annars borgarstjóri í Reykjavík á tímabili.
Það, að mynd af honum skyldi vera sett upp á vegg í Höfða segir sína sögu af því pólitíska ástandi sem ríkti í borgarmálum í Reykjavík lungann úr öldinni. Það var að vísu ástand sem mörgum hugnaðist ekki eins og gengur en það á ekki að ritskoða söguna upp úr pólitískum skotgröfum nútímans.
![]() |
Málverk af Bjarna Benediktssyni aftur tekið úr Höfða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
28.4.2011 | 20:59
Miklu meiri byggðabreytingar en menn halda.
Breytingar á byggðamynstri og búsetuþróun í landinu eru mun meiri og talsvert öðruvísi en flestir halda og allt of lítið gert af því að fara opinberlega ofan í saumana á því, heldur haldið áfram að staglast í á úreltum sjónarmiðum.
Til dæmis eru hin gömlu mörk kjördæmaskipunar og skiptingar í landshluta að riðlast.
Það var enn hald manna út síðustu öld að Vestfirðir væru heilsteyptur landsfjórðungur en því fer fjarri eins og hugsanleg sameining Bæjarhrepps á Ströndum við Húnaþing vestra ber glöggt vitni um.
Með henni er endanlega slegið á þá glýju vals Vestfjarðaleiðar yfir Steingrímsfjarðarheiði um 1980 að Strandasýsla eigi samleið með Vestfjörðum og að eðlilegast að miðað sé við Ísafjörð.
Með veg um Þröskulda og bættu sambandi við byggðirnar við Húnaflóa liggja leiðir Strandamanna fyrst og fremst um þær en ekki vestur á Ísafjörð.
Reykhólasveit á miklu meiri samleið með Dalabyggð en með Vestfjörðum og með allt of seint fram komnum vegabótum við norðanverðan Breiðafjörð mun byggðarlögin á sunnanverðum Vestfjörðum eiga meiri tengsl í þá átt en vestur til Ísafjarðar.
Menn verða líka að átta sig á því að hlutföllin á milli skilgreinds dreifbýlis og þéttbýlis eru allt önnur en þingmannafjöldi kjördæma og viðtekin viðhorf í þeim málum segja til um.
Nú eru tvö svæði á landinu sem falla undir alþjóðlegu skilgreininguna "FUA", "Functional Urban Area", en með því er átt við þéttbýlissvæði með flugvöll, minnst 15 þúsund íbúa og að það taki minna en 45 mínútur að fara inn að miðju þess.
Syðra svæðið, Reykjavíkursvæðið, er í raun eitt atvinnusvæði, sem nær samkvæmt þessari skilgreiningu frá Borgarbyggð austur að Þjórsá og suður á Suðurnes.
Hitt svæðið er Akureyrarsvæðið sem nær yfir byggðirnar við Eyjafjörð og mun með Vaðlaheiðargöngum ná austur í Reykjadal og jaðra við að narta í Húsavík.
Utan þessara svæða býr aðeins fjórðungur landsmanna og því engin leið að gefa þessum fjórðungi Íslendinga jafnræði í þingmannatölu á við þéttbýlissvæðin tvö, heldur verður að jafna aðstöðumuninn á annan hátt.
Í ágætri stefnuræðu á Stjórnlagaþingi í dag benti Gísli Tryggvason á það, að á Íslandi fái ríkið 70% af opinberu fé til þess að ráðstafa, en sveitarfélögin aðeins 30%.
Á öðrum Norðurlöndum sé þetta hlutfall hins vegar öfugt. Besta leiðin til að jafna áhrif íbúa hinna mismunandi byggða á eigin málefni sé að huga að því hvort og hvernig sé hægt að breyta þessu.
![]() |
Vilja sameinast Húnaþingi vestra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2011 | 12:38
Öflugur og mikilvægur maður.
Guðmundur Gunnarsson hefur verið einn öflugasti og mikilvægasti verkalýðsleiðtogi landins um árabil.
Guðmundur er sérstaklega hugrakkur, hreinskiptinn og drenglundaður maður sem mér hefur fundist afar gefandi að fá að kynnast síðan við urðum að samstarfsmönnum varðandi gerð nýrrar stjórnarskrár.
Á okkar tímum er afar mikilisvert að menn eins og Guðmundur fáist til trúnaðarstarfa og af því leiðir að Guðmundur er eftirsóttur til verka.
Guðmundur gengur að því sem honum er falið af krafti og vill ekki vera hálfur í neinu. Skiljanlegt er að hann vilji skipta um gír enda er hann hvort eð er kominn á þann aldur að huga þarf að slíku.
Hann getur farið til ýmissa verka. Ekki er ónýtt að í hópi þeirra, sem nú fjalla um stjórnarskrá Íslands sé einn ráðsmanna sprottinn úr grasrót verkalýðsins á Íslandi.
![]() |
Guðmundur að hætta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.4.2011 | 00:23
Pele-Maradona-Messi.
Pele skoraði rúmlega 1000 mörk á ferlinum í brasilísku knattspyrnunni og var þrívegis lykilmaður í heimsmeistaraliði lands síns.
Pele hafði knattleikni og hraða Messi og Maradona en einnig afburða skallatækni, þar sem hann stóð hinum tveimur snillingunum framar.
Þótt Messi sé besti knattspyrnumaður heims núna svo að maður taki andköf við að horfa á snilldartakta hans, á hann enn eftir að ná jafn langt og Maradona og Pele, enda enn ungur að árum.
Mark Maradona á HM 1986 er enn flottasta einleiksmark HM frá upphafi og segja má að í það skipti hafi þessi eini leikmaður unnið titilinn næstum því upp á eigin spýtur.
Hjá Napoli-liðinu fræga var hann allt í öllu.
Messi "hvarf" á síðasta HM og á að því leyti vantar alveg þann hluta sönnunar þess að hann geti náð Pele og Maradona hvað snertir alhliða afreksferil.
![]() |
Frábært mark hjá Messi (myndband) |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
28.4.2011 | 00:07
Engra annarra kosta völ.
Blómastuldurinn á föstudaginn langa kom þjófnum í aðstöðu þar sem hann átti aðeins einn kost: Að skila blómunum og skammast sín eða verða ella uppvís að fáránlega lágkúrulegum stuldi.
Stelsýki getur verið jafn erfiður sjúkdómur og hver önnur fíkn.
Fyrir hálfri öld kynntist ég fjölmörgum af þekkustu tónlistarmönnum landsins og einn þeirra glímdi við þann löst, að þegar hann varð of drukkinn sótti að honum alveg fáránleg stelsýki.
Annar þjóðþekktur maður var eitt sinn gestur á heimili foreldra minna í partíi og fannst í lok þess sofandi áfengisdauðasvefni í skoti í forstofunni með frosið kjötlæri í fanginu, sem hann hafði stolið úr ísskápnum og ætlað að hafa á brott með sér en komst aldrei lengra með það.
Þetta atvik varð mér síðar tilefni í eftirfarandi hendingar í textanum "Ég hef aldrei nóg" þar sem lýst er hegðun fólks í villtu partíi:
"....Akfeitar æða frúrnar í tvist
og alls kyns fólk er sárlega þyrst.
Forstjórinn dáði "deyr" þar í sátt
og dreymandi faðmar kjötlæri hrátt..."
Villuleit í boði Púka
Frétt af mbl.is
Lúxusjeppaeigandi skilaði blómumInnlent | mbl.is | 27.4.2011 | 10:38

Lesa meira
Færsluflokkur
Aðalflokkur:Bloggar Bækur Dægurmál Enski boltinn Evrópumál Ferðalög Fjármál Fjölmiðlar Heilbrigðismál Heimspeki Íþróttir Kjaramál Kvikmyndir Lífstíll Ljóð Löggæsla Mannréttindi Matur og drykkur Menning og listir Menntun og skóli Pepsi-deildin Samgöngur Sjónvarp Spaugilegt Spil og leikir Stjórnmál og samfélag Sveitarstjórnarkosningar Tónlist Trúmál Trúmál og siðferði Tölvur og tækni Umhverfismál Utanríkismál/alþjóðamál Vefurinn Viðskipti og fjármál Vinir og fjölskylda Vísindi og fræði
Athugasemdir
Leyfa athugasemdir við færsluí daga frá birtingu
uppvís að fáránlegum stuldi.
![]() |
Lúxusjeppaeigandi skilaði blómum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2011 | 19:30
Uppreisn um síðir. Vantar myndir af fyrirmyndum.
Bygging Hallgrímskirkju var einhver umdeildasta framkvæmd í sögu okkar lands og beindist gagnrýnin að henni úr mörgum áttum.
Ekki einasta voru margir ósáttir við að eyða miklum fjármunum í byggingu hennar á sama tíma sem undir henni kúrðu fátæklingar í braggahreysum og malarvegir og verkefni í gerð samgöngumannvirkja og hvers kyns mannvirkja annarra blöstu hvarvetna við.
Einnig kom fram hörð gagnrýni á útlit kirkjunnar sem mörgum þótti gamaldags, þunglamalegt og hallærislegt, til dæmis vegna þess að frá tveimur sjónarhornum sýnist turninn hallast.
Grínast var með að séð frá Skólavörðustíg væri hún eins og sæljón eða selur, sem lægi fram á hreifa sína og ræki trýnið upp í loftið.
Fleiri samlíkingar og dónalegri voru líka notaðar ef svo bar undir og mörgum fannst kirkjan bera aðrar bygginar í nágrenninu ofurliði og vera í hrópandi ósamræmi við þær og eyðileggja heildarmynd Skólavörðuholts.
Árum saman varð Hallgrímskirkjusöfnuður að notast við kórinn undir kirkjunni sem Guðshús og leit jafnvel út fyrir að þessi draumur Guðjóns Samúelssonar myndi ekki rætast.
Nú er þetta allt að baki og kirkjan sú langnýjasta af þeim tíu fegurstu kirkjum heims, sem ferðavefurinn Budget Travel hefur valið.
Eitt af því sem hefur því miður farist fyrir að geta um að fyrirmyndina að lagi turnsins og súlunum utan á honum sótti Guðjón annars vegar í Hraundranga í Öxnadal og hins vegar súlurnar í stuðlabergið við Svartafoss í Skaftafelli sem raunar er nákvæmar stælt í lofti Þjóðleikhússsins.
Ég tel upplagt að fyrir framan kirkjuna eða á áberandi stað inni í anddyri hennar séu myndir af þessum fyrirmyndum arkitektsins, nokkuð sem ég tel vanta upp á.
![]() |
Hallgrímskirkja meðal þeirra fallegustu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)