3.5.2008 | 21:40
Ekki allt óumflýjanlegt.
Það er vafalaust rétt hjá lögreglustjóra að átök hafi verið óumflýjanleg. Sumir hafa gagnrýnt að skjaldvarðasveit skyldi standa þarna strax. En án þess hefðu bílstjórar tekið enn minna mark á aðvörunum og frestum. Bílstjórum var gerð grein fyrir því aftur og aftur að nú væri komið til alvörunnar, þetta blasti við þeim og þeir tóku samt ekki mark á því.
En sumt sem sást í sjónvarpinu virtist ekki óumflýjanlegt. Ég ætla aðeins að láta eitt dæmi nægja. Á mynd sést hvar lögreglumennirnir hafa komið sér fyrir öðrum megin við gult band en hinum megin við þetta gula band er fólkið.
Þrekvaxinn maður er að tala við lögregluna og heldur sig sín megin við gula bandið. Hann snertir ekki bandið og er þar sem honum er skipað að vera.
Skyndilega stökkva 4-5 lögreglumenn fram og ráðast á manninn. Hann reynir að komast undan á flótta en þetta er eins ójafn leikur og þegar ljónahópur ræðst á dádýr. Þeir hafa manninn undir og djöflast á honum. Mjög ljót sjón.
Var þetta óumflýjanlegt?
![]() |
Það sem gerðist var óumflýjanlegt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
3.5.2008 | 20:45
Hinn forsetabíllinn eftir 2019?
Afhendingin á hinum glæsilega forsetabíl er fagnaðarefni. Næsta skref í þessu máli getur hins vegar verið stigið árið 2019 þegar 75 ár verða frá því er Goðafossi var sökkt og með honum hinum raunverulega fyrsta forsetabíl, gjöf frá Roosevelt Bandaríkjaforseta. Þá er lögum samkvæmt aflétt grafarhelgi af flakinu.
Engu máli skiptir í hvaða ástandi sá bíll er vegna þess að einu ófrávíkjanlegu kröfurnar, sem eru gerðar til að bíll sé upprunalegur, eru að fyrir hendi sá hluti grindar sem er með grindarnúmeri og vélarblokk með blokkarnúmeri.
Með þetta er í höndum má endurnýja allt annað með viðurkenndum hlutum eða jafnvel kaupa heilan og góðan bíl og setja hann ofan á grindina.
Samkvæmt frásögn manns í sjónvarpsþætti um slysið, sem ég gerði í nóvember 1994, og komst af þegar skipið sökk, stóð bíllinn í kassa frammi á skipinu. Þegar skipið sökk stökk hann ofan á kassann og af honum í sjóinn. Dramatískara gerist það varla.
Viðmælandi minn taldi að bíllinn hefði verið af gerðinni Packard Clipper, sem var nokkuð straumlínulagaðri og nýtískulegri í útliti en bíllinn sem var afhentur í dag.
Ef þessi bíll verður sóttur niður að Titanic Íslands og stendur um síðir á hlaðinu á Bessastöðum á íslenska forsetaembættið bíl með sögun, sem ekkert annað þjóðhöfðingjaembætti í heimi getur leikið eftir að eiga.
![]() |
Fyrsti forsetabíllinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
2.5.2008 | 20:30
Einni tröppu of hátt eins og Erhard.
![]() |
Útlit fyrir sigur Íhaldsflokks í Lundúnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2008 | 20:22
Blair-Brown, Adenauer-Erhard - Ólafur-Bjarni.
Umskiptin frá valdatíma Tony Blair yfir í tíma Gordon Brown minnir um sumt á hin miklu vonbrigði sem það olli þegar Ludivg Erhard tók við af Kondrad Adenauer í Vestur-Þýskalandi 1963. Adenauer og Erhard voru eitthvert magnaðasta tvíeyki í stjórnmálum sem um getur og það var einkum fjármálastjórn Erhards sem skóp þýska efnahagsundrið (wirtshcaftswunder) þegar Vestur-Þýskaland reis úr rústum til forystu í efnahagsmálum Evrópu á innan við 20 árum.
Á sama tíma átti Sjálfstæðisflokkurinn sitt frábæra tvíeyki, Ólaf Thors og Bjarna Ben. Eins og hinir gerólíku Adenauer og Erhard bættu hvor annan upp gerðu Ólafur og Bjarni það líka. Bjarni átti reyndar til lúmskan og frábæran húmor samanber aldeilis kostulega fyndna og háðska varnaræðu í útvarpsumræðum þar sem borin var fram vantrauststillaga á hann 1954 en hann sneri umræðunni sér í vil á punktinum.
Þegar Erhard tók við af Adenauer kom í ljós að kanslarahlutverkið hentaði honum engan veginn og það tók hann ekki nema þriggja ára valdatíma 1963-66 að glutra svo niður stöðu Kristilegra demókrata að aðeins fáum árum síðar var voru sósíaldemokratar og Willy Brandt komnir í forystuhlutverkið í landinu.
Staða Gordons Brown var hins vegar erfið þegar hann tók við af Blair. En vonbrigði flokksmanna hans hljóta að vera mikil. Eins og Erhard er hann dæmi um mann á uppleið sem lendir einni tröppu of hátt í metorðastiganum.
Bjarni Benediktsson óx hins vegar eftir því sem verkefni hans urðu erfiðari. Hann tók við af Ólafi Thors á sama ári og Erhard af Adenauer og sjaldan ef nokkurn tímann hafa Íslendingar átt betri forsætisráðherra en hann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.5.2008 | 12:42
Vaxandi stórmál.
Íslensk sóttvarnayfirvöld og læknar hafa að mínum dómi unnið stórvirki með því að halda nýjustu ónæmu sýklunum svo sem MOSA-sýklum frá landinu með hörðum en nauðsynlegum aðgerðum. Enn betur á eftir að koma í ljós síðar eftir því sem ónæmi í sýklum vex hve mikil gæfa það er fyrir okkur að búa á fjarlægri eyju við ysta haf.
Undanfarna tvo mánuði hef ég gengið í gegnum veikindi sem hafa varpað ljósi á þetta og glími nú við aukaverkanir vegna sterks sýklalyfs sem nauðsynlegt var að nota.
Þetta sístækkandi viðfangsefni verður eitt helsta vandamálið, sem afkomendur okkar eiga eftir að fást við.
![]() |
Þróun ónæmis gegn sýklalyfjum hafin hér |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.5.2008 | 21:50
Hvað ef "... . . . ..." ?
Svo grátlega lítið hefði hugsanlega þurft til að dóttirin í kjallaranum hefði getað látið vitað af neyð sinni ef marka má viðtal við leigjanda, sem bjó beint fyrir ofan kjallarann og heyrði einstaka sinnum lamið í pípulögn í kjallaranum. Ef dóttirin hefði kunnað mors hefði hún getað lamið SOS neyðarkallið í pípulögnina en þá hefði leigjandinn líka þurft að átta sig á kallinu og Fritzl að vera ókunnugt um það.
Tækifærið hefði hugsanlega geta gefist þá daga sem hann var í Tælandi.
![]() |
Fimm læstar hurðir lokuðu kjallara Fritzl |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)