24.3.2024 | 01:17
Veisla við tónlistargnægtarborð Gunnars Þórðarsonar.
Með skömmu millibili hefur verið boðið upp á stórveislur á tónlistarsviðinu í Hörpu, sem báðar voru einstaklega vel heppnaðar.
Fyrir nokkrum vikum var Egill Ólafsson heiðraður með tónlistarveiislu, og í kvöld gafst kostur á að velja úr hundruðum tónverka eftir Gunnar Þórðarson, sem gripu fullkipaðan salinn fanginn í ríflega tvær klukkustundir.
Stemningin verðu vafalaust í minnum höfð og ekki hægt annað en hneigja sig djúpt og þakka fyrir að þjóðin skuli hafa eignast slíka snillinga á þessu sviði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.3.2024 | 19:16
Vinnur tíminn með gosinu?
Nú kann að vera að baki fasi í gosinu, sem er hluti af atburðarásinni undanfarin misseri, sem hefur falist í stððugu innstreymi í stórt kvikuhólf undir Svartsenigi og skammvinn eldgós í kvikuinnskotum þaðan undir Sundhnjúkagígaröðina.
Þótt land hækki ekki lengur undir Svartsengi, heldur áfram stöðugt gos við Sundhnjúkagígaröðina og þar með viðhelst stöðug viðbót við hraunið,
Kann að sýna sakleysislegt, en gallinn kann að vera sá, að slikt sírennsli kann að vera ávísun á að hraunið byggi ofan á sig og kalli á enn meiri varnargarðaaðgerðir.
![]() |
Góður möguleiki á að gosið verði langvinnt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.3.2024 | 10:49
Jafndægur á vori en hitinn svipaður og í nóvember.
Nú er jafndægri á vori og dagurinn að meðaltali álíka langur og í kringum jafdægur á hausti í kringum 20. september. En tregða veldur því að meðaltal hitans skekkist um um mánuð í sítt hvora áttina.
þess vegna verður að þreyja þorrann, góuna og einmánuð á hverju ári meðan beðið er eftir sumarkomunni.
![]() |
Appelsínugul viðvörun í gildi á Vestfjörðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.3.2024 | 23:11
Næstu Mývatnseldar eftir 200 ár og ígildi Skaftárelda eftir 100 ár?
Um 250 ár liðu á milli Mývatnseldannal snemma á átjándu ðld og Krðflueldana. Álíka fyrirbrigði má finna á svæðinu frá svæðinu norðaustan Suðujökla norður í Bárðarbunu.
Ef þetta er raunin má fara að búa sig undir stórgos á borð við stórgosin á þessu svæði á næstu ðld.
Eldgjárgosið um 930 og Skaftáreldarnir 1783 eru tvæ stærstu hraungos á sögulegum tíma, og hefur Eldgjárgosið þar vinninginn.
Um Reykjanesskagann frá Eldey og norðaustur til Hengils virðist samt vera um flóknara fyfirbæri að sjá þegar litið er til forsögunnar.
![]() |
Landris heldur áfram við Svartsengi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fyrir rúmum áratug var það reifað hér á síðunni að Ísland væri að vaxa úr því að vera borgríki upp í það að vera tvöfalt borgríki eða borgarsvæði, kennd við Reykjavík og Akureyri.
Var þetta nýja mat byggt á fróðlegum fyrirlestri, sem prófessor frá Háskólanum á Akureyri hélt í Reykjavík um hugtakið FUA sem er ensk skammstðfun á hugtakinu Functional urban area, virkt borgarsvæði.
Skilyrði fyrir þessu væru tvö:
Minnst 15 þúsund íbúar.
Minna en 45 mínútna ferðatími frá miðju til jaðars.
Nú má sjá þetta á ný í íslensku dagblaði í umfjðllun sem fjallar um Akureyri sem borgarsamfélag.
Frétt í dag um 150 ný hraðhleðslustæði fyrir rafbíla er svolítið í stíl við það ef benni væri bætt við sem þriðja skilyrðið.
![]() |
Yfir 150 ný hraðhleðslustæði innan tveggja ára |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.3.2024 | 10:56
Náttúruöflin ráða ferðinni áfram.
Mælitæki og mælitækni öll hafa aldrei verið fullkomnari og fjölbreyttari en nú, en samt sannast enn, að þrátt fyrir að ótal sviðsmyndir verði til á teikniborðum vísindamanna er alltaf erfitt að spá, einkum um framtíðina.
Eins og er virðist sloppið fyrir horn í þessari lotu, þótt boltinn sé í raun hjá náttúruföflunum.
![]() |
Gasmökkurinn sá mesti til þessa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2024 | 06:33
Kröflugosin níu urðu sífellt stærri og stærri.
Af tuttugu kvikuinnskotum í Kröflueldunum 1975 til 1984 enduðu níu með því að enda með eldgosum sem voru minnst í byrjun en hin síðustu stærst.
Sams konar tímalína núna myndi enda árið 2030.
Miðja kvikuinnskotanna við Kröflu var við Leirhnjúk og mannvirki og innviðir sluppu að mestu.
Núnaa er miðja kvikusöfnunar og hreyfinga undir Svartsengi og á svæðinu suður um Grindavík og þau mannvirki og innviðir sem skemmast fara stækkandi.
Vonin um enda eldgosanna í sumar og tilfærslu þeirra til óbyggðari svæða virðist fjarlægjast eins og er, hvað sem síðar verður.
![]() |
Myndskeið: Flæðir yfir Grindavíkurveg og nálgast Grindavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2024 | 20:58
Sérfræðingar sendir að teikniborðum.
Klukkan 20;23 var greint frá upphafi goss á Sundhnjúkagígaröðinni og þurfa þeir sem spáðu goslokum næsts sumar að fara að teikniborðunum eins og slíkt er oft orðað erlendis til þess að endurmeta þessa spá.
Myndin af upphafi eldgossins nú er tekin við svalarhurð austarlega í Grafarvogshverfi á litla lófamyndavél.
![]() |
Eldgosið gæti orðið skammlíft |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ofangreind orð hafa verið höfð eftir Albert Einstein og koma upp í hugann í umræðunni um íslensk orkumál.
Dagleg síbylja er í gangi varðandi það stórauka virkjanaframkvæmdir. En hvaða hugsun réði því að virkja jafn mikið og gert hefur verið fyrir stóriðjuna og gagnaverin af slíku offorsi, að yfir 80 prósent af íslenskri orku er eyrnamerkt þessum erlendu stórnotendum?
"Er íslensk orka til heimabrúks?" felur í sér að það örlar á því að fara nú að taka mark á hinu meimta spekiyrði Einsteins.
![]() |
Við þurfum að vakna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
14.3.2024 | 08:49
Eldvörpin eru með magnaðri náttúrurperlum landsins.
Eldvörpin eru rúmlega tíu kílómetra löng þráðbein gígaröð fyrir suðvestan Svartsengi, og gígaopin skipta tugum. Talið hefur verið að orkuhólfið undir þeim sé hið sama og er undir Svartsengi.
Nýting þess gufuafls telst ágeng nýting sem er annað orð yfir rányrkju.
Fyrir liggur framkvæmdaleyfi fyrir Eldvarpavirkjun sem sýnir vel þá firringu, sem í gangi hefur verið hvað snertir gufuaflsnýtíngu á Reykjanesskaga.
Nú er byrjað að velta fyrir sér hvort náttúran sjálf muni taka í taumana á þessu svæði og gefa með því frat í fyrirætlanirnar um stórfelldar virkjanaframkvæmdir.
![]() |
Landið rís til vesturs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)