"Úrlausn vegna mistaka fæst ekki með því að nota sömu hugsun og olli þeim."

Ofangreind orð hafa verið höfð eftir Albert Einstein og koma upp í hugann í umræðunni um íslensk orkumál. 

Dagleg síbylja er í gangi varðandi það stórauka virkjanaframkvæmdir. En hvaða hugsun réði því að virkja jafn mikið og gert hefur verið fyrir stóriðjuna og gagnaverin af slíku offorsi, að yfir 80 prósent af íslenskri orku er eyrnamerkt þessum erlendu stórnotendum?

"Er íslensk orka til heimabrúks?" felur í sér að það örlar á því að fara nú að taka mark á hinu meimta spekiyrði Einsteins. 

 

 


mbl.is „Við þurfum að vakna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Kjarnorka er alltaf möguleiki.

Ásgrímur Hartmannsson, 15.3.2024 kl. 21:07

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Kjarnorka ætti aldrei að vera möguleiki. Hún hefur oft unnið tjón, og getur gert það. 

Fólk gat lifað án þessar orku mannkynssöguna í gegnum aldirnar. Tækniframfarir 20. aldarinnar eru eins og sjúkdómur í lífkerfi jarðarinnar. Þær gera ekki einusinni mannkynið hamingjusamt heldur óhamingjusamt. Ekki þurfa dýrin að taka inn öll þessi róandi lyf og geðlyf og öll hin lyfin. Ekki ógna dýrin öllu vistkerfinu eða öðrum tegundum á eins stórfelldan hátt og mannskepnan.

Reynt er að telja fólki trú um að eilífur hagvöxtur sé eðlilegur. Það er bara ekki svo. Maður þarf ekki að vera kommúnisti þótt maður sé ekki sammála.

Kjarnorkan er einsog Pandóruboxið sem hleypti sjúkdómum og bölvunum út. Það er ekkert búið að leysa vandamálið með kjarnorkuúrganginn.

Íslendingar hafa hinsvegar kennt öðrum þjóðum að nota jarðvarma. Hreinn kjarnasamruni eða að finna upp eilífðarvélar, maður les um það í erlendum vísindatímaritum eða vefsíðum. Það er allskonar þannig á teikniborðinu sem gæti orðið lausnin.

Í millitíðinni ætti fólk að slaka á og minnka orkuþörfina og minnka hraðann á tækniframförunum.

Venjulegt fólk þarf þetta ekki og biður ekki um þetta. Eina prósentið sem á 99% pínir tækniframförum uppá okkur til að græða meira.

Ingólfur Sigurðsson, 15.3.2024 kl. 23:33

3 identicon

Ingólfur kemur með athyglisverða punkta.  Fólk gat lifað án tækniframfara, án orku og eilífur hagvöxtur er óeðlilegur.

Mikið rétt, en til þess ber að líta að fyrir tíma tækniframfara var meðalaldur fólks 30 ár+, ungbarnadauði var skelfilgur og fólk drapst af ómerkilegustu sjúkdómum í milljónavís.  Hagvöxtur í dag er ekki drifin áfram með rányrkju heldur tækniframförum því er eilífur hagvöxtur sjálfsagður fylgifiskur tlkniframfara.  Þar sem hagsæld er mest er fóljsfækkun.  Þar sem fátæktin er mest þar er fólksfjölgun.  Tækniframfarir hafa t.d gert það að verkum að íslenskur landbúnaður getur nú brauðfætt þjóðina með broti af þvi landi sem þurfti fyrir 200 árum, með broti af því vinnuafli sem þurfti fyrir 200 árum og hefur þó mannfjöldinn meira en tífaldast á 200 árum.

Þess má svo geta að dauðsföllum við olíu- og kolavinnslu er tífaldur ár hvert en sem nemur dauðsföllum við kjarnorkuframleiðsla frá upphafi kjarnorkualdar.

Ingólfur ætti að kynna sér málin betur og ekki að vera að velta sér uppúr dómadagsspám misgáfaðra "sérfræðinga".  Við erum á réttri leið.

Bjarni (IP-tala skráð) 16.3.2024 kl. 03:20

4 identicon

Ekki eru neinar áreiðanlegar heimildir fyrir því að Einstein hafi sagt nokkuð svona, hvorki í ræðu né riti. En það er vinsælt á internetinu að setja fram mis gáfulegar tilvitnanir og kenna þær gáfumönnum til að gefa þeim eitthvað vægi.

Hver voru mistökin? Átti aldrei að reisa virkjun á Íslandi? Átti ekki að afla tekna með sölu á orku frá virkjuðum fljótum? Sú sama hugsun réði því að virkja jafn mikið og gert hefur verið fyrir stóriðjuna og gagnaverin af slíku offorsi, að yfir 80 prósent af íslenskri orku er seld erlendum stórnotendum og ræður því að 99% af veiddum fiski er seldur úr landi. Tekjurnar borga ellilífeyri þinn og lækniskostnað, menntun barnabarnanna og malbik á vegi og flugbrautir. Eru það mistök? Eða voru það mistök að gera það erfiðara fyrir þjóðarbúið að afla aukinna tekna með fleiri virkjunum? Er sú hugsun að verndun skili okkur því sem við þurfum að skila okkur því sem við þurfum? Á að setja áfram ofurkapp á verndun í ljósi þess sem það hefur skilað, eða ekki skilað og mun ekki skila?

Vagn (IP-tala skráð) 16.3.2024 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband