Eldvörpin eru með magnaðri náttúrurperlum landsins.

Eldvörpin eru rúmlega tíu kílómetra löng þráðbein gígaröð fyrir suðvestan Svartsengi, og gígaopin skipta tugum. Talið hefur verið að orkuhólfið undir þeim sé hið sama og er undir Svartsengi.  

Nýting þess gufuafls telst ágeng nýting sem er annað orð yfir rányrkju.  

Fyrir liggur framkvæmdaleyfi fyrir Eldvarpavirkjun sem sýnir vel þá firringu, sem í gangi hefur verið hvað snertir gufuaflsnýtíngu á Reykjanesskaga.  

Nú er byrjað að velta fyrir sér hvort náttúran sjálf muni taka í taumana á þessu svæði og gefa með því frat í fyrirætlanirnar um stórfelldar virkjanaframkvæmdir. 


mbl.is Landið rís til vesturs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Ómar.

Og í stað þess að segja bitte nú þá sæmst að segja:

 Verði ykkur að því í sinni upprunalegu merkingu!

Húsari. (IP-tala skráð) 16.3.2024 kl. 00:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband