8.3.2008 | 17:46
R'ETTAR TOLUR, TAKK!
Tolur um flugvollinn hafa verid 'a reiki, allt fra 300 hekturum nidur i 108. 300 hektararnir virdast midadir vid ad taka med alla Oskjuhlidina og kirkjugardinn. Er ad minum domi rangt. Kirkjugardurinn hefdi komid hvort sem flugvollurinn var eda ekki. Eftir ad NA-SA-brautin er logd nidur eins og gera 'a, er mikid svaedi, allt fra Vatnsmyri ad Perlunni laust til ad reisa byggingar og somuleidis austan vid Perluna.
St'ort autt svaedi i kraganum fyrir vestan og sunnan Perluna kemur flugvellinum ekkert vid heldur er thad 'utivistarf'olkk sem vill halda 'i 'obyggd thar og hafa thar eitt af graenum svaedum borgarinnar.
Sumir vilja telja byggingar sem notadar eru i tengslum vid flugvollinn med flugvallarsvaedinu og stilla theim upp sem andstaedu vid atvinnu- og ibudarsvaedi, sem annars vaeri tharna, r'ett eins og hundrud manna sem vinna storf tengd flugvellinum seu ekki vinnandi folk eda vinni einhver ''oheppileg storf.
Einnig er talad um ad flugvollurinn standi 'i vegi fyrir thv'i ad upp r'isi starfsemi fyrir hataekni r'ett eins og flug se ekki hataekni.
Flugvollurinn innan girdingar er 108 hektarar, einn ferkilometri af 16 ferkilometrum sem Reykjavik og Seltjarnarnes eru vestan Ellida'aa. Sem sagt um 6 pr'osent af thessu svaedi. Miklabrautin ein tekur 50 hektara og Sundahofn 'al'ika og flugvollurinn. Af thessu s'est hve fr'aleitt thad er ad kenna flugvellinum um ad n'agrannabyggdir og uthverfi Reykjavikur hafi risid.
Unnt er ad minnka flugvollinn nidur i 80 hektara med thv'i ad lengja A-V-brautina, leggja nuverandi N-S braut nidur og gera adra styttir vestar sem snyr betur vid hvossum sunnan- og nordan'attum. Vid thad myndi flug yfir midborg Reykjavikur og Karsnes hverfa ad mestu.
Skiptar skodanir eru um flugvollinn i ollum flokkum. Eg er nu staddur 'a Florida til ad skemmta 'Islendingum thar og thess vegna er stafsetningin eins og h'un er. Bidst 'eg velvirdingar 'a thvi en thott 'eg hefdi med m'er tolvuna m'ina hingad var ekki unnt ad setja hana her i samband.
'A leidinni var millilent i Bangor 'i Mainr'iki. Athyglisvert er 'a ferd erlendis ad fylgjast med adflugi og fraflugi 'a flugvollum og sja ad midad vid thad ad A-V-brautin verdi adalbrautin 'i Reykjavik yrdu flestar erlendar borgir med adflug og fraflug yfir meiri byggd en 'i Reykjav'ik.
Ef menn vilja gera flugvoll ''a Longuskerjum tharf samthykki fimm sveitarf'elaga og ad haetta vid ad gera Skerjafjord ad n'atturuverndarsvaedi.
Ef flugvollur verdur gerdur thar eru 3 atridi framkvaemd: 1. Gerdur flugvollur 'a skerjunum. 2. Rifinn Reykjavikurflugvollur. 3. Reist n'y byggd 'i stadinn.
Er ekki einfaldara ad gera eitt i stadinn fyrir thrennt: Reisa 'ibudabyggd 'a Longuskerjum?
'Eg 'a eftir ad sj'a ad flugvollur 'a Homsheidi i 140 metra haed yfir sjo og 'a miklu verra vedursvaedi verdi raunhaefur kostur. Tolurnar vantar um skyggni, vinda og adrar adstaedur. 'A medan svo er er tomt mal ad m'inum d'omi ad tala um ad leggja Reykjav'kurflugvoll nidur 'a nuverandi stad.
![]() |
Flugvöllurinn minnkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
6.3.2008 | 19:29
58 PRÓSENT FRAM ÚR OG HVAÐ MEÐ ÞAÐ?
Þegar ég spáði því í bókinni "Kárahnjúkar - með og á móti" fyrir nær fjórum árum að kostnaður við Kárahnjúkavirkjun myndi fara langt fram úr áætlun fékk ég hörð viðbrögð á móti því og greindi reyndar frá þeim í sömu bók til að viðhalda því jafnvægi milli skoðana sem hún og staða mín sem óhlutdrægs fréttamans krafðist. Í áttblöðungnum "Íslands þúsund ár" lagði ég fram mat sjálfs lögfræðings Landsvirkjunar sem sýndi að þetta verkefni var allt of flókið og áhættusamt í upphafi til þess að það hefði verið verjandi að ráðst í það.
Talan 133 milljarðar sem nú hefur verið lögð fram af iðnaðarráðuneytinu er ekki endanleg tala því að enn er eftir vinna við talsverðan hluta virkjunarinnar og ýmisleg önnur kurl ekki komin til grafar.
En íslenskir ráðamenn kæra sig kollótta þótt í fréttatímum dagsins í dag séu tvö svona mál uppi á borðinu. Hitt málið, framkvæmdir við Laugardalsvöll er í svipuðum stíl og Grímseyjarferjan ef ekki verri. En það er fyrir löngu búið að margstaðfesta það að enginn axlar ábyrgð á svona málum hér á landi. 50 milljarða kostnaðarauki við Kárahnjúka, - hvað með það?
Því er við að bæta að í tíufréttum sjónvarpsins taldi Þorsteinn Hilmarsson að með framreikningi yrði Kárahnjúkavirkjun níu milljörðum króna dýrari en kostnaðaráætlunnin gerði ráð fyrir. Og hvað eru níu milljarðar á milli vina?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
6.3.2008 | 12:17
VONLAUST VERK.
Skolun Miklagljúfurs á þann hátt sem reynt hefur verið með nokkurra ára millibili er vonlaust verk. Þetta þori ég að fullyrða eftir að hafa skoðað gljúfrið og siglt eftir Coloradoánni neðan við Clen Canyon stífluna, auk þess að kynna mér bækur og rannsóknir á ánni og gljúfrunum.
Áður en þessi virkjun, sem líkist Kárahnjúkavirkjun meira en flestar aðrar, var gerð, sáu aurug vorflóð árinnar um að hreinsa farveginn, viðhalda Miklagljúfri með því að sverfa það með aurnum og síðast, en ekki síst, að koma í veg fyrir að aurug vorflóð þveránna breyttu smám saman farveginum á þann hátt að fylla upp í hann með aurkeilum.
Aurinn skapaði líka og lyfti undir lífríki í ánni og ekki síður í hafinu við ósa árinnar, líkt og gerst hefur í Kína og einnig hér á landi áður en byrjað var að safna aurnum í miðlunarlón. Áin hreinsaði óshólmana og bar í þá aur, sem virkaði eins og áburður og kom í veg fyrir að hið sama gerðist og nú hefur gerst í San Joachim dalnum í Kaliforníu og víðar þar sem salt og kalsíum hefur drepið jarðveginn vegna þess að aurburðinn vantar.
Glögglega sést af myndum af þessari skolun í Glen Canyon að vatnið er ekki aurugt vegna þess að það tekið í gegnum svonefnda botnrás sem er nokkrum tugum metra fyrir ofan botninn eins og í Kárahnjúkastíflu. Ekki er hægt að hafa botnrásina í þessum stíflum við botninn vegna þess að hann fyllist hratt af aurseti sem hækkar botninn ár frá ári.
Þess vegna er eina gagnið af þessari skolun sú að hleypa vatni á land sem er að blása upp vegna vatnsskorts og skorts á hreinsun eins og í San Joachim-dalnum. En þetta vatn getur ekki sorfið neitt eða nært óshólma eins og aurvatnið úr vorflóðum fyrri tíma í Coloradó-fljótinu.
Ef menn vilja kynna sér betur þetta mál mæli ég með skemmtilegri og fræðandi bók sem heitir Cadillac desert eftir Mark Steiner og fjallar um ótrúlega líkt mál og Kárahnjúkavirkjun.
Í báðum tilfellum snerist deilan í upphafi um tvö svæði þar sem nafn annars svæðisins byrjaði á stafnum E. Náttúruverndarfólk í Bandaríkjunum átti í upphafi um það að velja að einbeita afli sínu gegn virkjun í Echo Park eða í Clen Canyon og valdi Echo Park, af því að það þekkti það svæði betur.
Því tókst að bjarga Echo Park en þegar David Brower forystumaður náttúruverndarbaráttunnar sá hvílík arfamistök þetta voru, vegna þess að Clen Canyon og áhrifin á lífríki og umhverfi allt til sjávar voru margfalt meiri, varð þetta svo mikið áfall fyrir hann að vinir hans urðu að bjarga honum frá því að fremja sjálfsmorð.
Hér heima byrjaði samsvarandi nafn líka á E, Eyjabakkar. Fleiri þekktu Eyjabakka en Hjalladal og Dimmugljúfur og Eyjabökkum varð bjargað, en þó ekki betur en svo, að stórfelld umhverfisspjöll teygja sig allt inn að þeim á tvo vegu.
Þegar upp var staðið fengu virkjanasinnarnir enn meira hér en í Bandarikjunum, því að báðar jökulsárnar plús þverár voru virkjaðar og miðlunarrými varð meira en orðið hefði í samræmi við upphaflegu áætlunina um gerð bæði Eyjabakkalóns og Hálslóns.
Allt frá árinu 2000 þegar málinu var stillt þannig upp að þyrma Eyjabökkum með því að stækka Hálslón hefur það verið mat mitt að skárra hefði verið að klára Fljótsdalsvirkjun og sökkva Eyjabökkum en þyrma Hjalladal, heldur en að fara út í þá lausn sem varð niðurstaðan.
Þetta mat byggist á eftirfarandi og er þá einkum haft í huga hvað er einstakt og hvað á sér hliðstæðu.
Fljótsdalsvirkjun:
Minni þensla.
Hæfilegri innspýting í þjóðlífið á Austurlandi.
Eyjabakkar næst stærsta fyrirbærið af þessu tagi á Íslandi. Þjórsárver eru stærri og enn merkilegri.
Sjónmengun aðeins af Snæfelli.
Mun minni minnkun á aurburði til sjávar en hjá Jökulsá á Dal.
Kárahnjúkavirkjun:
Of mikil þensla.
Kollsteypur í þjóðlífinu eystra og neikvæðari áhrif á jaðarbyggðir.
Margfalt stærra áhrifasvæði og það er nær miðju víðernisins fyrir norðan Vatnajökul.
Sjónmengun af öllum helstu fjöllum og útsýnisstöðum frá Herðubreið og Kverkfjöllum til Snæfells.
Nær algerlega tekið fyrir aurburð til Héraðsflóa.
Annarri jökulsánni veitt yfir í hina og hún máð algerlega af yfirborði jarðar.
Uppfoksvandamál af þurrum fjörum Hálslóns snemmsumars.
Miklu víðtækari eyðilegging gróðurlendis, sú mesta í einu vetfangi í sögu þjóðarinnar.
Hrikaleg eyðilegging á einstæðum sköpunarverkum Brúarjökuls, sem áttu engan sinn líka í heiminum:
Bjó með mesta skriðhraða heims til einstaka landslagsheild:
Krákustígshryggi.
Hrauka.
Hjallalandslagið í Hjalladal.
Töfrafoss og Stuðlagátt.
Rauðuflúð, Stapa, Rauðagólf og komandi Rauðagljúfur á botni dalsins.
Hafrahvammagljúfur. Það á smám saman eftir að fyllast af grjóti og skriðum sem áin hreinsar ekki lengur með tíu milljón tonnum árlega af sverfandi sandi. Hið eina af ofangreindum fyrirbærum, sem sleppur við eyðileggingu, eru Krákustígshryggirnir.
Í Bandaríkjunum var forystumaður náttúrverndarfólks á barmi sjálfsmorðs þegar hin hrikalegu mistök urðu honum ljós. Á Íslandi virðast samsvaranndi og verri mistök ekki valda mönnum slíku hugarangri.
![]() |
Miklagljúfur skolað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.3.2008 | 00:13
RANGFÆRSLUR EINARS K. OG SMÁRA.
Einar K. Guðfinnsson tekur undir þau orð Smára Geirssonar á málþingum um olíuhreinsistöðvar vestra á dögunum að náttúruverndarfólk mótmæli bara virkjunum og stóriðju úti á landi en ekki á suðvesturhorninu. Þetta er alrangt. Svo að ég fari um minn heimarann þá hygg ég að meirihluti skrifa minna um virkjanamálin hafi beinst að virkjunum og stóriðju á suðvesturlandi. Þjórsárver, Neðri-Þjórsá, Bitruvirkjun, Trölladyngja, Seltún og álver í Helguvík með tilheyrandi línum og virkjananeti allt frá Leifsstöð norður á miðhálendið hefur verið uppistaða míns andófs gegn þessu fári.
Landvernd hefur haldið uppi öflugu andófi og málafylgju á sama vettvangi. Hvar hafa þeir Einar K. og Smári eiginlega verið?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
5.3.2008 | 19:04
RAGNAR REYKÁS BLÓMSTRAR.
Um fátt talar Íslendingurinn meira núna en kreppuna sem sé skollin yfir, til dæmis með svo hroðalegu háu bensínverði að allt sé að fara til fjandans. Viðbrögð Íslendinga við þessu ofurháa bensínverði eru hins vegar þau að fluttir inn og keyptir miklu fleiri og stærri bílar en nokkru sinni fyrr og fleiri Íslendingar eru á ferð í útlöndum en nokkru sinni fyrr á þessum árstíma. Kortanotkun stórvex og annað er eftir því.
Þetta er Ragnar Reykás eins og hann gerist bestur og þetta er svipað fyrirbæri og 1967 þegar kreppa var að skella á og aldrei voru farnar fleiri og dýrari utanferðir, meira að segja á þremur stórum erlendum skemmtiferðaskipum og hefur það aldrei síðan verið leikið eftir.
Hugsunarháttur okkar virðist vera sá að stórauka eyðsluna áður en kreppan er skollin á meðan peningarnir eru til. Síðan treysta menn á það að daglegt tal forsætisráðherrans um nauðsyn á áframhaldandi stóriðju- og virkjanaframkvæmdum verði að veruleika.
Þá verður hægt að endurtaka leikinn frá 2002 þegar þenslan skall á ári áður en framkvæmdirnar hófust og sérfræðingur í Seðlabankanum fann út meira en 80 prósent hennar fólst í auknum yfirdráttarlánum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.3.2008 | 12:50
TIL SKAMMAR FYRIR OKKUR.
Hafi þeir, sem stóðu að því að rjúfa friðhelgi sendiráðs Dana með því að mála hnýfilyrði gegn þessari vinaþjóð okkar, haldið að með því gerðu þeir Dönum skömm, skjátlast þeim hrapallega. Íslenska þjóðin verður í staðinn að lifa við þá skömm að hér á landi skuli svona viðgangast. Þetta er hneisa og tímaskekkja að auki. Þegar sjálfstæðisbaráttan stóð sem hæst lögðust menn aldrei svona lágt í hita þess leiks.
Mig minnir að ég hafi áður rökstutt það í bloggpistli að það hafi verið ein mesta gæfa Íslendinga að Danir réðu hér á öldum áður en ekki einhver önnur þjóð. Ekki var um það að ræða að Íslendingar gætu verið sjálfstæðir á þeim tímum vegna þess að þá var það ekki spurning hvort þjóðir í okkar aðstöðu gætu verið sjálfstæðar, heldur hvaða einvaldskonungur réði yfir þeim.
Einokunarverslunin illræmda hefði verið hér hvort sem Danir eða aðrir hefðu ráðið. Bretar lyftu ekki litla fingri þegar írar hrundu niður tugþúsundum saman í hungursneyð en Danir stóðu fyrir söfnun handa Íslendingum eftir Móðuharðindin.
Vitanlega færði einveldið okkur ýmsa kúgun en hún hefði líklegast verið mun meiri ef annar einvaldskonungur hefði ráðið hér. Ólíklegt er að önnur þjóð en Danir hefðu haldið helstu sjálfstæðishetju nýlendunnar uppi á sama hátt og Danir héldu Jóni Sigurðssyni uppi. Vafasamt er að við værum sjálfstæðir í dag, hvað þá að hér væru töluð íslenska.
Í Danmörku naut aðallinn þeirra fríðinda að aðalsmannasynir áttu aðgang að Kaupmannahafnarháskóla. Á móti kom skylda aðalsmannanna til að láta synina í té til herskyldu til varnar landinu.
Íslenski aðallinn samanstóð af embættismönnum, prestum og stórbændum, sem áttu 90 prósent allra landareigna í landinu. Synir þessara manna fengu sömu fríðindi í Kaupmannahafnarháskóla og aðalsmannasynirnir í Danmörku en þurftu ekki að hlíta herskyldu.
Enn í dag njóta börn þeirra Íslendinga, sem voru einhvern tíma þegnar Danakonungs, fríðinda í dönskum háskólum! Sonur minn komst að þessu þegar hann var við nám í skólanum í Horsens!
Í fróðlegri doktorsritgerð sænska prófessorsins Hans Gustafsson kemur fram að hvergi í Evópu réði einvaldskonungur jafn litlu og á Íslandi. Íslensku landeigendurnir gerðu allt sem þeir gátu til þess að koma í veg fyrir að þéttbýli myndaðist við sjóinn eins og í nágrannalöndunum.
Tillögur Danakonungs og landsnefndar hans til úrbóta 1771 voru nær allar hundsaðar af íslenska aðlinum. Hæstiréttur í Kaupmannahöfn kom í veg fyrir að ýmis dómsmorð væru framin á Íslandi.
Sjálfstæðisbarátta okkar var hörð en líklegast er einsdæmi að slík barátta skyldi ekki kosta eitt einasta mannslíf eins og hér.
Þrátt fyrir allt varðveittu Danir fyrir okkur handritin og engin þjóð hefur gert það sama og þeir, að afhenda slíkar þjóðargersemar tveimur öldum síðar.
Þarf ekki annað en litast um í frægustu söfnum Frakka og Breta til að sjá hve einstakt þetta drenglyndi Dana var.
Ég er ekki hrifinn af þeim viðhorfum gagnvart útrás okkar á fjármálasviðinu sem komið hafa fram hjá ýmsum aðilum í Danmörku. En við því er ekkert að segja. Þar í landi eins og á okkar landi ríkir skoðanafrelsi innan hæfilegra marka og ekkert við því að segja þótt einhverjir sjái þar ofsjónum yfir því sem við erum að gera í þeirra landi.
Fráleitt er að alhæfa vegna þessa um Dani almennt og enn fráleitara að grípa til lágkúrulegra og siðlausra aðgerða.
Nú hafa siðleysingjar sett blett á málstað okkar í tvennum skilningi með athæfi sínu á friðhelgri sendráðslóð Dana.
Ég skammast mín sem Íslendingur fyrir það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
4.3.2008 | 11:50
"VÁIN" FYRIR DYRUNUM Á SUÐURNESJUM.
Fréttin um að hvergi fjölgi fólki meira á landinu en á Suðurnesjum stingur í stúf við sönginn um að þörf sé stórkarlalegra handaflsaðgerða í formi stóriðju til að bægja þar vá frá dyrum.
Síðan ljóst var að varnarliðið á Keflavíkurflugvelli myndi fara hefur verið rekinn linnulaus áróður fyrir mótvægisaðgerðum á Suðurnesjum. Þess vegna verði að reisa álver í Helguvík, annars verði kreppa og atvinnuleysi.
Andri Snær Magnason lýsti því skemmtilega hvernig hann sá fyrir sér bæjarstjórann í Reykjanesbæ sitja við líkan af Rosmhvalanesi og ætla að raða atvinnulausum starfsmönnum af vellinum eins og tindátum inn í komandi álver. En áður en tóm gæfist til þess voru allir atvinnulausu tindátarnir týndir, - þeir höfðu einfaldlega horfið sjálfkrafa inn í atvinnulífið og engin leið að finna þá.
Samt skal reisa álver, þótt ekki væri til annars en að geta flutt inn Pólverja til að leysa það mál.
Ástæða þess að bæjarstjórinn fann ekki tindátana, sem hann leitaði að, var einfaldlega sú við það að hvergi á landinu hefur fólki fjölgað jafn mikið og á Suðurnesjum undanfarin ár. En meira en 40 ára gömul síbylja um nauðsynina á gamaldags sovéskum lausnum í stíl stóriðju Stalíns hefur haft þau áhrif að meira að segja í þeim landshluta þar sem fólki hefur fjölgað mest tala menn eins og allt sé að fara í kaldakol og að leita þurfi lausna í stíl handaflsaðgerða í afskekktum byggðum þar sem raunverulegur samdráttur á sér stað.
![]() |
Íslendingum fjölgar um 1,9% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
4.3.2008 | 01:04
HVAÐ VAR SVONA MERKILEGT 10.MAÍ 1940?
Ég tók mér smá tíma í kvöld eftir langt hlé til að skoða ýmislegt varðandi myndina "Brúarjökull og innrásirnar í Ísland", sem hefur verið í salti hjá mér í nokkra mánuði. Nokkrar staðreyndir: Hernám Íslands 10.maí 1940 var framkvæmt af 746 illa útbúnum hermönnum. Tugir þeirra höfðu aldrei hleypt úr byssum áður. Samt trylltist Hitler af bræði í búðum sínum í Eifel-fjallendinu þegar hann frétti þetta og skipaði Raeder yfirmanni sjóhersins að gera innrásaráætlun.
Fram að því höfðu Þjóðverjar ekki leitt hugann að Íslandi í neinni alvöru. Sú ætlun Breta að koma í veg fyrir að Þjóðverjar gerðu það hafði hins vegar þau áhrif að innrásaráætlunin Ikarus var gerð.
Fram til 10. maí 1940 höfðu Þjóðverjar ætíð haft frumkvæði í hernaðaraðgerðum með innrásum sínum í Austurríki, Tékkóslóvakíu, Pólland, Danmörku og Noreg. Bandamenn gerðu ekkert annað en að bregðast við og áttu til dæmis enga sóknaráætlun tilbúna til að ráðast inn í Þýskaland. Þess vegna gat Hitler sent nær allar bryndrekasveitir sínar inn í Pólland án þess að þurfa að óttast sókn úr vestri inn í Þýskaland.
Sá sem ræður bardagavellinum og atburðarásinni hefur ævinlega forskot á andstæðinginn. Á því byggðist velgengni Þjóðverja meðal annars.
Þegar Bretar hernámu Ísland var það í fyrsta sinn sem frumkvæðið kom frá bandamönnum og kallaði á viðbrögð Þjóðverja. Það ærði Hitler að verða í fyrsta sinn að bregðast við frumkvæði andstæðingsins.
Áætlunin Ikarus gerði ráð fyrir að nota tvö af hraðskreiðustu herskipum Þjóðverja og tvö hraðskreiðustu farþegaskip þeirra. Sem dæmi um það hve hraði skipa hafði mikið að segja má nefna að Bretar töldu óhætt að láta Queen Mary sigla óvarða fram og til baka yfir Atlantshafið vegna þess að hún átti að geta sloppið undan árás hvaða skips sem var.
Í bók Þórs Whiteheads er því lýst hve auðveldlega Þjóðverjar hefðu getað tekið Íslands alveg fram á haust 1940.
Það var fyrst í ágúst sem níu flugvélar af gerðinni Fairy Battle voru komnar á Melgerðismela, en í Belgíu um vorið höfðu Þjóðverjar skotið slíkar vélar svo miskunnarlaust niður að þær fengu viðurnefnið "fljúgandi líkkisturnar."
Áætlunin Ikarus varð ekki að veruleika vegna þess að Þjóðverjar vissu ekki um neitt flugvallarstæði á íslandi sem hægt yrði að nota á sama hátt og þeir gerðu í innrásinni í Noreg þar sem yfirráð í lofti réðu úrslitum. Án yfirráða í lofti yfir Íslandi gætu þeir ekki haldið landinu.
Myndin "Brúarjökull og innrásirnar í Ísland" mun einmitt taka það fyrir, að í raun var þetta flugvallarstæði fyrir hendi án þess að útsendurum Þjóðverja hefði tekist að koma um það skilaboðum til Þýskalands.
Rannsóknarvinna vegna þessa er langt frá því að vera lokið. Hún hefur kostað ferðir til Bretlands, Noregs, Frakklands og vetrarferð til Demyansk í Rússlandi, sem er 500 km fyrir norðvestan Moskvu.
Það var gæfa Íslands, svo ótrúlegt sem það kann að hljóma, að kreppan stóð svo lengi hér á landi, að við vorum flugvallalaus í upphafi stríðs. Og þó. Já, það er nú einmitt það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
2.3.2008 | 23:42
MINNIR Á KEISARA- EÐA KONUNGDÆMI.
![]() |
Medvedev kjörinn forseti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.3.2008 | 23:37
ÁLFTADALSDYNGJA, EKKI UPPTYPPINGAR.
![]() |
320 smáskjálftar við Upptyppinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)