Framkvæmdaleyfi í gildi fyrir virkjun í Eldvörpum! ??

Fyrir nokkrum árum var, ef rétt er munað, veitt framkvæmdaleyfi fyrir gufuaflsvirkjun í Eldvörpum!  Byrjað var á því að gera borplön! 

 

Nú gæti hver farið að verða síðastur að reisa þessa virkjun hið snarasta ef menn ætla að æða í virkjun þarna og verða á undan hugsanlegu eldgosi, sem nú er talið líklegasta framvindan

Undir Svartsengi og Eldvörpum er sameiginlegt orkuhólf, en vegna rányrkju svæðisins, er þetta merki um örvæntingu virkjanamanna, því að viðbótarvirkjun mun aðeins hraða tæmingu orkuhólfsins!

Í viðtengdri frétt um skjálfta og landris á þessu svæði er greint frá því að undir því sé stórt kvikuhólf! 

Allt ofangreint er því miður með upphrópunarmerkjum, því að ruglið sem skín út úr virkjanastefnunni er yfirgengilegt.    


mbl.is Saga jarðhræringa í Svartsengi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vantar torfbæi alþýðunnar, svo sem Skarðsá.

Flestir þeirra torfbæja, sem þekktir eru hér á landi vegna þess að þæir hafa verið varðveittir, gefa litla mynd um menningu og kjðr alþýðu fólks, vegna þess að þeir eru fyrst og fremst húsakynni yfirstéttarinnar og hinna betur megandi. 

Fyrir tilviljun komst síðuhafi í tæri við gögn um húakost á landsbyggðinni, sem voru á bókasafninu litla á Sólheimum í Grímsnesi á sjöunda áratugnum. 

Í þeim mátti sjá, að svo seint sem á fjórða áratugnum skar eitt svæði síg úr, envþað voru Húnavatnssýsla og Skagafjðrður en þar var meirihluti sveitabæja enn úr torfi. 

Í Hvemmi í Langadal var lítill torfær, sem búseta var í allt fram til 1957, sem síðuhafa gafst einu sinni færi á að koma inn í. 

Þremur áratugum síðar var gerður sjónvarpsþáttur um torfbæinn Skarðsá í Sæmundarhlíð, sem Skarðsárannáll. 

Þar bjó enn einsetukonan Pálína, komin um áttrætt. Húsaskipan var sérkennileg og fólst greinilega í því að koma í veg fyrir kulda í hjarta bæjarins með því leiðin þangað inn lægi um afar löng og þröng göng. Dró heiti þáttaris nafn sitt af því.  

Skarðsárannáll bendir til ákveðinn tengsl þessa yfirlætislausa torfbæjar við menningararf okkar, og er miður varð nánast útrýming smáu torfbæjanna sem öldum saman voru heimkynni þorra þjóðarinnar. 

Réttari mynd myndi fást í Skagafirði ef þar væri einn alþýðubær varðveittur ásamt stóra bænum að Glaumbæ.  


mbl.is Menningararfur falinn í torfbæjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki hægt að treysta endalaust á áhættuspil með eldvirknina.

Stórmerkileg heppni hefur verið hingað til yfir eldgosunum á Reykjanesskaga, sem líkast til marka upphafið á nokkurra alda tímabili nýrrar eldvikni á skaganum, sem nú er horft fram á. 

Í stað þess að nýta þann mikla mannauð, sem felst í jarðeðlisfræðingum okkar og einbeita okkur að forvarnaraðgerðum, er ekkert slíkt sérstakt á döfinni, heldur eru jafnvel uppi margvíslegar framkvæmdir víðsvegar um svæðið frá Reykjanestá til Þingvallavatns, sem er morandi í eldstöðvum sem hafa verið virk á sögulegum tíma. 

Bláa lónið, Svartsengi og Grindavík, sem nú eru nefnd, eru ekki aðeins milljarða mannvirki, heldur þéttbýli og orkufyrirtæki sem þjóna bæði byggð og stóriðju á stærstum hluta suðvesturhorns landsins. 

Samhliðs því, sem fleiri staðir bætast við í röð þeirra, sem nú hafa þegar gosið, aukast væntanlega líkurnar á því að áhættuspilshegðunin færi okkur eldgos með hundraða milljarða tjóni.

Svo alger er doðasvefninn í málefnum innviðanna svonefndu, að áfram er unnið ötullega að því að undirbúningi nýs millilanda- og innanlandsflugvelli kenndan við Hvassahraun, sem er, eins og nafnið bendir til, ætlað að vera á einum af ótal hraunum Reykjanesskagans.  

 


mbl.is Lítill viðbragðstími ef kvika kemur upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki hægt að leysa vandamál með því að nota áfram hugsunina, sem olli þeim.

Gott ef það var ekki hinn vísi maður Albert Einstein, sem sagði, að ekki væri hægt að bæta úr mistökum með því að notast áfram við þann hugsanagang sem olli þeim. 

Ástæða þess að talað er um að íslensk heimili og fyrirtæki og orkuskptin sjái fram á orkuskort liggur ljós fyrir: Stóriðja og orkufrek erlend fyrirtæki hafa í morg ár fengið svo mikinn forgang í notkun íslenskrar orku að hann hefur fært þeim yfir 80 prósent hennar. 

"Það er nefnilega vitlaust gefið" eins og Steinn Steinarr komst að orði, og þarf að stokka spilin upp á nýtt.  


mbl.is „Augljóst að þetta myndi ekki standast“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mælingar leikmanns sem sýna áhrif covid-19 ?

Síðan 1960 hefur síðuhafi stundað sérstakar æfingar í stigahlaupum og skráð hjá sér tímamælingar á þeim.  

Fyrstu árin var hlaupið með notkun skeiðklukku frá jarðhæð upp á 12. hæð í Austurbrún 2, og reyndist mögulegt að ná jafn góðum tíma og hraða lyftan, sem fór þessa vegalengd á 30 sekúndum. 

Í nokkur ár nýttust blokkirnar við Sólheima til þessara æfinga. 

Við búferlaskipti allt til dagsins í dag hefur verið unnt að stunda æfingu af þessu tagi í ýmsum húsum, til dæmis Ræktinni á Seltjarnarnesi á meðan hún var starfræktm, einnig upp stigana í Útvarpshúsinu, og síðustu tíu árin hefur fjðgurra hæða hlaup frá kjallara upp á fjórðu hæð í blokk við Fróðengi verið notað. 

Stigahlaup af þessu tagi hafa þann kost, að með þeim eru hnén notuð til klifurs, tvær tröppur í skrefi, svo að líkamsþun-ginn fer ekki illa með hnén eins og í hlaupum á jafnsléttu. 

Á árunum 2013 til 2022 var tíminn upp stigana furðu jafn, í kringum 30 sekúndur. 

En þá kom Covid-19, og, og hraðinn minnkaði hressilega og þar með jókst tíminn að sama skapi. 

Það var svo sem ekki alveg nýtt fyrirbrigði, pestir eins og lungnabólga gátu haft tímabundin áhrif og sömuleiðis beinbrot. 

En annað var alveg nýtt: Covid varð til þess að tíminn jókst úr 34 sekúndum upp í tæplega 50 sekúndur. 

Nú er liðið eitt ár frá Covid og tíminn er þetta 46-49 sekúndur. 

Stigahlaup reynir á viðbragð, snerpu, hraða, kraft og úthald, svo að þetta er líklega furðu góður mælikvarði.   

En leiðinlegur er hann. 


mbl.is Ný skýring á orsökum langvinnra Covid-einkenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snýst um nauðsynlegt samband kynslóðanna.

Síðustu ár hefur það færst mjðg í vöxt, að þegar gengið er um Reykjavíkurborg finnist hinum eldri þeir skyndlega vera komnir í allt aðra borg, jafnvel erlendis. 

Meginástæðurnar eru aðallega vanhugsaðar breytingar eða niðurrif á húsum, einkum í eldri hlutum borgarinnar, en nefna má líka næstum sjúklega tilhneigingu til að breyta um nðfn úr íslenskum nðfnum yfir í ensk.  

Á ferð um suðvesturhluta Írlands 1992 vakti athygli sú viðleitni Íra að varðveita gelísk örnefni og skilti á vegum og mannvirkjum.  

Voru vegaskilti víðast með gelíska nafninu ofan á og hinu enska nafni undir. 

Nefna má ótal dæmi um vanrækslu og sinnuleysi gagnvart menningarminjum í Reykjavík. 

Einna snautlegast í borg, þar sem fyrsta flugið á íslenskri grund fór fram, skuli flugminjar hafa verið vanræktar jafn gersamlega og gert hefur verið í Reykjavík. 

Sem lítið dæmi má nefna, upprunalegir munir frá fyrstu árum Reykjavíkurflugvallar á borð við gasluktir, sem notaðar voru sem brautarljósm, skuli vera varðveitt á byggðasafninu á Hnjóti í Örlygshöfn i Patreksfirði!

"Hér reri afi á árabát" er sungið í einu af þjóðhátíðarlðgum Vestmannaeyinga, og slíka hugsun má hafa í hávegum þegar menningarminjum er sinnt hér á landi. 


mbl.is Guðlaugur vill menningarminjar í öndvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf akstursgjöld sem miðast við breyttan bílaflota.

Tilkoma rafbíla breytir óhjákvæmilega samsetningu og notkun bílaflotans. Þetta mun kalla á breytingar, sem mun krefjast breytinga á rekstursumhverfi þeirra. 

Þær breytingar verða að byggjast á sanngirnissjónarmunum, til dæmis varðandi það losna við óréttlátar ívilnanir á borð við þær sem hafa ríkt fyrstu rafbílaárin. 

Í Noregi héldu menn fyrst að rafbílar yrðu að jafnaði bíll númer tvð hjá fjðlskyldunum, en raunin varð þveröfug. 

Opna þarf á þann möguleika að minni og umhverfisvænni verði bílar númer eitt, en hins vegar verði bíll númer 2 stærri bíll sem borgaði í samræmi við ekna kílómetra. 


mbl.is Rafbílaeigendur ekki greitt fyrir notkun á vegakerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kaflaskilin 1965.

Nafn Páls Samúelsonar, eins af frumherjunum í íslenskri bílasðgu, verður órjúfanlega tengt þeim kaflaskilum, sem urðu í henni 1965. 

Fram að því ári hafði skattlagning jeppabíla verið notuð hressilega til þess að stýra innflutningi þeirra og var það gert á þann hátt, að gríðarleg niðurfelling á innflutningsgjðldum var sett fyrir jeppa, sem voru með styttra hjólhaf en 2,40 m. 

Þar með sluppu Rússajepparnir við gjöldin auk Willys og Landrover, allir vélarvana með fjögurra strokka vélar, en jeppar sem voru aðeins lengri og upplagðir fyrir íslenskar aðstæðu á borð við International Scout, voru skallagðir út af markaðnum. 

1965 gerðist hins vegar tvennt óvænt, sem gerbreytti landslaginu. Fyrsti sex strokka jeppinn, Toyota Landcruiser, birtist á markaðnum, og stóðst kröfuna um nógu stutt hjólhaf. 

Síðuhafi ætlaði fyrst að kaupa þann japanska, en aðeins nokkrum vikum síðar kom Ford Bronco fram á sjónarsviðið, var með netta sex strokka vél, mjúka gormafjöðrun að framan og var þar að auki réttu megin við hjólhafsmörkin, 2,33 m.  

Afleiðingin varð fyrirbæri, sem var kallað Bronkó-æðið, og þar með höfðu tveir sex strokka jeppar valdið kaflaskilum í íslenskri bílasögu.

Átta strokka Bronco af árgerð 1973, var einhver ljúfasti bíll, sem síðuhafi hefur átt. 

Á árunum 1992 til 2004, tók Toyota Hilux við því hlutverki.  

En enda þótt Bronkóinn setti strik í bili í fyrir gengi japanskra jeppa, skall önnur og varanlegri bylgja á, japanska bylgjan á, og átti meira en hálfrar aldar yfirburðastöðu framundan. 

Toyota varð þar í fararbroddi í dæmalausri velgengni þar sem Páll Samúelsson lék stórt hlutverk.  

 


mbl.is Andlát: Páll Samúelsson fv. forstjóri Toyota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hrikalegar yfirlýsingar magna hættuna á grimmdarlegasta stríði vorra tíma.

Yfirlýsingarnar sem stríðsaðilar fyrir botni Miðjarðarhafs láta nú dynja á heimsbyggðinni, ganga svo langt, að þrátt fyrir að ýmislegt hafi verið sagt og gert á þeim 75 árum, sem liðið hefur í Pælestínu í stríðsástandi í raun, virðist hjóm eitt í samanburði við hinar hroðalegu hótanir og ofstopa, sem nú ræður ríkjum. 

Andstæðingar Ísraelsríkis hafa löngum talað opinskátt um það takmark sitt að eyða Ísraelsríki en á móti lýsir Benjamín Netanjahu því yfir að Hamasliðar séu þvílíkar skepnur og villidýr, að þeim beri að útrýma miskunnarlaust. Svona orðbragð hefur ekki heyrst síðan Hitler notaði orðið rottur um  Gyðinga í svipuðu samhengi við ætlun hans að útrýma meira en tíu milljón Gyðingum. 

Nýjustu leiðbeiningar Hamasliða um hroðalega meðferð á fðngum sínum minna á svipaðar leiðbeiningar til þýskra hermanna í Rússlandi varðandi það, að vegna þess að Sovétríkin væru ekki aðilar að Genfarsáttmálanum, hefðu þýskir hermenn fullan rétt á að skjóta fólk að vild. 

Og hótanir Netanjahus um stríð af alveg nýrri og áður óþekktri umfangi og grimmd eru skelfilegar.  

 


mbl.is Ísrael færir sprengjuárásir upp á næsta stig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítið dæmi:Tveir saman hjálmlausir á rafhlaupahjóli í 25 m/sek sviptivindum?

í fyrradag hjá gatnamótum Borgartúns og Kringlumýrarbrautar: Samkvæmt upplýsingum á vedur.is eru vindhviðurnar allt að 25m / sek í gulri viðvðrun á austurenda Borgartúns koma vindhviðurnar svo snðggt og ófyrirsjáanlega að það er varla stætt þegar svikalogn eða hringiður breytast í stormhviðu, heldur verður að bjarga sér með hðndunum þegar þær ríða yfir þar sem staðið er við hringtorgið. 

Hinum megin við gðtuna kemur par eftir gangstéttinni úr vestri, standandi saman hjálmlaus á rafhlaupahjóli, og ekur því áfram við þessar lífshættulegu aðstæður, því að á gangbrautinni yfir Kringlumýrarbrautina þar ekki mikið til að feykja þeim fyrir bílana, sem þar standa í biðröðum. 

Hlaupahjólsfólkið er er að vísu stálheppið, en samt er tekin fáránleg áhætta með svona háttalagi, sem blasir við um víðan vðll við hinar ótrúlegustu aðstæður alla leiðina héðan austur í Grafarvogshverfi. 


mbl.is Ríkið bendir á sveitarfélög vegna rafhlaupahjóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband