Færsluflokkur: Bloggar

Er gamli lykillinn ennþá skástur? "Tölvustýrt "Dekkjaþrýstingseftirlitsstjórnkerfi.""

Hröð framsókn hvers kyns sjálfvirkni og tölvustýrðra lausna er á æ fleiri sviðum. 

En oft hvarflar hugurinn samt að orðum Henry Fords, að það sem er ekki í bílnum bilar aldrei. 

Fyrsta dæmið þegar til dæmis sest inn í bíl, er að opna hann og starta honum í gang / tengja rafaflið. 

En nýjasta dæmið hjá Tesla á sér margar hliðstæður varðandi það að bílar læsi sér sjálfir án þess að menn fái neitt við það ráðið.  

Þekki dæmi um hjón á splunkunýjum bíl, sem hrekkti þau þannig þar sem þau voru á ferðalagi að læsa sér, og eyðilagði það hálfan dag í ferðalaginu og olli miklum vandræðum. DSC09859

Meðfylgjandi mynd á að sýna handbók fyrir þriggja ára gamlan bíl í stærðarflokki Yaris, þar sem handbókin hefur bólgnað út í samræmi við allt tölvudótið, sem komið er í bílinn frá því sem áður var. 

Talinn er mikill kostur að ekki þurfi neinn lykil til að opna bílinn og setja hann í gang, en setja má spurningarmerki við það. 

Fyrir um áratug settu BMW verksmiðjurnar í framleiðslu BMW 5, sem fram að því hafði verið talinn í allri fremstu röð bíla, sem stundum eru kallaðir forstjórabílar. DSC09860

Bíllinn hafði fram að því fengið fimm stjörnur hjá bílablaðamönnum í Evrópu, en nú brá svo við að þeir voru sammála um það að hann verðskuldaði varla nema þrjár. 

Ástæðan var sú að tölvunördarnir, sem valda einhverjum mestum usla í allri framleiðslu rafeinda- og tölvgeirans, höfðu rétt eina ferðina enn gert akstur bílsins nær óframkvæmanlegan fyrir forstjórana vegna þess að hvaðeina í bílnum var svo flókið, að það þurfti að fara á námskeið í nokkra daga til þess að finna út hvernig ætti að nota allan þennan flókna tölvubúnað. 

Venjulegur meðalmaður, sem ætlaði að fara í fyrsta sinn á bílnum, komst ekki af stað, því að engin leið var að finna út til dæmis, hvernig miðstöðin og útvarpið virkuðu!  

Í bílnum, sem handbókin hér á síðunni fjallar um, er hvergi hægt að finna orðin "tire pressure" og er það í fyrsta sinn í rúm 60 ár, sem slíkt rekur á mínar fjörur. 

Enginn bíll fram að þessu hefur verið svo ódýr eða aumur að þessar upplýsingar hafi skort í handbókum þeirra á þann hátt að hægt hafi verið að fletta því upp í stafrófsröð. 

Í staðinn er greint frá því að í bílnum sé TPMS sem er skammstöfun fyrir Tire Pressure monitoring systemm.  

Já, flott skal það vera. 

Og síðan gerðist það auðvitað að það kom aðvörunarljós á fína tölvuskjáinn í mælaborðinu sem sýndi að það væri of lítill þrýstingur í vinstra framhjólinu. 

Athugun mín sýndi að þrystingurinn var 27 pund, sem er reyndar nóg fyrir keppni í rallakstri, en ekki fyrir þennan bíl. 

Prófað var að pumpa þrýstinginn upp í 32 pund, en tölvustýrða dekkjaþrýstingseftirlitsstjórnkerfið hélt áfram að halda því fram að þetta væri áfram í ólagi á vinstra framdekkinu. 

Í ferð á verkstæði klóruðu menn sér í hausnum, höfðu engar skýringar, en við það að fikta í TPMS hvarf það og hefur ekki sést síðan. 

Eftir sem áður vissi ég ekki í fyrstu hvaða þrýstingur á að vera í dekkjunum, en fór í gagngera leit að því í kvöld.

Og viti menn, þá fundust þessar tölur grafnar inn í talnahrúgu aftast í bókinni undir heildarheitinu "specification", þ.e. "mælitölur".   

En orðið "specification" er hvergi að finna í stafrröðinni þar sem það er auðvitað venjan að finna það orð. 

Og á þessum bíl eru tölurnar 41 pund að framan og 39 að aftan, sem langt, langt fyrir ofan það sem pumpurnar á bensínstöðvunum eru stilltar inn á að fara sjálfkrafa fyrir pumpun. 

Á síðustu árum hefur ráðlagður dekkjaþrýsingur vaðið upp í farartækjum. Ástæðan er eftirsókn eftir sem minnstri orkueyðslu. 

Þetta gerir bílana harðari og hastari í akstri en orkureikninginn lægri.  


mbl.is Bilun olli Teslu-eigendum vandræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vindorkan leitar á haf út, en á sama tíma eru risaáform á landi hér.

Norðmenn, Bretar og fleiri þjóðir hafa verri reyslu af vindorkugörðum á landi en búist var við. 

Af þeim sökum hafa þeir leitað til hafs með garðana. 

Og fært sig í vaxandi mæli úr sjókvíaeldi yfir í landeldi. 

Á báðum þessum sviðum eru Íslendingar gagnteknir af stórfelldum áformum um tíföldu á orkuframleiðslu á landi í formi vindorkugarða og sömuleiðis margföldu sjókvíaeldi, sem Norðmenn sækja í að eignast hér. 


mbl.is Tækifæri í vindorku á hafi úti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er byssan og notkun hennar heppileg sem eins konar þjóðartákn BNA?

Gildi og mikilfengleiki og alhliða notkun byssunnar er sérstaklega stjónarskrárvarin í Bandaríkjunum. 

Upphaflega var þetta ákvæði sett til að réttlæta almenna byssueign í landnemaþjóðfélagi, þar sem veiðar og vörn manna gegn villidýrum og frumbyggjunum, sem hvítir aðkomumenn voru í óða önn að taka landið af var hluti af, voru sjálfsagt réttindamál. 

Nú eru hins vegar aðrir tímar og spurning hvort mesta byggueign, drápstíðni og fjöldi skotins fólks meðal þjóða sé heppilegt fyrirbæri sem eins konar þjóðartákn Bandaríkjanna. 


mbl.is Biden reiður yfir sýknu byssumannsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svefnbarátta varð þæfð...

Svefnráðstefnan varð slævð 

en samt þó allvel æfð

en svo var hún alveg svæfð, 

af sóttvörnunum kæfð.  


mbl.is Svefnráðstefnu frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vandasamt verkefni að standa rétt við loftslagsyfirlýsingu. Hætta á grænþvotti.

Í umræðum á loftslagsfundi Reykjavíkur, sem nú stendur yfir, hefur komið fram, að það sé alls ekki sama hvernig fyrirtæki og einstaklingara standa er að fá fullnægjandi vottun á því að kolefnisjafnað sé á raunhæfan hátt. 

Því miður sé hætta á svonefndum grænþvotti, að þegar allt sé reikna rétt sé um raunverulega kolefnisjöfnun frá upphafi til enda, gagnsæja og rétt vottaða. 


mbl.is 11 fyrirtæki skrifuðu undir loftslagsyfirlýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

5000 megavatta vindorkugarða eins og skot!

Í útvarpsviðtali við Hafstein Helgason fyrir nokkrum dögum sagði hann að drífa þyrfti í því að vindorkubæða Ísland og byrja strax á 5000 megavatta afli, en til samanburðar er afl allra íslenskra vatnsafls- og gufuaflsvirkjana landsins nú um 2200 megavött og aflið, sem íslensk heimili og fyrirtæki nota, um 400 megavött. 

Verði drifið í þessari vindorkugarðabyltingu verður niðurstaðan sú hið fyrsta, að við framleiðum um það bil 15 sinnum meiri raforku en við þurfum til íslenskra heimila og fyrirtækja. Eftir sem áður þó væntanlega ævinlega sagt, að þetta sé gert til að auka afhendingaröryggi fyrir íslensk heimili og fyrirtæki. 

Áhugi Norðmanna á vindorkugörðum á landi hefur minnkað, og sækja þeir nú frekar út á sjóinn. 

Því veldur verri reynsla af vindorkugörðunum  uppi á landi, svo sem vegna fugladráps, hávaða og sjónmengunar. 

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra upplýsti í dag að skoðaður væri sá möguleiki að hafa risa vindorkugarð eða garða úti á hafi hér við land, til dæmis við suðausturland. 

Hin allt að 200 metra háu möstur myndu að vísu keppa um athygli og útsýni við einstæða jöklasýn á þessum slóðum inn til landsins, en slíkir smámunir nunu varla vefjast fyrir mönnum þar frekar en fyrirhugaðir vindorkugarðar við Búðardal, á Laxárdalsheiði og við Garpsdal í Dalasýslu.  

Vindorkan er greinilega á leiðinni ef marka má það, að meðal kaupenda jarðanna undir þær vestra eru jafnvel ráðherrar, fyrrverandi og núverandi. 


mbl.is Metnaðarfullar hugmyndir um vindorkugarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orðið "túristagos" var fyrst notað 1970 og hefur dugað vel.

Snemmsumars 1970 hófst gos í svonefndum Skjólkvíum utan í Heklu, sem þótti koma mjög óvænt, því að Hekla átti sér langa sögu um stórgos, sem komu á allt að aldar fresti, en 1970 voru aðeins 27 ár liðin frá síðasta Heklugosi, sem var stórgos af gömlu gerðinni. 

Öskufall í upphafi gossins barst til norðvesturs yfir Þjórsárdal, en olli einna mestum búsifjum fjær, norður í Húnavanssýslu, þar sem eitrað loft frá Heklu olli veikindum í kvikfénaði. 

En að flestu öðru leyti voru áhrif gossins 1970 að mestu leyti jákvæð, einkum fyrir ferðaþjónustuna. 

Í umræðum um gosið var farið að nota orðið "túristagos" um það fyrirbæri, að þarna var afar aðgengilegt gos með möguleika fyrir venjulega bíla til ferðalaga að gosstöðvunum. 

Uppgangur í ferðaþjónustunni ásamt fleiri atriðum urðu til góðra áhrifa á þjóðarhag um sinn. 

Síðan 1970 hafa komið gos sem kalla má túristagos, og gosin í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum, sem ollu miklu tjóni af mörgu tagi, bæði hér á landi og um allan heim, urðu hreinlega til þess að nafn Íslands varð alþekkt um allan heim og skópu fordæmalaust góðæri hér á landi fyrir sagkir margfaldrar ferðaþjónustu fram að covid. 

Eldgosið í Geldingadölum hefur komið eins og hvalreki sem túristagos en þakka má fyrir, enn  sem komið er, að aukin eldvirkni og hugsanlega eldvirknisaldir á Reykjanesskaga hafa enn ekki valdið þeim miklu búsifjum, sem slíkt gæti valdið, ef það gerðist á óhagstæðari stað. 


mbl.is Eldgosið naut gríðarlegrar athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Danir ræða um sex til sjöfalda slysatíðni á skútum miðað við reiðhjól.

Í Danmörku hefur í meira en öld ríkt mikil og góð umferðarmenning varðandi notkun reiðhjóla.rafskútur í Ósló 

Með tilkomu rafknúinna reiðhjóla hefur þessum fararskjótum fjölgað mikið þar í landi. 

Rafskúturnar eru hrein viðbót við þennan rafknúna flota samgöngutækja, en ef marka má umræður sem Birgir Þór Bragason hefur greint frá á facebook, er slysatíðni á skútunum mun meiri en á reiðhjólunum, þetta sex til sjö sinnum hærri. DSC09772 

Birgir Þór telur að taka þurfi upp stóraukið eftirlit með skútunum og er á sama máli og síðuhafi, að fólk sem notar vélknuin hjól, eigi að búa sig jafnvel á öllum stærðum þeirra, allt frá rafskútum upp í léttbifhjól, svo sem með notkun hlífðarhjálma og hlífa fyrir fætur og handleggi. 

Hinn mikli munur á slysatíðni í Danmörku kann að stafa af þróaðri umferðarmenningu á reiðhjólum annars vegar og nýbreytninni, sem felst í notkun á rafskútunum. 

Einnig eru hjólin svo lítil á flestum rafskútunum, að það býður upp á viðbótar hættu á ósléttum og grófum akstursleiðum þeirra.DSC09763

Þær liggja víða um aðrar slóðir en farnar eru á stærri hjólum. 

Á stórum svæðum í borginni skortir á að hægt sé að aka þeim upp á gangstéttir og annars staðar lenda þær inni í hraðri bílaumferð eða á of grófum gangstéttum eða hjólastígum. 

Síðan er að fjólga eins konar millistigshjólum, sem hafa aðeins 25 km/klst hámarkshraða, en eru þyngri, kraftmeiri og með stærri rafhlöðu rafreiðhjólinn og minni hjól en vespuhjól. DSC09810


mbl.is Þrátt fyrir allt ekki há slysatíðni vegna rafskúta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Þröngt á þingi."

Tveir flokkanna, sem buðu fram við síðustu kosningar, juku fylgi sitt að marki, Framsóknarflokkurinn og Flokkur fólksins. 

Svo einkennilega sem það hljómar, græddi Framsókn á fyrirbæri, sem flokkar eins og Miðflokkurinn eiga erfitt að fást við, það er, að framboðin til þings eru svo mörg, að erfitt er fyrir þau að finna pláss í málefnaflórunni, eins konar markhóp, til að sækja fylgi í. 

Einnig erfitt að ná athygli vegna offramboðs á áróðri og auglýsingum að ekki sé nú talað um langorðar og flóknar kosningastefnuskrár. 

Þegar áreitið á lokasprettinum var hvað mest, varð til óvenjulegur markhópur, fólk, sem varð ringlað við að finna grundvöll fyrir því hvar krossinn yrði settur. 

Auglýsing Framsóknar kom á hárréttum tíma og svínvirkaði, af því að hún snerist bara um eitt atriði, sem nógu margir kjósendur áttu sameiginlegt og auðvelt var að muna; "Ætli það sé ekki bara best að kjósa Framsókn." Óvenjulegt og einfalt. 

Miðflokkurinn setti fram tíu kosningaloforð á sama tíma og Framsókn nefndi bara eitt atriði. 

Ef fram færi skoðanakönnun um það, hvaða loforð fólk myndi, yrði sennilega fátt um svör. 

Sum loforðin voru þannig að í heildina gafst ekki tími til að rökstyðja þau öll.

Listi smáflokka á fullveldistímanum, sem hélst ekki á fylgi sínu, er langur. Dæmi: 

Frjálslyndi flokkurinn eldri, Bændaflokkurinn, Lýðveldisflokkurinn, Þjóðvarnarflokkurinn, Samtök frjálslyndra og vinstri manna, Bandalag jafnaðarmanna, Borgaraflokkurinn, Þjóðvaki, Frjálslyndi flokkurinn yngri, Íslandshreyfingin, Besti flokkurinn..."

Framboðafjöldinn nær sífellt hææri hæðum og þar með myndast vaxand þröng á þingi í bókstaflegri merkingu. 

Meira en tíu flokkar hafa sprottið upp í fullveldissögunni sem ekki auðnaðist að halda velli til lengdar. 

Það blæs ekki vel fyrir Miðflokknum í landi, þar sem atkvæðaþröskuldurinn er sá hæsti í Evrópu fyrir tilverknað fjórflokksins, sem tók sig saman um það vafasama ákvæði.  


mbl.is Baldur genginn úr Miðflokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mikill heiður fyrir örþjóð í mannhafi jarðar.

Íslendingar eru 25 þúsund sinnum færri en jarðarbúar allir og samsvara hlutfallslega 20 manna byggðarlagi á Íslandi í samanburði við stærð þjóðarinnar allrar. 

Á sínum tíma var Kári Stefánsson settur á alþjóðlegan lista yfir 100 áhrifamestu læknavísindamenn heims og nú er Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla og prófessor í rafmagns-og tölvverkfræði á lista yfir áhrifamestu vísindamenn heims. 

Það er ekki sjálfgefið fyrir örþjóð í mannhafi jarðar að eiga slíka afreksmenn.  


mbl.is Jón Atli í hópi áhrifamestu vísindamanna heims
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband