Færsluflokkur: Bloggar
24.10.2023 | 22:25
Þarf akstursgjöld sem miðast við breyttan bílaflota.
Tilkoma rafbíla breytir óhjákvæmilega samsetningu og notkun bílaflotans. Þetta mun kalla á breytingar, sem mun krefjast breytinga á rekstursumhverfi þeirra.
Þær breytingar verða að byggjast á sanngirnissjónarmunum, til dæmis varðandi það losna við óréttlátar ívilnanir á borð við þær sem hafa ríkt fyrstu rafbílaárin.
Í Noregi héldu menn fyrst að rafbílar yrðu að jafnaði bíll númer tvð hjá fjðlskyldunum, en raunin varð þveröfug.
Opna þarf á þann möguleika að minni og umhverfisvænni verði bílar númer eitt, en hins vegar verði bíll númer 2 stærri bíll sem borgaði í samræmi við ekna kílómetra.
![]() |
Rafbílaeigendur ekki greitt fyrir notkun á vegakerfinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.10.2023 | 21:21
Kaflaskilin 1965.
Nafn Páls Samúelsonar, eins af frumherjunum í íslenskri bílasðgu, verður órjúfanlega tengt þeim kaflaskilum, sem urðu í henni 1965.
Fram að því ári hafði skattlagning jeppabíla verið notuð hressilega til þess að stýra innflutningi þeirra og var það gert á þann hátt, að gríðarleg niðurfelling á innflutningsgjðldum var sett fyrir jeppa, sem voru með styttra hjólhaf en 2,40 m.
Þar með sluppu Rússajepparnir við gjöldin auk Willys og Landrover, allir vélarvana með fjögurra strokka vélar, en jeppar sem voru aðeins lengri og upplagðir fyrir íslenskar aðstæðu á borð við International Scout, voru skallagðir út af markaðnum.
1965 gerðist hins vegar tvennt óvænt, sem gerbreytti landslaginu. Fyrsti sex strokka jeppinn, Toyota Landcruiser, birtist á markaðnum, og stóðst kröfuna um nógu stutt hjólhaf.
Síðuhafi ætlaði fyrst að kaupa þann japanska, en aðeins nokkrum vikum síðar kom Ford Bronco fram á sjónarsviðið, var með netta sex strokka vél, mjúka gormafjöðrun að framan og var þar að auki réttu megin við hjólhafsmörkin, 2,33 m.
Afleiðingin varð fyrirbæri, sem var kallað Bronkó-æðið, og þar með höfðu tveir sex strokka jeppar valdið kaflaskilum í íslenskri bílasögu.
Átta strokka Bronco af árgerð 1973, var einhver ljúfasti bíll, sem síðuhafi hefur átt.
Á árunum 1992 til 2004, tók Toyota Hilux við því hlutverki.
En enda þótt Bronkóinn setti strik í bili í fyrir gengi japanskra jeppa, skall önnur og varanlegri bylgja á, japanska bylgjan á, og átti meira en hálfrar aldar yfirburðastöðu framundan.
Toyota varð þar í fararbroddi í dæmalausri velgengni þar sem Páll Samúelsson lék stórt hlutverk.
![]() |
Andlát: Páll Samúelsson fv. forstjóri Toyota |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 24.10.2023 kl. 21:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.10.2023 | 23:44
Hrikalegar yfirlýsingar magna hættuna á grimmdarlegasta stríði vorra tíma.
Yfirlýsingarnar sem stríðsaðilar fyrir botni Miðjarðarhafs láta nú dynja á heimsbyggðinni, ganga svo langt, að þrátt fyrir að ýmislegt hafi verið sagt og gert á þeim 75 árum, sem liðið hefur í Pælestínu í stríðsástandi í raun, virðist hjóm eitt í samanburði við hinar hroðalegu hótanir og ofstopa, sem nú ræður ríkjum.
Andstæðingar Ísraelsríkis hafa löngum talað opinskátt um það takmark sitt að eyða Ísraelsríki en á móti lýsir Benjamín Netanjahu því yfir að Hamasliðar séu þvílíkar skepnur og villidýr, að þeim beri að útrýma miskunnarlaust. Svona orðbragð hefur ekki heyrst síðan Hitler notaði orðið rottur um Gyðinga í svipuðu samhengi við ætlun hans að útrýma meira en tíu milljón Gyðingum.
Nýjustu leiðbeiningar Hamasliða um hroðalega meðferð á fðngum sínum minna á svipaðar leiðbeiningar til þýskra hermanna í Rússlandi varðandi það, að vegna þess að Sovétríkin væru ekki aðilar að Genfarsáttmálanum, hefðu þýskir hermenn fullan rétt á að skjóta fólk að vild.
Og hótanir Netanjahus um stríð af alveg nýrri og áður óþekktri umfangi og grimmd eru skelfilegar.
![]() |
Ísrael færir sprengjuárásir upp á næsta stig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.10.2023 | 23:26
Lítið dæmi:Tveir saman hjálmlausir á rafhlaupahjóli í 25 m/sek sviptivindum?
í fyrradag hjá gatnamótum Borgartúns og Kringlumýrarbrautar: Samkvæmt upplýsingum á vedur.is eru vindhviðurnar allt að 25m / sek í gulri viðvðrun á austurenda Borgartúns koma vindhviðurnar svo snðggt og ófyrirsjáanlega að það er varla stætt þegar svikalogn eða hringiður breytast í stormhviðu, heldur verður að bjarga sér með hðndunum þegar þær ríða yfir þar sem staðið er við hringtorgið.
Hinum megin við gðtuna kemur par eftir gangstéttinni úr vestri, standandi saman hjálmlaus á rafhlaupahjóli, og ekur því áfram við þessar lífshættulegu aðstæður, því að á gangbrautinni yfir Kringlumýrarbrautina þar ekki mikið til að feykja þeim fyrir bílana, sem þar standa í biðröðum.
Hlaupahjólsfólkið er er að vísu stálheppið, en samt er tekin fáránleg áhætta með svona háttalagi, sem blasir við um víðan vðll við hinar ótrúlegustu aðstæður alla leiðina héðan austur í Grafarvogshverfi.
![]() |
Ríkið bendir á sveitarfélög vegna rafhlaupahjóla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.10.2023 | 21:39
Tíu ára saga í dag, en sú saga er framhald af aldar langri alþjóðlegri sögu.
Fyrir réttu ári, að morgni mánudagsins 21. október 2013, hóf lðgregla, sem samanstóð til helminga af víkingasveit, vopnaðri kylfum, og auk þess venjulegum lðgreglumönnum, alls um sextíu manna sveit, að skipa útivistarfólki, sem sat á víðavangi í Gálgahrauni, að fara brott af staðnum, þar sem komin var stærsta jarðýta landsins til að ryðja rúmlega kílómeters langt vegstæði fyrir nýjan Álftanesveg.
Fólkið hafði verið þarna daglega síðan á Degi íslenskrar náttúru 16. september til að mótmæla gerð nýs vegar, sem væri án gilds framkvæmdaleyfis eða mats á umhverfisáhrifum, auk þess sem ranglega væri haldið fram að vegurinn, sem nýi vegurinn átti að leysa af hólmi, væri einn hættulegasti vegurinn á hðfuðborgarsvæðinu.
Hið rétta væri að hann væri ekki meðal tuttugu hættulegustu vegstæðanna.
"Takiö hann" kallaði einn lögregluþjónninn og benti á fyrrverandi umhverfisráðherra sem stóð utarlega í hópi mótmælenda.
"Fyrir hvað?" spurði ráðherrann fyrrverandi.
"Fyrir að vera inni á merktu vinnusvæði" var svarað.
"Ég sé engar merkingar", svaraði mótmælandinn.
Við þetta kom fát á lögreglumennina, sem komu skðmmu síðar með borða sem þeir ætluðu fyrst að leggja þannig mótmælandinn lenti innan við línuna.
En hann færði sig jafnharðan rólega svo að eina ráðið sem lögreglumennirnir sáu, var að reyna að hrinda honum inn fyrir línuna!
Fyndin uppákoma á borð við gamla brandarann af því að lðgreglumaður fann lík í Fishersundi, en dró það fyrst upp í Garðastræti, af því að hann vissi ekki hvernig ætti að stafa orðið Fishersund.
Í andófi Hraunavina var vonast til að Árósasamningurinn svonefndi yrði lðgtekinn um þessar mundir en hann er löngu lðgtekinn í öllum nágrannalöndum okkar. Samningurinn gefur almennum félögum og samtðkum lögvarinn rétt til að öölast lögaðild að framkvæmdum.
Því miður tókst lagatæknum þeirra, sem hafa barist á móti slíkum réttarbótum að seinka svo mjög og útvatna samninginn, að hann kom of seint.
Aöferðin, sem Gandhi útfærði á ferli sínum í það að vera lagalega viðurkennt sem "borgaraleg óhlýðni" og var nefnt af einum dómaranum í Gálgahraunsmálinu, átti 100 ára afmæli 2013, og felst í því að andófsmaðurinn staðsetur sig á svæði, sem hefur af yfirvöldum verið skilgreint sem bannsvæði.
Þegar beita á lðgregluvaldi til að fjarlægja mótmælandann, veitir hann enga mótspyrnu, og fjarlægir lðgregla hann þá með valdi og fangelsar oftast um lengri eða skemmri tíma.
Nokkur dæmi úr sðgunni.
Gandhi fór inn á bannsvæði 1913 og var fjarlægður með valdi.
Blökkukonan Rósa Parks settist í laust sæti í strætisvagni, þar sem aðeins hvítir menn máttu sitja í sætum, og var hún handektin og fangelsuð.
Muhammad Ali neitaði að láta færa sig úr valdi fram Bandaríkjunum til herþjónustu í Víetnam.
Margt fleira væri hægt að skrifa niður um á degi tíu ára afmælis Gálgahraunsmálsins, sem hollt væri að íhuga núna, þegar skefjalaus sókn í íslensk náttúruverðmæti stefna í nýjar hæðir.
Eftirminnilegt er hvernig stærsta skriðdreka landsins í formi tröllaukinnar jarðýtu var stefnt að mótmælendum og síðan brunað áfram og hraunið mulið mélinu smærra.
á þeim tíu árum, sem liðin eru síðan hervirkin voru unnin í Gálgahrauni stóð félagið af sér kostnaðarsöm málaferli, og þegar ætlun yfirvalda í Garðabæ var að fá laumulega í gegn gerð göngustígs frá Sjálandshverfinu svipaða leið og hætt var við sem akbraut, tókst að afstýra þeim miklu fyrirhuguðu spjöllum, því að til þess að gera nothæfan stíg fyrir göngufólk og hjólafólk hefði þurft jarðýtur og vegagerðartæki og bíla.
Tilvist Hraunavina hefur því tryggt ósnortið svæði þarna og getur gert það áfram.
Bloggar | Breytt 21.10.2023 kl. 09:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2023 | 11:03
Ísland - Spánn 4 af 5; gríðarlegur munur á veðri.
Sex daga langri skreppiferð til Spánar á fund skyldfólks, sem hefur flust þangað búferlum, endaði með býsna algengu sýnishorni á þveim gríðalega mun, sem er á búsetuskilyrðum vegna veðurskilyrðinna einn.
Brottfarardaginn var hitinn um frostmark á Reykjanesskaganum og bílar festust í ófærð á stofnbrautum
Á sama tíma var logn og heiðríkja í Álicante og hitinn fór yfir 30 stig; að vísu hár októberhiti, en hitamismunurinn meira en 30 stig!
Það var enn logn, léttskýjað og hitinn í kringum 30 stig þegar farið var til Íslands, en heima beið okkar svo mikið hvassviðri að hliðarvindur með 22 metra vindi á sekúndu gerði það að verkum, sem og sjá má á tengdri frétt, að stefndi í að það truflaði flug tuga flugvéla gesta á Hringborð norðursins.
Þarna er á ferðinni eitt einkenni hlýnandi loftslags, þar sem óvenju miklir og snarpir straumar hljýs lofts hefur neikvæð ástand hér á norðurslóðum.
![]() |
Fraktflugvél gat ekki lent í Keflavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.10.2023 | 09:08
Annað af tveimur stærstu samanburðaratriðunum, Ísland-Spánn.
Sjá næsta pistil á undan, nr. 1 til 2.
3. Ráðstöfunartekjur lífeyrisþega gefur af sér þrefalt til fjórfalt betri kjör en heima á Fróni.
Þess vegna var upplýsandi að fara í fimm daga heimsókn til skyldmenna nálægt Alicante, en hér eru allt að fimm þúsund Íslendingar þegar best lætur.
Nánar um það þegar heim kemur á morgun, en athugasamdarrýmið fyrir neðan pistilinn er opið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
16.10.2023 | 18:15
Fimm samanburðaratriði í stuttum skreppi til Spánar.
Í stuttri ferð til að heimsækja nokkra ættingja, sem fest hafa rætur á Spáni, blasa við ýmis atriði, sem hafa orðið meðal ástæðna til búsetuskipta. Hér skulu nokkur nefnd í pistlum á síðunnni, tvð í þessum og kannski fleiri síðar.
1. Mun skýrari og gleggri merkingar á akvegum, sem stafar af því, að heima á Íslandi slíta negld vetrardekk merkingunum og hafa í för með sér aukið viðhald á þeim.
2. Óhagstætt veður er bæði til trafala og tímaþjófur. Á morgun verður hugað að heimferð til Íslands þarf sem óveðursviðvaranir vegna snarpra hauslægða bíða í hr0nnum. Eitt gleggsta dæmið um mismun á veðráttu eru sólarlandaferðir íslendinga sem koma í bylgjum þegar landinn sækist eftir betra og þægilegra veðri en er á Klakanum.
![]() |
Lægðir á leið til landsins á fullri ferð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2023 | 20:47
Einn angi af herfilegu ástandi í dýrahaldi og ofbeit í landnámi Ingólfs.
Frétt um vandræðaástand vegna sauðfjárhalds á hðfuðborgarsvæðinu er aðeins angi af því herfilega ófremdarástandi, sem ríkt hefur öldum saman á mestöllum Reykjanesskaganum.
Skaginn er eitthvert verst útleikna svæðið af völdum ofbeitar á öllu landinu, og hugarfarið að baki því skín vel í því þegar landeigendur á umbrotasvæðinu í fyrsta gosinu við Fagradalsfjall viðruðu hugmyndir um að fá greiddar skaðabætur fyrir gróðurskemmdir á hraunstraumssvæðinu, sem fyrir gosið var svo illa leikið af völdum ofbeitar af völdum sauðfjár þessara sðmu landeigenda, að leitun var að öðru eins á landinu.
![]() |
Kindur til vandræða á höfuðborgarsvæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.10.2023 | 09:35
Útkoman er meira virði en orðin.
"Stétt með stétt" og "gjðr rétt, þol ei órétt" voru eitt sinn einkunnarorð Sjálfstæðisflokksins.
Síðan fölnuðu þau og hurfu, því að efndirnar skiptu meira máli en orðin.
Svo einfalt getur það verið.
![]() |
Vill gera einkunnarorð Sjálfstæðisflokks að sínum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)