Færsluflokkur: Bloggar

Verðbólgan vanmetin allt frá árinu 1942.

1942 gerðist það,  að vegna dæmalausrar þenslu í efnahagsmálum af völdum gríðarlegs stríðsgróða rauk verðbólgan í fyrsta sinn á fullveldistímanum upp í marga tugi prósenta. 

Ólafur var forseætisráðherra skammlífrar minnihlutastjórnar og formaður flokks með um 40 prósent atkvæða þetta ár, og sagði digurbarakalega, að engin ástæða væri að hafa áhyggjur af þessu; hægt væri að stöðva verðbólguna með einu pennastriki.  

Þetta reundust hláleg áhrinsorð, þvi að allt fram til þjóðarsáttar 1990 eða í tæpa hálfa öld, réðist ekkert við verðbólguna þrátt fyrir endalausar gengisfellingar og "kapphlaup verðlags og kaupgjalds."

Var Ólafi ítrekað strítt á ummælunum um "pennastrkið."

Á því herrans ári 2022 virðast menn ekkert hafa lært af þessu. 


mbl.is Verðbólgan hafi verið vanmetin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"...Vítt um geim, um lífsins lendur, / lofuð séu´hans verk..."

Einar Benediktsson fór oft vítt um völl og næsta djúpt í ljóðagerð sinni og talaði meðal annars um "eina alveldisálm /  um anda, sem gerir steina að brauði." 

Hann var um margt langt á undan samtíð sinni og myndi áreiðanlega taka fagnandi viðtengdri frétt á mbl.is um lífvænlega plánetu 120 ljósár frá jörðu.   

Í nýjum sálmi með heitinu "Sorg og líkn" segir um meistara sköpunarverksins: 

"Og ég veit að orðstír lifir,

ást og kæerleiksþel.

Sá, sem vakir öllu yfir

æ mun stjórna vel. 

Vítt um geim um lífsins lendur

lofuð séu´hans verk. 

Felum okkur í hans hendur, 

æðrulaus og sterk."


mbl.is Fundu lífvænlega plánetu í ljónsmerkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Græðgin frá 2018 komin aftur.

Á yfirborðinu flýtur margt í ferðaþjónutunni þessa síðsumarmánuði, sem virðist girnilegt, metfjöldi ferðamanna og fádæma mannekla við að manna þá innviði sem anna afleiðingum þeirra græðgi, sem nú skapar verðbólgu í gamalkunnu hlutverki.  

En ókostir þessa æðibunugangs eru fleiri, offjölgun á ferðamannastöðum og troðningur, aðsókn flóttamanna, slæmt orðspor og uppblásnar framkvæmdir á viðkvæmum stöðum sem eru ógn við ðræfakyrrðina og ósnortin víðernin, sem eru ómissandi undirstaða undir farsælli lausn þeirra vandamála, sem græðgðin og æðibunugangurinn valda ´varðandi varðveislu mestu verðmæta landsins okkar góða. 


mbl.is Horfur á 2,2 milljónum ferðamanna á árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar Kjarval var talinn klikkaður fyrir 75 árum vegna hugmynda um hvalaskoðun.

Í ár eru liðin 75 ár síðan Jóhannes Kjarval listmálari fékk orð í eyra og það var talið merki um það hve klikkaður hann væri að minnast á þá fjarstæðu að taka upp hvalaskoðunarferðir hér á landi.  

Áratugirnir liðu og upp úr 1990 fengu þeir örfáu, sem reyndu fyrir sér þá að heyra háð og spott. 

Á annarri bloggsíðu í dag er rifjað upp að eftir jafna fjölgun hvalaskoðunarfólks fari 60 þúsund manns í slíkar ferðir frá höfnum Íslands. 

Já, sá hlær best sem síðast hlær, segir máltækið. 


Það besta í matargerð getur oft verið ódýrt og einfalt.

Á ferðalögum erlendis blasir oft við hvað einfaldir matarréttir geta oft verið bæði ljúffengir og saðsamir og að hvert land eða hérað lumar oft á óvæntum tilbrigðum í því efni. 

Á ferð um Normandí í Frakklandi undanfarna daga hefur sérstök gerð af grjótnagraut glatt bragðlaukana á hverjum degi, og byggist gerð þessa matar mjög á þeirri aðferð sem notuð er við  að sjóða hann.  

Sðmuleiðis hefur oft komið í ljós, að eins einfaldur fiskréttur og þorskur er, býður upp mikla sundurgerð í útfærslum á matardiskinum.   


mbl.is Hafragrautur sem bragðast eins og kaffikaka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áhættuspil með gullegg.

Villtur Íslandslax er eitt þeirra gulleggja, sem nú er verið að setja í kaldrifjað áhættuspil. 

Ótal váboðar og teikn eru á lofti, en menn virðast harðir í því að gefa skít í landeldi og stefna í hættuspil af áður óþekktri stærð. 


mbl.is Telur strokulaxa í Ísafjarðará ógna uppbyggingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnvægisleysi sem of mikil uppsveifla skapar.

Stanslaus krafa nútíma hagstjórnar um takmarkalausan og stanslausan hagvöxt getur tekið á sig sérkennilegar myndir eins og atvikið í Zurich sýnir glögglega. 

Vandamálið hríslast niður eftir launastiganum og samsetningu þjóðfélagsins, því að ævinlega eru það láglaunastéttir og innflytjendur, sem á endanum þurfa að koma til skjalanna til að leysa grunnvandann, sem er skortur á nauðsynlegri gerð vinnuafls. 

Inn í þá keðju vandans sogast eftirsókn flóttafólks og útlendinga eftir störfum, sem mjög tíðkast að bolva án þess að huga nægilega að því, hver grunnorsökin er. 


mbl.is Farþegavél flogið án farangurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eitthvert frægasta markaðstorg heims.

1974 voru einu kynni Síðuhafa af Arabalöndunum í Afríku fram að því frá sjóferð með viðkomu í Tanger í Marokkó haustið 1967.   

Það var auðvitað eftirminnileg ferð en menn með þekkingu á Arabaheiminum fullyrtu, að þessi staður í norðvesturhorni Áfríku gæfi ekki nema lítla nasasjón af þessum heimshluta í samanburði við borgina Marrakesh, sem langt inni í landi. 

Með þessi ummæli í huga var því notað tækifærið í janúar 1975 og farið flugleiðis frá Kanaríeyjum í dagsferð til Marrakesh. 

Markaðstorgið í borginni og næstu götur við það reyndust ólýsanlegt ævintýri og vðrpuðu ljósi á átæðu þess að Alfreð Hitchcock valdið sem vettvang fyrir eitt af frægasta kvikmyndaatriði sínu. 

Margt af því sem sjá mátti og upplifa í hliðargötunum tók öllu fram, eins og til dæmis það að sjá viðskipti með lifandi hænsn, sem tekin voru hálstaki og höfuðið hoggið af við afhendingu eins og ekkert væri sjálfsagðara! 

Þetta rifjast upp þegar fréttir berast af ógnarlegum jaröskjálfta þarna, sem sennilega hefur verið enn ólýsanlegri en dvölin þar um árið.   


mbl.is „Það greip um sig mikil örvænting og hræðsla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæg, en ískyggileg stigmögnun Úkraínustríðsins.

Langflestar fréttir af vopnavæðingunni í Úkraínustríðinu snúast um öflugri og afkastameiri þungavopn. 

þegar það er, ásamt mannaskiptum, dregið ssaman ´eitt verður útkoman oftast hin sama á heildinga litið; stigmögnun stríðsins. 

Bakhjarlar staðgengilsstríðsins Úkranínumegin ráða yfir kjarnavopnum, og það gerir Rússlandsher líka sín megin.  

Hervæðingarfréttirnar eru því í raun vondar fréttir, fréttir af stigmögnun, sem snúa flestar í eina átt, að auka stríðið og draga það á langinn.  Slíkar fréttir geta seint talist góðar eða jákvæðar fréttir, því miður. 

Á bakvið liggur hótunin í samræmi við svonefnda MAD-kenningu, Mutual Assured Destruction; á íslensku GAGA, Gagnkvæm altæk gereyðing allra. 


mbl.is „Við þurfum fleiri þungavopn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

M.R. ekki enn búinn að bíta úr nálinni með refsingu fyrir ráðdeild.

Það er alkunnugt fyrirbæri að þegar forráðamenn ríkisrekinna stofnana vilja sýna ráðdeild og aðhald í rekstri verði niðurstaðan öfug miðað við þessa viðleitni. 

Í stað þess að umbuna viðkomandi stofnun fyrir framtakið, er henni refsað á þann hátt að úthluta henni minni upphæð en ella, en leyfa hins vegar öðrum ríkisstofnunum að komast upp með að fara fram úr fjárlagaheimildum og knýja síðan fram aukin framlög.  

Nú er svo að sjá að enn einu sinni eigi að hætta við endurbætur á húsnæði og aðstæðum skólans og núa salti í gömul sár. 

Á þessi aldna og gamalgróna stofnun betra skilið. 


mbl.is Endurbætur á MR komnar í uppnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband