Færsluflokkur: Bloggar
8.9.2023 | 21:16
Stórbrotnar spár um gervigreindina sýna víðfeðmi málsins og gildi.
Greinilegt er að innrás gervigreindar á öll svið mannlífs og þjóðlífs er að bresta á, og möguleikarnir á áhrfum hennar eru að mati þeirra, sem gerst hafa kannað þessa byltingu, eru stórbrotnir.
Menn deila aðallega um hve miklir þeir verða og á hve margvíslegan hátt þeir geti orðið að verulega vandasömu viðfangsefni, sem hún mun raska hressilega.
Þessi álitaefni ættu hins vegar varla að geta orðið svo ofsafengin að allt fari úr böndum.
Stærsta áskorunin er að halda henni frá því að komast inn á hættulegasta svið númans sem er hina hrikalegu uppsöfnun kjarnorkuvopna þjóða heims, MAD, Mutual Assured Destruction, þar sem ógnarjafnvægið á þessu sviði býður upp á virkni Murphys lögmálsins þar sem treyst er á að allir aðilar séu tilbúnir með að framkvæma þann möguleika að gereyða öllu mannkyni, og það meira að segja margsinnis í leiðinni. GAGA, Gagnkvæm altæk gereyðing allra!
![]() |
Gervigreind geti ekki leitað að haglabyssu í skáp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á almennum fundi um flugvallamál og sjúkraflug fyrir nokkrum árum varpaði ráðamaður fram þeirri skoðun, að leggja ætti Reykjavíkurflugvöll niður og miða allt sjúkraflug við það að miðja þess yrði á Keflavíkurflugvelli.
Þetta er arfa slæm sýn, því að ferð sjúklinga nær upphafsstað þar sem hún hefst, sem er mun nær Akureyri. Og þar er athugandi að hafa eina af þyrlunum að minnsta kosti.
Á sama fundi var því varpað fram að allt sjúkraflug ætti að vera framkvæmmt með þyrlum, sem einnig lýsir mikilli vanþekkingu á muninum á þyrlum og flugvélum með föstum vængjum.
Þyrlur eru að sönnu ómissaandi sem hluti sjúkraflugs, en rekstrarkostnaður þyrlu er að jafnaði fjórum til fimm sinnum meiri en jafnstórrar flugvélar, og þar að auki ráða tæknileg grundvallaratriði flugs því, að flugvélin flýgur bæði tvöfalt hraðar og hærra.
Í umræðunni í dag er enn verið að sífra um að nýjar gerðir á borð við Osprey ("tilt-rotor") séu að koma til skjalanna, atriði sem líka var talað um fyrir 30 árum og hefur ekki gerst enn, vegna einfaldra flugtæknilegra annmarka.
P.S. Í athugasemd er fullyrt að í bloggpistlinum krefjist 50 hobbýflugmenn sjúkraflugvélar fyrir sína sérhagsmuni og Akureyringa eina og Þessi ummæli dæma sig sjálf.
![]() |
Vill fá eina þyrlu LHG til Akureyrar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.9.2023 | 15:36
Orðið maður gengur sem rauður þráður i gegnum menntun og menningu.
Það er óhætt að taka undir orð Óla Björns Kárasonar um þær fyrirætlanir að sameina tvo framhaldsskóla á Akureyri, sem eiga sér ólíkan bakgrunni, tilgang og þátt í menntasögu þjóðarinnar.
Sameiningin ber með sér keim þess hugsunarháttar, að þessar stofnanir séu eins konar verksmiðjur, sem framleiða eigi staðlaða afurð af færibandi.
Orðin mennt og menning eru dregin af orðinu maður, og menntastofnunum er ætlað að taka þátt í því breiða uppeldishlutverki að að "koma fólki til manns" í sem fjölbreyttastri merkingu þess orðs.
Þegar vel tekst til með félagslíf og sköpun lista og afraksturs víðfeðmrar þekkinga verður til afar gefandi og nytsamlegt samfélag, sem byggist á verðmætri hefð og sögu þar sem maður er manns gaman.
![]() |
Byggist á misskilningi á eðli menntunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.9.2023 | 12:23
Efni í túristagos allra tíma?
Ljóðið Fjallið Skjaldbreiður hefur öðru fremuur haldið uppi nafni þessarar einnar af þremur stærstu dyngjum Íslands og auk þess átt stóran hlut í þeirri frægð, sem Þingvallaþjóðgarður nýtur.
Margt magnað má þar minnast á, en það hlýtur að vera vægast sagt stórbrotin tilhugsun að möguleiki kunni að vera fyrir hendi hvenær, sem er, að þar verði á ný allt að aldar langt dyngjugos kunni verða að verða stærra atriði í gildi svæðisins en nokkuð annað.
![]() |
Fjöldi skjálfta nálgast átta hundruð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2023 | 23:37
Alhliða innviðasókn mikilvæg í hraðhleðslumálum.
Vaxandi sala á rafbílum má að stóru hluta kenna því, að um næstu áramót á að hækka söluverð þeirra. En jafnvel þótt það dragi eitthvað úr söluhraðanum, er afar mikilvægt að slaka ekkert á endurbótum á margvíslegum atriðum, sem standa þurfi að á hinum ýmsu sviðum rafbílavæðingarinnar.
Þar má nefna afkastameiri hraðhleðslustöðvar og stærri og betri rafhlöður. Í vikunni gerði einn rafbílseigandi nokkuð drjúga tilraun til að prófa kerfið, og kom í ljós að framfarirnar, sem nefndar eru hér, tryggðu svo góða útkomu, að hvergi hljóp snurða á þráðinn.
Þar sem sumartíminn er aðal ferðatíminn skilar það einnig betri útkomu þegar lofthitinn er vikum saman yfir tíu gráðum.
Í vetur verður hitinn hins vegar í kringum frostmark og þá má búast við 10 til 20 ptósent lakari drægni, eða jafnvel enn meira ef það þarf að halda við innihita í bílnum.
![]() |
Orkan fjölgar hraðhleðslustöðvum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.9.2023 | 22:54
Er þetta Reykjavík og Keflavík 2023 eða BNA 2023 ?
Fyrir nokkru gerðist það í Reykjavík að ungur maður dökkur á hörund var ranglega handtekinn í Reykavík og það meira að segja ítrekað, tvisvar í röð, að því er virtist aðeins vegna þess að hann var dökkur á hörund.
Þessi atvik vöktu mikla athygli og þóttu ótrúleg.
En nú gerist það enn á ný að ungur maður, dökkur á hörundur, er áreittur af lögreglu í Keflavík og við það rifjast upp atvikin frá Reykjavík.
![]() |
Er þetta bara enn í gangi árið 2023? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
3.9.2023 | 00:03
Þráhyggjuandmæli gegn hlýnun loftslags.
Fróðlegt er að sjá og heyra margt það sem haldið er fram þess efnis að loftslag fari ekki hlýnandi, og eru gjarnan notuð samsæriskenningar um þau efni.
Í nýlegum pistli var því haldið fram að Sameinuðu þjóðirnar stunduðu stórfelldar á falsanir á mælingum lofthitans með því að skipta út mælum í þúsuundatali um allan heim, og að með í þessu mikla samsæri væru voldugir áróðursmenn á borð við Al Gore, sem græddu á milljarða dollara áróðursmaskiínu með lygum og fölsunum.
Um þessar mundir er rúmur áratugur síðan mætur og gegn maður tók mig afsíðis og sýndi mér "réttar" myndir frá NASA þar sem við blasti að loftslag kólnaði mjög hratt og að ísöld væri að skella á.
Aðrir ágætlega menntaðir menn héldu því blákalt fram að myndir af minnkuðum jöklum á borð við Sólheimajökul væru afrakstur stórfelldra falsana, þar sem myndum frá mismunandi tímum hefði verið víxlað og með því að raða þeim "rétt" upp sæist, að jöklarnir færu vaxandi.
Svo sannfærðir hafa þessir menn verið margir um málflutning sinn, að þeir krefjast þess að maður viðurkenni vöxt jöklanna, sem maður hefur flogið yfir allt árið um áratuga skeið og séð minnkun þeirra með eigin augum.
Eitt af þúsundum dæma, sem blasa við: Þrjá kílómetra norðan við afleggara að Brúarjökli sem liggur framhjá Sauðárflugvelli, hefur verið vegaskilti Vegagarðarinnar þar sem stendur: "Brúarjökull "8.
Sem sagt; Frá skiltinu séu 8 kílómetra að jöklinum. En með hröðu hopi er nú svo komið, að vegalengdin er líkast til 16 kílómetrar.
![]() |
Myndskeið: Hvernig blasir Ok við í dag? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
1.9.2023 | 18:53
Samanburðurinn við þorra þjóða heims stingur í augu.
Vandræðagangur er fyrsta orðið sem kemur upp í hugann þegar aðgerðir Íslendinga í hvalveiðimálum eru skoðaðar. Ef nýjasta ástandið hjá okkur er borið saman við þróunina í sambærilegum málum hjá þjóðum heims, er munurinn sláandi og varla okkur til mikils sóma.
Og óvenjulegt hlýtur að teljast að þetta mál skuli rekið áfram af einum einstaklingi og með stórfelldu tapi þar að auki.
![]() |
Ísland tekur risastórt skref aftur á bak |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
31.8.2023 | 21:43
Spennandi óvissa um ástandið framundan í hvalveiðunum.
Spurningin sem nú blasir við í hvalveiðum íslendinga hvort öll hin nýju skilyrði, sem hafa verið sett, muni verða til það mikils trafala, að það nálgist það að jafngilda jafn miklum eða meiri hömlum við veiðaranar og áður giltu og verða ígildi hvalveiðibanns.
Og síðan eru það hinir stórkostlegu fjármunir sem eru í veði varðandi samtök bandarískra stórleikara, sem sjá fyrir framan sig þá megin niðurstöðu, að veiðarnar fái að halda áfram og muni þá gera mikinn usla á hinu stóra sviði í kvikmyndaiðnaði hér á landi með tilheyrandi stórtjóni.
![]() |
Gæti verið ómögulegt að uppfylla skilyrðin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.8.2023 | 08:13
Aðferð Pútíns er einsdæmi meðal þjóðarleiðtoga.
Fróðlegir hafa verið þeir heimildarþættir og fréttaskýringar sem birst hafa um feril Vladdimir Pútíns Rússlandsforseta.
Það má til dæmis segja um upprifjun Veru Illugadóttur á RÚV þar sem síendurtekin hvörf helstu andstæðina hans voru rakin. Eitrað var fyrir fólki, það féll út af svölum og úr gluggum eða lentu í dulafullum slysum, blaðamenn skotnir eða fjarlægðir á annan hátt.
Ævinlega er aðdragandi að þessum aðförum, því að Pútín virðist vanda vel til verka.
Hann virðist takmarka fjölda látinna sem mest og þekkir áreiðanlega orð Stalíns: "Að drepa einn mann er morð, - að drepa milljón er tala."
![]() |
Pútín varð að drepa Prígósjín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)