Færsluflokkur: Bloggar

Skákskýrendur eiga oft erfitt.

Skák er form hernaðarlistar með ýmis einkenni bardagaíþrótta. 

Það var til dæmis eftirminnilegt að vera meðal áhorfenda í Laugardalshöll 1972 þegar Fisher tók allt í einu upp á því að leika leik, sem enginn í salnum kannaðist við að hefði verið leikinn í þeirri stöðu, sem þá var á skákborðinu. 

Næstu leiki klóruðu skákskýrendur í salnum sér í höfðinu og vissu ekki sitt rjúkandi ráð, og svipað virtist eiga við Spasskí. 

Þegar snilldin á bak við þennan leik Fisher birtist síðan og leikurinn var sá leikur, sem meira en nokkuð annað varð vendipunktur í einvíginu, gafst Spasskí upp og sagt er að hann hafi gert það með því að mæla hrósyrði við Fisher.  

Í bardaga Ali og Foreman 1974 dansaði Ali fram í aðra lotu, en breytti síðan um aðferð, þvert ofan í ráð Angelo Dundee, og lá að mestu í köðlunum og leyfði Foreman að berja sig, en kom síðan með snarpar og stuttar gagnsóknir sem truflu Foreman og hann fann ekki svar við. 

Í lok 8. lotu var Foreman búinn að eyða orku sinni og höggþunga og var rotaður í glæsilegri og snarpri gagnsókn Alis. 

Auðvitað er erfitt að fullyrða neitt um það hernaðartafl sem nú er teflt í Ukraínustríðinu. 

Bardagareynsla er eitt af höfuðatriðum hernaðar og íþrótta og aðilar í stríðinu hafa báðir viðað henni að sér. 

Það minnir á aðdraganda stríðsins þar sem Hitler senndi lið í undanfara Heimsstyrjaldarinnar til að taka þátt í borgarastyrjoldinni í Spáni til að öðlast reynslu og prófa skæða nýja tegund hernaðar, fyrst þar, en síðan einnig í Póllandi í september 1939.  

Með þá undirstöðu í farteskinu var búið að ydda nýja hernaðartækni, "Blitzkrieg" sem skilaði stórsigri í Niðurlöndum og Frakklandi, en nýttist ekki í orrustunni um Bretland, sem var að mestu fólgin í lofthernaði og landhernaður ekki í boði án sigurs í lofti.  


mbl.is Friðrik hvumsa yfir Prígosjín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reynslan úr sögunni: Allt getur gerst.

Sagan geymir dæmi um uppreisnir í Rússlandi sem hafa ýmist tekist eða mistekist. Rússneska byltingin byrjaði á því að keisaranum var steypt 1917, en valdhöfunum var síðan steypt af kommmúnistum, sem héldu völdunum allt til ársins 1991 þegar Sovétríkin hrundu. 

Valdaránstilraun mistókst þegar Gorbatsjof var "rænt", en Boris Jeltsín las stöðuna rétt, lét frelsa Gorbatsjof, en steig inn í valdatómið sem myndast hafði við hrun Sovétríkjanna, og tók völdin í Rússlandi. 

Pútin varð arftaki Jeltsíns og hefur verið traustur í sessi fram að þessu, en uppreisn Wagnerliða gegn honum kemur nú eftir 32 ára hlé viðburða af slíku tagi. 

Þeim, sem muna atburðina þegar Gorbatsjof var steypt, muna hve miklar líkur þóttu í fyrstu fyrir því að hún heppnaðist. 

En það fór á annan veg. Uppreisnarmenn fóru á taugum og voru illa skipulagðir og hikandi, og  Jeltsín nýtti sér það af dirfsku og hafði betur. 

Niðurstaða: Margt óvænt virðist geta gerst.  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


mbl.is Pútín: „Þetta eru landráð!“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skjóta fyrst og spyrja svo?

Tvö gagnverkandi atriði stönguðust á á funndi Flugmálafélagsins í gær. Annars vegar margítrekuð yfirlýsing flugmálaráðherra um að Reykjavíkuruflugvöllur verði áfram á sama stað í að minnsta kosti 20-25 ár,  og hins vegar ýmis framkvæmdaratriði, sem vinna öll  gegn því að halda honum nothæfum. 

Gott dæmi eru há tré í aðflugslínu austur-vesturbrautarinnar, sem jafnframt er flugtalína í austurátt, sem til stóð fyrir nokkrum árum að fella, af því að þau vaxa upp í aðflugið og flugtakslínuna og eru á leið með að skerða flugöryggi. 

Nú eru trén komin að hættumörkum, en ekkert bólar á því að framkvæma lækkun þessarar hindrunar. 

Ráðherra sagði um íbúahverfið nýja í Skerjafirði, að framkvæmdir við það "hæfust ekki strax", en í þeim orðum felst loðið orðalag, sem gæti lent málinu þannig, að framkvæmdir hæfust samt áður en fullrannsökuð athugun á áhrifum fimm hæða hárrar byggðarinnar lægi fyrir. 

Í Fluggörðum er grasrót flugsins og íslenskrar flugtækni og niðurrif þeirra vinnur sterkt gegn því að viðhalda nauðsynlegri starfsemi á vellinum. 


mbl.is Gengið á ráðherra um fyrirhugaða íbúðabyggð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smart, sem kemur óvart. Beint út í djúpu laugina.

Framleiðandi Smart bílanna tók þá ákvörðun fyrir nokkrum misserum að breyta bílum sínum í rafbíla eingöngu, og prófaði síðuhafi þann minnsta, Fourtwo, fyrir þremur árum og bar hann saman við álíka stóran rafbíl af gerðinni Tazzari Zero sem nokkrum sinnum hefur verið sagt frá hér á síðunni.  

Smart kom furðu vel út í prófuninni og er líklega eini svona litli bíllinn sem hefur fengið góðan dóm í evrópsku NCAP árekstraprófinu, en allt frá upphafi hefur Smart verið sérhannaður til að standast sömu kröfur og fullstórir bílar. 

En einn galli  er á gjöf Njarðar varðandi þennan afar skemmtilega bíl, en hann er sá, að vegna smæðar hans er rafhlaðan aðeins 17,6 kwst og fyrir 1300 kílóa bíl þýðir það, að drægnin rétt slefar yfir 100 km. 

Nýi Smart 1 er allt annarrar gerðar, á stærð við Volkswagen ID.3 rafbílinn og nýtur þess í rými. 

Þrjár útfærslur eru í boði, og tvær þeirra eru fjórhjóladrifnar. 

Segja má að Smart 1 sé hent beint út í djúpu laugina, því að hann er 2,2 tonn að þyngd og virðist við stutta viðkynningu vera samkeppnisvhæfur í verði. 


mbl.is Askja hefur sölu á smart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eftirminnilegir tímar kvikmyndamenningar á blómatíma Tónabíós.

Enn eru á lífi margir af þeirri bíókynslóð, sem tengist nafni Tónabíós, enda ríkti oft mikil stemning fyrir mörgum þeirra mynda, sem þar gerðu garðinn frægan. 

Fyrsta myndin þar, Some like it hot, gefur vísbendingu til þess andrúmslofts sem ríkti á árum Marilyn Monroe og James Dean, og ef rétt er munað, voru fyrstu myndirnar um James Bond og Bleika pardusinn tengdar þessu bíói, sem var vinsælt meðal ungu kynslóðarinnar. 

Gott ef Bítlarnir slógu ekki þar í gegn með þeim árangri að Óttar Felix Hauksson fór á allar sýningarnar á A hard days night.   

Kannski opnast nú möguleiki að búa til eins konar fortíðarfíknar bíósýningar í endurvöktu Tónabíói.  


mbl.is Bíósýningar hefjast aftur í Tónabíó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Álíka mikil breyting og var í "Leifturstríðinu" í Seinni heimsstyrjöldinni.

Í Seinni heimsstyrjöldinni innleiddu Þjóðverjar nýja tækni við samstarf í notkun hraðskreiðra og lipurra orrustu- og steypiflugvéla þar sem geta vélanna og yfirburðaþróun í samhæfingu fótgönguleiðs og skriðdrekasveita við notkun lofthersins tryggði sigur landhersins með ómetanlegri aðstoð lofthersins. 

Japanir unnu sigra sína í upphafi þeirra stríðs með orrustuvélinni Mitsubishi Zero-Sen em var miklu hraðskreiðari og liprari en úreltar vélar Bandaríkjamanna og gátu líka virkað sem sprengjuflugvélar, svo sem í árinni á Pearl Harbour. 

Þegar Bandaríkjamennn komust að því að Zero vélin byggði getu sína á því að spara brynvörn, snerist dæmið við við tilkomu véla eins og Grumman Hellcat. 

Hámarkshraði og klifurgeta urðu að keppikefli, en í drónahernaði nútímans fljúga drónarnir í raun lafhægt í samanburðinum, svona álíka og var í upphafi lofthernaðar í Fyrri heimsstyrjöldinni.  

Eitt af íslensku nýyrðunum yfir "drone" sem velt var vöngum yfir í upphafi drónastríðs var orðið "mannleysa", sem varpar ljósi á aðalkost þessara nýju loftvopna og eðli drónastríðs. 


mbl.is Dauði að ofan – drónastríðið í Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kristján Loftsson hefur lengi dregið lappirnar.

Þegar litið er til baka yfir rekstrarferil Hvals hf. er áberandi hve staður forstjórinn hefur verið í því að fara eftir þeim reglum, sem gilda um reksturinn.

Aðfinnslurnar sem birtust í falleinkunar niðurstöðu fagráðsins og rökrétt rekstrarstöðvun í framhaldinu eru engin tilviljun heldur óhjákvæmileg afleiðing af langvarandi sleifarlagi og vanrækslu í rekstrinum. 

Nauðsynlegt er fara vel ofan í saumana í þessu í stað þess að fella sleggjudóma um það, að stöðvunin hafi komið öllum gersamlega að óvörum.  


mbl.is Nauðsynlegt vegna afgerandi niðurstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Virkasta eldstöð Íslands og afar skemmtileg árleg vorferð.

Grímsvötn eru virkasta eldstöð Íslands og dró að sér athygli helstu jarðvísindamanna erlendra og innlendra, sem hér störfuðu, þegar á fjórða áratugnum. 

Þar urðu umbrot 1934 og 1937 ef rétt er munað, en það var ekki fyrr en árið 1938, sem fyrir hendi var flugvél til að skoða þau, tveggja manna opin eins hreyfils Junkers vél, sem Agnar Koefoed-Hansen notaði til að fljúga með vísindamenn.  

Á hverju vori er farin árleg vísindaferð Jöklarannsóknarfélags Íslands á jökulinn og gist í skála á Grímsfjalli.  

Þaðan hafa verið farnar dagsferðir allt norður á Bárðarbungu og í Kverkjöll, en einnig suður á Þórðarhyrnu. 

Síðuhafi hefur farið á eigin bíl til kvikmyndagerðar í nokkur skipti og hafa verkefnin verið mjög fjölbreytt, enda gosið 1998, 2004 og 2011 í Grímsvötnum, en þar að auki 1996 í Gjálp, sem liggur á milli Grímsvatna og Bárðarbungu. 

Nú er "meðganga" Grímsvatna orðin átta ár frá síðasta gosi, spennan vex, og má búast við hverju, sem er þótt engar sýnilegar breytingar sé að sjá.. 


mbl.is Engar sýnilegar breytingar á virkni í Grímsvötnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vanrækt og afskekkt landshorn að mörgu leyti.

Ekki þarf annað en að líta á vegalengdir á Íslandskorti til að sjá hve Suðausturland er að mörgu leyti afskekkt, eins illa fjarlægt þungamiðjunum Reykjavík og Akureyri og hugsast getur. 

Þessu kynnast starfsmenn RÚV til dæmis vel þegar um fréttaflutning og umfjöllun er að ræða. 

320 til 340 km loftlína er frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði og 380 km til Egilsstaða. 

Vitanlega gildir þetta um aðra innviði, þjónustu og viðskipti þar sem hraðinn skiptir oft sköpum sláandi er samanburðurinn á Selfossi og Suðvesturhorni landsins við hið fjarlæga Suðausturland.   


mbl.is Ekki spurning um hvort heldur hvenær illa fer
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of hægfara bílar valda oft slysahættu.

Á þjóðvegum landsins veldur það oft vandræðum og jafnvel slysahættu hve margir ökumenn ýmist aka langt neðan við leyfðan hraða eða aka rykjótt hvað hraðann snertir. 

Bíll á 50 km hraða í göngum, sem er með eina akrein í hvora átt, getur valdið því að bilið á milli hans og næsta bíls á eftir getur minnkað snarlega niður fyrir 50 metrana, sem krafisst er. 

Annað furðufyrirbæri er það að sjá bílstjóra hægja stórlega á sér þegar ekið er undan brekku á beinum vegi rétt eins og um stórhættulegan bratta sé að ræða.  


mbl.is Minnst 50 metrar skulu vera milli bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband