Færsluflokkur: Bloggar

Nýr og varanlegur veruleiki í heilsufarsmálum?

Eftir að covid bylgjan síðasta var hjöðnuð varð fólk svo fegið að hafa losnað úr viðjum forneskjulegs veruleika farstótta eins draugs aftan úr öldum, að talningar á covid-sjúklingum og sjúklingum með aðrar tegundir flensu urðu ekki lengur fréttnæmar, hvað þá dauðsföll af völdum slíkra pesta.  

Nú sáldrast hins vegar inn "gamaldags" fréttir af slíku, og einnig af því hve mikið ófremdarástand ríkir á heilbrigðisstofnunum vegna dæmalauss álags. 

Þótt nú sé árstími umgangspesta er þetta umhugsunarefni.  

 


mbl.is Þorrablóti bæjarins frestað vegna veirunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TF-SIFog Landhelgisgæslan eru sjálfstæðismál.

Frá árinu 1955 þegar Landhelgisgæslan fékk sína fyrstu flugvél hefur öryggis- og varnamálum Íslands verið háttað þannig að borgaraleg og hernaðarleg gæsla hafa skarast og varnarlið NATO haft hinn hernaðarlega þátt með höndum af þeirri einföldu ástæðu, að vegna smæðar íslensku þjóðrinnar verður að leita atbeina nægilega öflugs erlends herafla.  

Varnarliðið var árum saman með þyrluflugsveit á vellinum, sem notuð var við borgaralega leit og björgun eftir atvikum. 

Catalina sjóflugvél gæslunnar sá um grunneftirlit, og þegar landhelgin stækkaði var Douglas DC-4 keypt; þar á eftir Fokker F-27 Friendship skrúfuþota og 2009 loks núverandi Dash-8 skrúfuþota. 

Við brotthvarf varnarliðsins fór bandaríska þyrlusveitin og siðan hafa þyrlur Landhelgisgæslunnar annast sjúkra- og eftirlitsflug, en um rekstur þeirra og flugvélarinnar hefur það gilt, að stórvarasamt fjársvelti hefur verið í gangi. 

Um TF-SIF, þyrlurnar og varðskipin gildir, að það er einfaldlega sjálfstæðismál fyrir okkur að hafa með höndum þann hluta öryggismála okkar og ráða sjálfir yfir þeim búnaði sem til þarf. 


mbl.is Færir eftirlit, leit og björgun áratugi aftur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Langmikilvægasta orrusta Seinni heimsstyrjaldarinnar fyrir 80 árum.

 Tvær stórorrustur í lok ársins 1942 þóttu marka alger þáttaskil í Seinni heimsstyrjöldinnI. 

Annars vegar var það orrustan við EL Alamein milli Þjóðverja og Breta sem Bretar unnu með dyggri vopasendingaaðstoð Bandaríkjamanna, en hins vegar orrustan við Stalíngrad austur við Volgubakka í Rússlandi, en í dag eru rétt 80 ár síðan 6.her Von Paulusar gafst upp í rústum borgarinnar.  

Á aðra milljón manna fórust í þessum hildarleik, 6. herinn var á endanum þurrkaður út, og Von Paulus eini þýski hershöfðinginn með æðstu tign sem fram að því hafði gefist upp. 

Lengi vel eftir stríðið eimdi eftir því að leggja þessar tvær orrustur að jöfnu.

En tölurnar segja allt annað. Flestar tölur um orrusturnar tvær eru tíu sinnum stærri í Stalíngrad heldur en El Alamein og sú orrusta markaði því margfalt stærri spor í stríðsreksturinn.  

Það er því engin furða að Vladimir Pútín geri mikið úr afmælisdeginum og leggi út af tilefni hans. 

Það er að vísu langt seilst hjá honum að jafna hermönnumm Úkraínu við hermenn nasista að öllu leyti.  En auðvitað er það rétt hjá honum, að nú séu í ljósi nýjustu frétta  boðuð koma þýskra skriðdreka í austurveg eftir 80 ára hlé. 


Verður byrjað á því að selja slökkvibílana líka? Og slökkvitækin?

Það eru ömurleg rök fyrir því að selja TF-SIF að hún hafi lítið verið notuð hér heima að undanförnu. Það sýnir lítinn skilning á eðli viðbúnaðar- og öryggistækja að tímabundin hlé geti komið í notkun þeirra.  

Slys og önnur váleg fyrirbæri gerast nefnilega ekki eftir forskrift manna, heldur algerlega tilviljanabundið. 

Enn meira skilningsleysi felst í því að nota minni notkun vegna fjársveltis sem röksemd fyrir því að hætta alveg rekstrinum.  

Vísa til næsta bloggpistils á undan þessum um muninn á getu flugvéla og þyrlna. 

Þar sem setið er við að pára þennan pistil eru nokkrir metrar til stórs slökkvitækis, sem ekkert hefur verið notað frá upphafi. 

Er það nóg ástæða til þess að selja slökkvitækið?


mbl.is Viðbragðsaðilar í áfalli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kostir flugvélar umfram þyrlu eru miklir.

Enginn dregur í efa gildi góðra björgunarþyrlna fyrir Landhelgisgæsluna. En mörgum hættir til að ofmeta tala niður gildi eftirlitsflugvélar, sem lítið sem ekkert er minnst á núna, þegar á að stöðva rekstur á einu vél Landhelgisgæslunnar. 

Forstjórinn nefndi nokkur atriði í sjónvarpsviðtali í kvöld, svo sem:

Hægt að flytja fleira fólk. 

Hægt að henda út björgunarbáti. 

 

En kostr flugvélar umfram þyrlu eru miklu fleiri. 

Flugvélin flýgur miklu hraðar og hærra en þyrla upp fyrir veðrin, enda með jafnþrýstiklefa. 

Flugvélin hefur miklu meiri drægni.  

Miðað við stærð er þyrla mörgum sinnum dýrari í viðhaldi og rekstri. 

Þyrla þarfnast margfalt lengri tíma í viðhald en flugvél, þannig að óráð er að hafa færri en fimm þyrlur í þyrluflugsveit. 

En mikið vantar á að svo sé og hvað eftir annað liggur við stórslysi vegna þess hve rekstur þyrlusveitarinnar er fjársveltur. 

Á tímum stóraukinnar umferðar stórra skipa við landið, svo sem stórra skemmtiferðaskipa, er það hreint ábyrgðarleysi að líða samfelldan samdrátt árum saman við þann hluta sjálfstæðis þjóðarinnar og sjálfsbjargar sem lágmarks stærð rækjakosts Landhelgisgæslunnar er og að sá tækjakostur sé til taks í islenskri lögsögu. 

Fyrsta flugvél Landhelgisgæslunnar var FPY Catalina.  Það var langfleyg flugvél og það eru 70 ár síðan. 

Með því að leggja landhelgisflugvélina á sama tíma og landhelgin hefur margfaldast, er klukkunni snúið 70 ár afturábak í þessum efnum. 

 


mbl.is Vélin mest verið suður í höfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útsýnið í Hjalladal við Kárahnjúka var metið á 0 krónur.

Í deilunum vegna Kárahnjúkavirkjunar fóru andmælendur virkjunarinnar fram á að beitt yrði svonefndu "skilyrtu verðmætamati" contingent evaluation) við mat á umhverfisáhrifum. Því var hafnað og sagt að slíkt væri ekki hægt. 

Sú fullyrðing þáverandi valdamanna var röng, því að þróun skilyrts verðmætamats hefur verið framkvæmd víða um heim. 

Þótt farið væri til Noregs til að ræða við Staale Navrud við háskólann í Ási, einn helsta sérfræðing heims á þessu sviði og þar að auki skoðaður Sauðafjörður á suðvesturströnd Noregs sem dæmi um svæði, þar sem svona mati var beitt, var talað fyrir daufum eyrum hér á landi. 

Skilyrt verðmætamat var notað í Sauðafirði (Sauda) þegar teknar voru ákvarðanir um virkjanir þar, og meðal atriða sem skiptu máli var útsýni, sem metið var til fjár. 

En skilningsleysi íslenskra ráðamanna var algert varðandi náttúruundrin og útsýnið í Hjalladal, þar sem miðlunarlon Kárahnjúkavirkjunar átti að koma. 

Á sama tíma var hins vegar útsýnið úr háhýsunum, sem verið var að reisa við Skúlagötu, metið til allt að tuga milljóna króna í hverri íbúð fyrir sig, og samanlagt útsýni í blokkunum til milljarða króna.   

Útsýnið í Hjalladal, sem fórnað var, er gersamlega óafturkræft, þar á meðal stór hluti Kringilsárrana, sem friðun var létt af. 

Nú fyllist þessi dalur hratt upp af aurseti, sem um síðir mun gera virkjunina að mestu afllausa. 


mbl.is Keyptu þakíbúð á 416 milljónir króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erfiðasta veðurspásvæði heims fyrir veðurfræðinga?

Ár hvert erum við Íslendingar minntir harkalega á, að í janúar og febrúar er dýpsta lágþrýstisvæði jarðarinnar rétt suðvestan við Íslands að meðaltali á sama tíma og næst hæsta háþrýstisvæði heims, næst á eftir Síberíu, er yfir Grænlandi. 

Afleiðingunum er vel lýst á Hungurdiskum, bloggsíðu Trausta Jónssonar, þar sem hann lýsir "Stóra bola", kuldapollinum stóra fyrir norðvestan Ísland og þeim fjölbreytilegu og miklu sviptingum og átökum, sem framundan séu á milli krappra lægða, sem þrífist á harkalegum átökum hita og kulda á skilunum á milli hinna tveggja veðurkerfa hita og kulda sem sveiflast og breytast hratt. 

Þegar svona lægðir geysast yfir landið geta aðeins nokkur hundruð kílómetra skekkjur í því hvernig þar fara yfir gjörbreytt spám veðurfræðinga.   

"Veðurfræðingar ljúga" söng Bogomil Font hér um árið, þegar hann var að segja frá því fyrirbæri, sem kannski væri réttara og sanngjarnara að orða þannig að syngja "veðurfræðingum skjátlast."  

Segja má að þeir geti ekki komist hjá því að skjátlast þegar ef til vill er hér um að ræða erfiðasta veðurspávæði heims á þessum árstíma. 

Þegar litið er á veðurspákort yfir norðurálfu er sláandi að sjá, að á stórum svæðum utan átakasvæðanna er greinilega auðvelt að nota spá um sama veðrið jafnvel vikum saman. 


mbl.is Lægðir á leiðinni og mjög viðkvæm staða í spám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Reykjavík er oft meira en eitt veðursvæði.

Hið stóra og fyrirferðarmikla fjall Esjan er þannig í sveit sett, að hún klýfur byggðina í Reykjavík oft í sundur í tvennt í hvassri norðanátt, þegar er bálhvasst í vesturhlutanum en á sama tíma jafnvel logn í austurhlutanum. 

Í bálhvassri austanátt getur verið magnað að vera staddur á Borgarholti og horfa sitt á hvað til austurs og vesturs á hina stórkostlegu blindhríð í austri, sem fyllir bæði loft og jörð af snjóblindu og áfærð á sama tíma og aðeins skárra er að sjá í vesturátt. 

Það munar um hamslausan skafrenninginn úr austurátt, sem bætist við ofankomuna austst í Grafarvogsbyggðinni.    

Meðan veðurathugunarstðð var í Elliaðaárstöð var þar hlýjasti ágústmánuður að meðaltali á landinu í skjóli Esjunnar á sama tíma og allt að tveimur stigum svalara var við Veðurstofuna vestur af Efstaleiti. 


mbl.is Ófærðin mest í efri byggðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hæpin fullyrðing hjá Pútín.

Vladimir Pútín heldur enn fast við að þrástagast á því að nýnasistar séu við völd í Úkraínu og að við þá væru Rússar að berjast. 

Í ljósi margra staðreynda er þetta afar hæpin síbylja hjá Pútín, þótt það kunni að vera einhver sannleiksfótur fyrir fasiskum áhrifum, samanber það sem rakið var í grein í Morgunblaðinu um daginn. 

Fylgi nýnasista í kosningum hefur verið innan við tvö prósent og þeir hafa ekki fengið kosinn neinn þingmann, að því er best verður séð. 

Að vísu hafa nokkrar sveitir nýfasista barist gegn Rússum en alls ekki í þeim mæli að hægt sé að alhæfa um úkraínska herinn.  

Pútín lifir í fortíðinni þegar margir Úkraínumenn fögnuðu komu þýskra innrásarsveita 1941, minnugir margra styrjalda í landinu á árunum kringum 1920 og ekki síst milljóna manna hungursneyð af völdum Stalíns í kringum 1930.  

En viðhorf Úkraínumanna voru fljót að breytast 1941 þegar SS-sveitir Himmlers fylgdu þýska meginhernum og hófu víðtæk fjöldamorð á Gyðingum., svo að Úkraínumenn snerust almennt gegn þýska innrásarhernum.   


mbl.is Minnist helfararinnar og segir nasista í Úkraínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Biðin eftir alvöru úrvali af alvöru rafjeppum á enda?

Rafbílavæðingin hefur verið örust í millistærð þar sem er gjöfulasti markhópur bíla, fólk með góðar tekjur, sem vill góða bíla "með ðllu." Audi jeppi.

Bílaframleiðendur hafa gert minna í framleiðslu ódýrustu og minnstu rafbílanna annars vegar, og hins vegar alvöru jeppa með alvöru veghæð og drífbúnaði. 

NÚ viröist hylla undir síðar nefnda flokkinn, ef marka má ýmsar hugmyndr um slíka jeppa, svo sem rafknúinn lengdan Jimny með fernum dyrum. 

Og sérstaka ánægju jeppaunnenda vekja hugmyndir líkar þeim hjá Audi, sem hafa sýnt alveg einstaklega flottann jeppa, sem hugsanlega á að velgja G-Wagen hjá Benz. 

Lagið á yfirbyggingunni er þess eðlis, að þessi bíll gæti borið enska heitið SUV með meiri rentu en flestir allir: Sport-Utility-Vehicle. 


mbl.is Kynna nýjan alrafmagnaðan lúxusjeppa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband