Færsluflokkur: Bloggar
10.8.2014 | 19:37
Tunglið var fyrsta örstutta skrefið, - mars verður fyrsta stökkið.
Tunglferðirnar fyrir rúmlega 40 árum voru stórt skref í framfarasókn mannkynsins eins og orð Neil Armstrongs orðaði það við að stíga fyrsta skrefið þar 1969.
Þó var þetta "risastóra skref" aðeins örstutt miðað við það stökk, sem fyrstu ferðir manna til mars geta orðið.
Ástæðan er einföld. Ekki er vottur af lífi, hvorki áður né nú né lífsmöguleikum á tunglinu en hvort tveggja er möguleiki á mars.
Þegar fyrir 15 árum var því slegið föstu að fyrsta búseta mannsins utan jarðarinnar gæti orðið á mars.
Við Íslendingar tengdumst tunglferðum vegna æfingarferðar tunglfaranna til Öskju 1967, en alþjóðasamtök áhugafólks um marsferðir hefur þegar valið sér æfingasvæði fyrir marsfara framtíðarinnar í Gjástykki.
Það verður hins vegar borin von um að nýta það á hliðstæðan hátt og gert var vegna tunglfaranna í Öskju 1967, ef í Gjástykki rís ígildi Hellisheiðarvirkjunar. En nefnd um skipulag hálendisins hefur einróma ákveðið að gera svæðið að iðnaðar- og virkjunarsvæði og landeigendurnir sömuleiðis.
Tunglfararnir hefðu ekki komið í Öskju ef þar hefði verið risið jarðvarmaorkuver með stöðvarhúsi, skiljuhúsi, borholum, gufuleiðslum og vegum 1967.
Gjástykki tekur að sumu leyti Öskju fram sem náttúruvætti og hinn einbeitti vilji um að virkja á jarðvarmasvæði, sem sett var í biðflokk rammaáætlunar, bendir til að Askja og Kverkfjöll geti komist á aftökulista virkjanafíklanna hvenær sem er.
![]() |
NASA býr til súrefni á Mars 2021 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.8.2014 | 18:38
Eflist og yngist í anda með aldrinum.
Páll Bergþórsson er gott dæmi um mann, sem verður því öflugri sem hann verður eldri þannig að tíræðisaldurinn er engin hindrun heldur tækifæri fyrir slíkan mann.
Menn setja svonefnd starfslok og ellilífeyrir oftast í samhengi við það að nú sé viðkomandi dauður úr öllum æðum og bara byrði á þjóðfélaginu.
Páll Bergþórsson er lýsandi undantekning frá þessu.
Það er ekki aðeins að hugur hans virðist vera fjórri og andinn yngri með hverju árinu, heldur nýtir hann frelsi lífeyrisþegans til þess að leggja menningu okkur til margt og merkilegt sem áður vannst ekki tími til að sinna í daglegu amstri.
Að sjálfsögðu er ekkert athugavert við það að sá, sem innt hefur af hendi mikið ævistarf og skilað miklu til þjóðfélagsins, slaki ærlega á við starfslok og reyni að njóta efstu áranna sem best eftir því sem lífeyririnn gefur færi á, en því miður er það ekki nærri því alltaf.
Hins vegar hefur það hent marga að leggja árar í bát og láta sálina fyllast tómleika og einmanakennd þegar ellin sækir á. Þá er stundum líkt og slokknað hafi á viðkomandi og það veldur því stundum að hrörnun og hrumleiki verður miklu hraðari en þörf er á að sætta sig við.
Þess vegna lýsir fordæmi Páls Bergþórssonar eins og ljósviti fyrir allra augum og sýnir, hvers menn geta verið megnugir þótt aldurinn sé hár ef þeir aðeins hafa rækta líkama og sál sem best eftir því sem heilsan leyfir.
![]() |
Páll ánægður með árangurinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.8.2014 | 11:41
Vaá, hvað þetta á vel við!
Það er varla hægt að hugsa neitt íslenskara en það sem íslenska hestadrottningin Aníta er að gera í Mongol Derby. Hjá fáum þjóðum er hesturinn jafn samofinn menningu og þjóðlífi en Mongólum og Íslendingum.
Hestakyn þessara landa eru ótrúlega lík, smáir, gangvissir, þolnir, öflugir hestar, sem hafa sömu gangtegundirnar á hreinu.
Stærstu hestaferð allra tíma fór Djengis Khan þegar her hans fóru eins og lok yfir akur alla leið til Evrópu í einstæðri herför, alls um milljón hestar.
Aðeins innrás Hitlers í Sovétríkin 1941, Barbarossa, komst í samjöfnuð við þetta, alls um 750 þúsund hestar.
Ofan á þetta er þjóðaríþrott Mongóla, ákveðin bardagaglíma, keimlík íslensku glímunni.
Antía er þegar hálfnuð í þessari gríðarlegu þolraun og framtak hennar er þegar orðið að verðugu umtals- og aðdáunarefni. Áfram Aníta!
![]() |
Aníta tæplega hálfnuð í Mongólíu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.8.2014 | 23:26
"Þegar jörðin þiðnar koma ormarnir upp..."
Ofangreind orð eru í rússnesku máltæki, sem getur átt við margt, þegar miklar breytigar verða.
Rússar voru búnir að aðlaga sig að því á sovéttímanum að forðast að segja neitt, sem yfirvöld gætu hankað þá á og sögðu því gjarnan þegar þeir voru spurðir um skoðanir eða álit, að þeir hefðu sjálfir ekkert um það að segja, en hins vegar segði hljóðaði ákveðið máltæki á á þennan eða hinn háttinn.
Mörgum finnst það mjög slæmt og óæskilegt þegar svívirðingar, ærumeiðingar og soralega ljót ummæli birtast í löngum bunum á netinu. Oft er þar vegið úr launsátri með því að nota nafnleynd.
Vissulega væri æskilegt að slíkt gerðist ekki í jafn miklum mæli og raun ber vitni, en erfitt er að koma í veg fyrir það.
Þrátt fyrir þennan ljótleika vega ótal kostir netsins og bloggheima vega þessa slæmu ókosti upp.
Og eitt mætti nefna sem kost, þrátt fyrir allt:
Í stað þess að svona viðhorf og hegðun grasseri undir niðri, þannig að slétt og fellt yfirborð gefi ranga mynd af raunverulegu ástandi, er illskárra að fá þetta upp á yfirborðið í stað baktals og rógs á bak við tjöldin.
Þá veit fólk við hvað er að fást, ormana sem koma upp þegar jörðin þiðnar.
![]() |
Ótrúleg ummæli í athugasemdakerfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (47)
9.8.2014 | 09:17
Vel til fundið að heiðra Jón Gnarr.
Eitthvert gleðilegasta fyrirbærið, sem komið hefur inn í íslenskt þjóðlíf, er hin árlega Gleðiganga hinsegin fólks. Það er að mínum dómi Íslandi til sóma hve mikla athygli þessi ganga vekur víða um lönd og hve mikið lítil þjóð eins og við Íslendingar getur lagt á vogarskálarnir fyrir þennan góða málstað.
Atbeini Jóns Gnarr borgarstjóra verður seint fullmetinn og því er það vel til fundið að þakka hans stórkostlega framlag með því að kveðja hann sem borgarstjóra á veglegan hátt í göngunni 2014.
Á morgun gerist það í fyrsta sinn að vegna óumflýjanlegra starfa uppi á hálendinu hinum megin á landinu kemst ég ekki til göngunnar en sendi göngufólkinu og öllum þeim, sem berjast fyrir mannréttindum bæði núlifandi fólks og komandi kynslóða mínar heitustu baráttukveðjur og árnaðaróskir.
![]() |
Heiðra Jón Gnarr í gleðigöngunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (53)
9.8.2014 | 09:16
Víst stranda aðgerðir á fjárskorti.
Það er gott og blessað að ráðherra ferðamála skoði bráðnauðsynlegar aðgerðir á ferðamannastöðum og sjálfsagt að þakka fyrir það sem vel er gert.
En ferðamannastaðir og slóðir eru fleiri en við Gullna hringinn eða fjölsóttustu staðina og ráðherrann sleppir alveg einu stærsta atriðinu, en það er, að ástand vega og slóða um allt land frá ströndum upp til hálendisins ber alvarleg um langvarandi fjársvelti til viðhalds vega og vegagerðar.
Þetta veldur ástandi, sem nú er sagt frá í fjölmiðlum nær daglega og ógnar náttúruverðmætum sem aldrei fyrr vegna hraðvaxandi umferðar ferðamanna.
Viðkvæðið er alls staðar það sama: Það vantar fjármuni til að lagfæra vegi, slóða og göngustíga, og þá skiptir ekki máli hvort það heyrir undir Vegagerðina og þar með annan ráðherra, - aðgerðir stranda á fjárskorti og stafa af grafalvarlegu fjársvelti.
Bara í dag og í gær kom ég á tvo ferðamannastaði á hálendinu þar sem göngustígar eru að vaðast út í drullu og og ástandið þar og á hálendisvegunum og næsta nágrenni þeirra er þjóðarskömm.
Svörin eru alls staðar þau sömu: Það er ekkert hægt að gera vegna fjárskorts.
![]() |
Uppbygging mislangt á veg komin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
8.8.2014 | 22:15
Stefnir í óviðráðanlegt ástand ?
Manni líst ekkert á blikuna eftir ferð á hálendisslóðum í dag, annan daginn í röð. Utanvegaslóðirnar hrannast upp og það vantar ekki afsakanirnar, nú síðast í kvöld, samanber þetta samtal:
"Þið hafið brotið lög með því að aka út fyrir veginn."
"Nei."
"Jú, þið hljótið að vita að það er bannað."
"Já, en við ókum út á slóð sem hefur verið farin áður."
"Þetta er ekki merkt eða viðurkennd slóð, heldur för eftir lögbrjóta eins og ykkur."
"Hvernig áttum við að geta séð það?"
"Með því að sjá muninn á leiðinni, sem er augljóslega fjölfarin og merkt með stikum. Þessi slóð er alveg ný og eftir lögbrjóta."
En þetta var ekki það eina. Frá því í gær hafði verið farið út fyrir veginn í einu fallegasta hrauni landsins til þess að spóla upp sléttu af gulum vikri á milli hraunkletta.
Þetta voru ekki ein bílför heldur fjölmörg djúp og ljóst þannig að hin fallega gula slétta var eins hræðilega illa útleikin og hægt var í svörtum hjólförum í gulum vikrinum.
Á fjölmörgum stöðum á leið okkar mátti sjá ljót ummerki eftir akstur utan vega, þar sem leiðin lá um djúpa, stóra og langa polla, en landið virtist þurrara fyrir utan veginn.
Á tveimur af þessum ótal stöðum er nú búið að aka í ofaníburði þannig að hinir löngu pollar hafa verið fylltir upp.
Búið að setja upp stikur sem marka rétta leið og miða á þær með áletrunum, sem því miður var alls ekki hægt að lesa vegna þess að vindurinn feyktii þeim til og frá !
Um öll Bandaríkin, þetta mikla land frelsisins, sem svo margir Íslendingar telja að allt sé leyfilegt í, má víða sjá stór skilti þar sem ferðafólki er greint frá því að ef það kasti frá sér svo miklu sem sígarettustubbi eða karamellubréfi liggi 150 þúsund króna sekt við því.
Þetta er það eina sem dugar svo framarlega sem eitthvert eftirlit er með þessu.
Með þessu hafa hinir frelsiselskandi Bandaríkjamenn náð tökum á vandamálinu, enda endar frelsi hvers manns þar sem frelsi annnars byrjar.
Og það er réttur allra einstaklinga að náttúruverðmæti landsins séu ekki eyðilögð fyrir honum eða ánægja hans af umgengni við landið.
Ef sinnuleysið, stjórnleysið, aðgerðarleysið og nískan heldur hér áfram er þess kannski ekki langt að bíða, að slóðirnar utan merktra og viðurkenndra leiða verða orðnar svo margar að við ekkert verði lengur ráðið.
Þvi þá munu allir afsaka sig með því að segja: "Ég vissi ekki að það væri ólöglegt að aka þessa slóð, sem hér er þegar komin."
![]() |
Þeir stoppa bara í drullunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 9.8.2014 kl. 09:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
7.8.2014 | 23:03
Slysatjónið hlýtur að ráða úrslitum.
Mannleg mistök og skortur á aksturshæfni er aðalaástæða bílslysa og umferðaróhappa og kostar þjóðfélagið tugi milljarða króna árlega auk þjáninga og missis sem ekki verður metið til fjár.
Engin tækni er svo fullkomin að ekki geti eitthvað farið úrskeiðis, og það jafnvel mikið.
Snjallbílar verða engin undantekning frá því og þess vegna hlýtir gengi þeirra að ráðast á endanum af því hvort slysatjón verði minna en undir stjórn ökumanna.
Þrátt fyrir tækni sem geti gert flugvélum kleift að lenda sjálfar er hún ekki notuð og óhófleg notkun sjálfstýringar hefur líka valdið stórslysum, til dæmis þegar margar bilanir verða samtímis og sjálfstýringin dettur út án þess að flugstjórarnir verði þess varir?
Mörgum spurningum er ósvarað varðandi það hvað gerist þegar hálka er eða óveður að vetri og snjallbílar eru á ferð. Verður hægt að tengja tölvubúnað þeirra við það tölvukerfi bílsins, sem stjórnar skrik- og spólvörn?
Í þessu efni hlýtur heildartjón af völdum hefðbundinna bílstjóra miðað við heildartjón af völdum snjallbíla að ráða úrslitum og niðurstaðan hugsanlega verða flókin blönduð lausn.
![]() |
Næsta stökkið í samgöngum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7.8.2014 | 15:18
Aukin vandræði um allt land.
Í sumar hef ég verið á faraldsfæti víða um hálendið og þar er sama sagan að gerast og annars staðar, að stóraukinn ferðamannastraumur veldur vaxandi vandræðum vegna þess að alveg er vanrækt að bregðast við þessum mikla fjölda.
Nokkur dæmi um þetta: Göngustígar, sem eru að vaðast upp í drullu, vöð á ám þar sem sjá má langa olíupolla á bökkunum eftir bíla, sem ráku vélarpönnurnar niður, skortur á salernisaðstöðu og lengri og fleiri raðir af bílum en ég minnist áður.
Ef veitt væri, þó ekki væri nema 0,1% af tekjum þjóðarbúsins af erlendum ferðamönnum til þess að taka til hendi og byrja að afmá þá þjóðarskömmu, sem blasir svo víða við, væru það 270 milljónir króna á ári.
Því miður tefst það um eina ferðamannavertíð að ég komi í sölu diski með þættinum "Akstur í óbyggðum" með enskum og þýskum texta auk hins íslenska. Þáttur með þessu nafni var sýndir í Sjónvarpinu í júní, en drukknaði í HM og það verður að ná til bæði Íslendinga og útlendinga. Það setti strik í reikninginn að ekkert einasta af 8 bílaumboðum fyrir jepplinga og jeppa og ekki ein einasta bílaleiga af 130 vildi styrkja þetta málefni.
![]() |
Unga konan vildi stytta sér leið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
7.8.2014 | 10:40
Betra að setjast ekki við hliðina á svörtum manni
Ebóluveikin hefur verið viðloðandi í Afríku í allmörg ár. 70% sýktra hafa dáið. Sagt hefur verið frá þessu í fréttum en líka að engin lækning er til.
Í ár bregður svo við að fleiri sýkjast en áður og meira að segja líka vestrænir menn. Einn hefur nú verið fluttur í sérstöku flugi til Spánar.
Einn bloggpistlahöfunda segist ekki vera rasisti en verða samt að benda á eitt, væntanlega í ljósi þess að Bandaríkjamaður fer vestur um haf sýktur af veiru. Það leiðir hugann að fólki í farþegaþotum sem þarf að vara sig að því að setjast ekki við hliðina á svörtu fólki. Pistilhöfundur gleymir því að til að koma í veg fyrir það dugar ekkert minna en að meina svörtu fólki aðgang að farþegaflugi, annars þarf einhver hvítur að sitja við hliðina á þeim svarta.
Pistilhöfundur gleymir því að farþeginn sem flaug til Bandaríkjanna var hvítur.
Samkynhneigðum er meinað að gefa blóð. Samt eru miklu fleiri gagnkynhnegiðir með alnæmi. Nú bregður svo við að eftir öll þessi ár segjast læknar geta búið til lyf við Ebólunni. Af hverju fyrst núna? Horfum í eigin barm og veltum þesu fyrir okkur.
![]() |
Ebólan á leið til Spánar? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)