Færsluflokkur: Pepsi-deildin

"Þetta gerir Öskubusku að dapurlegri sögu."

Ofangreind orð féllu eitt sinn hjá íþróttafréttamanni, sem varð vitni að einstöku kraftaverki í formi úrslita sem talin voru útilokuð. 

En það er þjóðhátíð. 

Að íslenskt landslið gæti tyllt sér á topp einhvers sterkasta riðils í undankeppni HM með tveimur stigum meira en næsta lið hefði enginn maður vogað sér að hugsa, hvað þá orða það að þetta gæti gerst fyrir aðeins nokkrum árum. 

Þó eignuðumst við gullaldarlið í landsliði hinna yngri fyrir nokkrum árum, en samt er það fágætt ævintýri sem er að gerast. 

Til hamingju!  Á facebook er túlkun í tónum í tilefni dagsins. 


mbl.is Ísland komið á HM
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vaxandi lið á versta tíma fyrir okkur.

Lið Kosovo getur velgt íslenska landsliðinu undir uggunum í kvöld. Liðið hefur verið vaxandi í keppninni og markatölurnar í tapleikjunum hafa endurspeglað það, 0:3, 0:2 og 0:1, - sem sagt liðsmunurinn að étast upp.  

Tilviljanir og og heppni eða óheppni ráða oft miklu í knattspyrnunni og gera hana oft óútreiknanlega. 

Að öðru jöfnu eru góð lið oftar heppin en lakari lið - og öfugt. 

En það getur allt gerst, líka það að jafntefli í öðrum leik í riðlinum skili okkur áfram, hvernig sem Kosovo-leikurinn fer. 

Já, leikurinn í kvöld verður einstakur, hvernig sem hann fer. 


mbl.is Ísland átti ekki að mæta Kósóvó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

EM var afrek og HM yrði enn meira afrek. Klapp, klapp - húh!

Það er ekki á hverjum degi sem það gerist að örþjóð eins og Islendingar eigi raunhæfa möguleika á að komast í úrslitakeppnina á HM í knattspyrnu. 

Rauner eru engin dæmi um slíkt fyrir og engin dæmi um að nein önnur örþjóð hafi áður komist jafn langt í þessari stærstu íþróttagrein heims.

Það eitt að leikurinn í Tyrklandi skuli fela í sér þá möguleika, sem þar gefast, er ennþá meira afrek en að komast á EM. 

Og nú er að duga eða drepast. 

Áfram Ísland!  Klapp, klapp - húh!!


mbl.is Förum í alla leiki til að vinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drengileg framkoma hjá gestunum.

Á einu sviði var úkraínska landsliðið í knattspyrnu sér til sóma í kvöld þrátt fyrir sárt tap fyrir ofjörlum sínum.

Strax í fyrri hálfleik og út leikinn sýndu leikmennirnir sérlega mikinn drengskap og kurteisi, sem síðan varð að sameiginlegu atriði hjá báðum liðum. 

Þetta fólst meðal annars í því að nýta sér ekki vafasöm færi á því að ná boltanum til sín og halda honum.  þegar aðstæður voru þannig, að hægt var að hagnast á vafasömum atriðum. 

Í lokinn klappaði úkraínski þjálfarinn íslenska liðinu og áhorfendum lof í lófa og viðurkenndi fúslega að betra liðið hefði unnið verðskuldaðan sigur. 


mbl.is „Þið voruð stórkostleg“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafn mörg stig úr tveimur leikjum við Finna ekki óeðlileg.

Íslendingar máttu prísa sig sæla í fyrri leiknum við Finna að skora tvö mörk á allra síðustu mínútum hans og "stela" þremur stigum af norrænu vinaþjóðinni. 

Í leiknum í Finnlandi í dag var ekki hægt að ætlast til að þetta endurtæki sig, - eins og þulurinn á RÚV orðaði það, álíka eins og að ætla sér að vinna fimm tölur í lóttói. 

Knattspyrna byggist, eins og flestar ef ekki allar óþróttir, ekki síður á vörn en sókn, og sigur Finna byggðist á þéttri vörn og því að fá ekki síður ágæt færi á að skora en Íslendingar. 

Sóknarleikur Íslendinga reyndist ekki nógu hugmyndaríkur gegn vel úthugsaðri vörn Finna og því fór sem fór. 

En margt getur gerst enn í leikjunum í þessum riðli og það verður ekki fyrr en í kvöld sem hægt verður að leggja fyrir sig þá nýju stöðu sem þessi leikur og hinar leiða af sér. 


mbl.is Sárt tap gegn Finnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Því miður ekki varðveitt fyrsta sjónvarpsmyndin af honum.

Þegar ég hafði nýhafið störf sem íþróttafréttamaður hjá Sjónvarpinu 1969 varð látið verða af hugmynd um að sýna fleira en íþróttir þeirra fullorðnu, sem lengst væru komnir. 

Fyrir valinu varð leikur á Melavellinum þar sem stórefnilegt unglingalið Vestmannaeyinga lét ljós sitt skína. 

Einkum vakti hinn knái og snjalli Ásgeir Sigurvinsson athygli og náðust af því myndir. 

Þetta var á frumbýlingsárum Sjónvarpsins og það var rándýrt að varðveita upptökur. 

Það hefði verið gaman ef myndirnar af Ásgeiri hefðu varðveist, en því miður eru þær ekki til. 

Ásgeir var ekkert venjulegur afreksmaður. Það er ekki hver sem er, sem segir um útlending að ef hann hefði verið vestur-þýskur ríkisborgari hefði hann orðið fyrirliði landsliðs þessarar voldugu þjóðar, sem á þessum árum átti gullaldarlandslið, sem varð heimsmeistari. 

En þetta sagði einn helsti afreksmaður þýska fótboltans á sínum tíma. 

Ásgeir var valinn besti leikmaður Bundesligunnar og það er heldur ekki hver sem er, sem getur hampað slíkri vegsemd og viðurkenningu. 


mbl.is Fyrsti titill Ásgeirs á glæstum ferli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ein létt spurning fyrir svefninn: Örkuml sem heimsfrétt?

Hægt er að hljóta örkuml á ýmsa vegu en í öllum tilfellum er um mikla örorku að ræða, oftast nálægt 100% örorku og örorkubæturnar verða í samræmi við það. 

Þetta er yfirleitt fólgið í því að missa útlimi, fætur og hendur, og sá knattspyrnumaður sem hlýtur örkuml í leik spilar varla fótbolta framar. 

Það væri heimsfrétt ef heilt knattspyrnulið örkumlaðist í leik eins og framherji Stjörnunnar sagði, að farið hafi fyrir knattspyrnuliði Stjörnunnar. 

Ekki síður væri það heimsfrétt ef heilt knattspyrnulið örkumlaðist í einum og sama leiknum. 

Sem betur gerðist það samt ekki í Leik Stjörnunnar við KR í kvöld. Enda hefði það orðið heimsfrétt. 

 


mbl.is „Ég hafði enga orku í framlengingu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drottning vill sigla, - en, - byr verður að ráða.

Margrét Lára Viðarsdóttir túlkar vel hugsanir sannrs meistara þegar hún segist "ekki vilja ljúka keppnissögu sinni svona."

Þegar "Gulldrengurinn" Oscar De La Hoya barðirst við talsvert eldri mann, Bernard Hopkins, náði Hopkins á hann einvherju skæðasta höggi hnefaleikanna, hægra megin við brignspalirnar, oft nefnt Solar plexus-högg vegna nálægðar mikilvægs taugabúnts. 

Oscar hneig niður með mikinn kvalasvip, en enda þótt andlit hans sýndi 100% einbeitingu varðandi það að standa upp, var það ekki nokkur lifandi leið fyrir hann, ekkert frekar en hjá ýmsum öðrum frægum hnefaleikurum. 

Eftir bardagann sögðu menn við Oscar að hann væri á niðurleið í getu og ætti að hætta keppni. 

"En ég vil ekki enda ferilinn svona, emjandi í striganum" svaraði Oscar. 

Hann hóf nú einn ákafasta æfingatíma sinn á ferlinum, barðist við einn þekktasta hnefaleikarinn í þessum þyngdarflokki og vann hann glæsilega. 

En þá kom freistingin, að halda áfram að mala gull í hringnum eins og Gulldreng sæmir. 

Og í næstu bardögum hans við þá bestu, blasti við að hann varð að játa sig sigraðan fyrir þeim sem enginn getur unnið, Elli kerlingu, - aldurinn sagði til sín. 

Hann endaði að vísu ekki emjandi í striganum, en engu að síður afmyndaður , bólginn og eldrauður í framan vegna högga snillinganna sem hann barðist við árangurslaust. 

Líkamar fólks eru mismunandi gerðir. Sumir eru miklu tognunargjarnari en aðrir og stórkostlegir hlauparar á gullaldartímanum um miðja síðustu öld, Hörður Haraldsosn og Haukur Clausen, glímdu löngum við tognunarhættu. 

Hún olli því til dæmis, að Hörður náði alrei fyllilega því út úr sínum fótum, sem þeir bjuggu yfir. 

Mjög líkir menn geta verið ólíkir hvað þetta varðar. Þannig hef ég alla tíð verið tognunargjarn á sama tíma sem Jón bróðir minn hefur aldrei tognað svo ég viti. 

Ég á sonarson sem var einstaklega efnilegur knattspyrnumaður og hljóp 100 metrana á 11,2 sekúndum. Náskylldur markaskoraranum í sigrinum yfir Króötum. 

Snerpa og hraði voru skæðasta vopn hans, en ítrekaðar tognanir komu í veg fyrir að hann gæti nýtt sér þennan mikilsverða eiginleika. 

Ævinlega þegar formið var komið á ákveðið stig, dundu áföllin yfir. 

"Kóngur vill sigla en byr verður að ráða" var fornt máltæki. 

Það á við um knattspyrnudrottninguna Margréti Láru Viðarsdóttur sem stendur nú frammi fyrir vandasömu stöðumati og ákvörðun um framhald síns glæsilega ferils. 

Úrvinnsla úr slíkri aðstöðu sker stundum úr um það hvort afreksfólk er sannir meistarar. 

Og Margrét Lára hefur hugarfar meistarans. Þegar Muhammad Ali tapaði illilega fyrir Joe Fraxier í "bardaga aldarinnar" 1971 sögðu menn að nú væfi ferill hans allur, hraðinn farinn eftir keppnisbann í næstum fjögur ár. 

En Ali vann úr sinni stöðu á meistaralegan hátt og átti efir ekki síðri glæsiferl 1971-1978 en 1962-1967. 

Barðist að vísu tveimur bardögum of mikið í lokin, rétt eins og Oscar De La Hoya. 

Margréti Láru eru sendar hugheilar árnaðaróskir. í júlí verður hún 31 árs og ákvörðunin um framhaldið erfið eins og áður sagði.  

Sagt er í hnefaleikum að um þrítugt sé aldurinn "vafasamur". Sumir eru byrjaðir þá strax að dala, aðrir geta treint getuna fram undir 37 ára aldur, meðal annars með því að bæta örlítið minnkandi getu upp með reynslu, þroska og útsjónvarsemi, en síðan er einstaka, eins og Bernard Hopkins, sem var í fremstu röð fram yfir fertugt. 

 

 


mbl.is Ég vil ekki loka sögunni svona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boltinn, sem allir virtust halda að myndi "leka" yfir markið.

Sérkennilegt en ljúft var skallamarkið sem skilaði þremur stigum til íslenska landsliðsins í knattspyrnu. 

Þótt Hörður Björgvin Magnússon ætti kröftugt og gott hlaup og stökk að að boltanum, hitti hann boltann ekki vel og hann skrúfaðist upp í loftið í átt að markinu í stað þess að þjóta beint áfram. 

Öllum sýndist blotinn stefna í að fara rólega í boga yfir markið, og markvörður króatiska liðsins gerði ekki einu sinni tilraun til að lyfta höndum, - sýndist greinilega að boltinn færi yfir þverslána. 

En svo virtist sem snúningur á boltanum skrúfaði hann niður á við þannig að hann smaug undir þverslána og lak niður í markið. 

Og nú er vonandi gamla Króatagrýlan dauð. 


mbl.is Aldrei séð bolta fara hægar yfir markmann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvílíkur "Englendinga endir"!

Tvö blogg hjá mér í röð um einn leik. Fullkomlega réttlætanlegt. Ævintýri með Víkingahróps endi!!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband