4.2.2007 | 23:28
SVARTA SKÝRSLAN - FLEIRI ÁLVER !
Viðbrögð Valgerðar Sverrisdóttur við svartri loftslagsskýrslu sýna hugarástand virkjanafíklanna sem telja að nú þurfi að slá í stóriðjuklárinn til þess að við Íslendingar getum komið í veg fyrir að reist verði kolaorkuver erlendis. Með þessu er horft fram hjá því að hundrað sinnum meiri óbeislaða vatnsorku er að finna í öðrum heimsálfum en finnst á Íslandi. Valið stendur þannig á milli íslenskrar orku og vatnsorku í löndum bláfátækra þjóða þar sem orkuver myndu valda byltingu í lífskjörum.
En þar fyrir utan myndi öll vatnsorka heimsins aðeins skila 6 prósentum af orkuþörfinni og öll orka Íslands er langt fyrir innan einu prósenti af orkuþörf Evrópu einnar. Í Evrópu eru tvö svæði með óbeislaðri "hreinni orku", Ísland og Noregur, álíka mikið í hvoru landi.
Norska vatnsaflið er alveg hreint en það íslenska ekki. Íslensku jarðhitasvæðin eru á landi sem skilgreint hefur verið eitt af sjö undrum veraldar. Á norska miðhálendinu þar sem hægt væri að hrinda í framkvæmd stórbrotnum vatnsaflsvirkjanakerfi kemur slíkt ekki til greina og hefur það engan "undra veraldar"stimpil á sér.
Í Bandaríkjunum er gríðarleg hveraorka óbeisluð í Yellowstone og mikil vatnsorka sitt hvoru megin við Grand Canyon. Í stað þess að virkja þetta og nota orkuna til stóriðju leggja Bandaríkjamenn álver niður og láta Íslendinga stórskemma eitt af sjö undrum veraldar til að knýja álver hér.
Hvenær ætlum við að fara að skilja samhengið í þessu?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)
4.2.2007 | 00:16
ANDRI SNÆR - TIL HAMINGJU!
Andri Snær Magnason hlaut verðskulduð verðlaun í gær og mjög verðmæt fyrir umhverfisumræðuna vegna þess að maður hefur heyrt á útvarpsrásum hjá fólki, sem hringir inn, einkum á Útvarpi Sögu, að það sem ég hef haldið fram að undanförnu og er í algeru samræmi við efni þessarar tímamóta- metsölubókar sé til merkis um að ég sé að tapa glórunni.
Þar með hefur umræðan komist niður á það stig að dómnefnd íslensku bókmenntaverðlaunanna sé klikkuð, og þá væntanlega líka Jón Baldvin, Vigdís, Guðmundur Páll (verðlaunahöfundur) o.s.frv....
Hér eiga við fleyg orð Nóbelskáldsins: "Er ekki hægt að lyfta þessu upp á örlítið hærra plan?"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)