SVARTA SKÝRSLAN - FLEIRI ÁLVER !

Viðbrögð Valgerðar Sverrisdóttur við svartri loftslagsskýrslu sýna hugarástand virkjanafíklanna sem telja að nú þurfi að slá í stóriðjuklárinn til þess að við Íslendingar getum komið í veg fyrir að reist verði kolaorkuver erlendis. Með þessu er horft fram hjá því að hundrað sinnum meiri óbeislaða vatnsorku er að finna í öðrum heimsálfum en finnst á Íslandi. Valið stendur þannig á milli íslenskrar orku og vatnsorku í löndum bláfátækra þjóða þar sem orkuver myndu valda byltingu í lífskjörum.

En þar fyrir utan myndi öll vatnsorka heimsins aðeins skila 6 prósentum af orkuþörfinni og öll orka Íslands er langt fyrir innan einu prósenti af orkuþörf Evrópu einnar. Í Evrópu eru tvö svæði með óbeislaðri "hreinni orku", Ísland og Noregur, álíka mikið í hvoru landi.

Norska vatnsaflið er alveg hreint en það íslenska ekki. Íslensku jarðhitasvæðin eru á landi sem skilgreint hefur verið eitt af sjö undrum veraldar. Á norska miðhálendinu þar sem hægt væri að hrinda í framkvæmd stórbrotnum vatnsaflsvirkjanakerfi kemur slíkt ekki til greina og hefur það engan "undra veraldar"stimpil á sér.

Í Bandaríkjunum er gríðarleg hveraorka óbeisluð í Yellowstone og mikil vatnsorka sitt hvoru megin við Grand Canyon. Í stað þess að virkja þetta og nota orkuna til stóriðju leggja Bandaríkjamenn álver niður og láta Íslendinga stórskemma eitt af sjö undrum veraldar til að knýja álver hér.

Hvenær ætlum við að fara að skilja samhengið í þessu?   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda bloggar

svakalega er ég samála þér ómar!

Adda bloggar, 4.2.2007 kl. 23:42

2 Smámynd: Stefán Stefánsson

Virkjanafíklar..... hverjir eru það??
Ómar, skiptist fólkið í landinu bara í "virkjunarsinna/fíkla" og "umhverfissinna/fíkla". Það má oft skilja þig svo.
En af hverju fer það svona í taugarnar á ykkur ef talað er um umhverfisvernd hnattrænt?
Skiptir það okkur kannski ekki neinu máli að í Suður-Ameríku er raforka fyrir álver framleidd með kolum og losun gróðurhúsalofttegunda alveg geigvænleg? Er það kannski allt í lagi og skiptir það okkur engu máli?
Það er eins og þið viljið ekki að almeningur viti af því og það megi ekki upplýsa fólk um það.

Stefán Stefánsson, 5.2.2007 kl. 00:27

3 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Álver í Suður-Ameríku eru ekki knúin kolum.

http://worldaluminum.org/iai/stats/formServer.asp?form=7

Pétur Þorleifsson , 5.2.2007 kl. 00:53

4 identicon

Húrra!!!! Húrra!!! ég stend upp.. Persónulega finnst mér nóg komið með stóriðjuna alla saman.

Hfj (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 03:24

5 Smámynd: Pétur Þorleifsson

"Í yfirliti Alþjóðaorkumálastofnunarinnar um virkjað og óvirkjað vatnsafl í heiminum kemst Ísland ekki einu sinni á blað. Í Venesúela eru sumar árnar virkjaðar í mörgum þrepum upp á þúsundir megavatta, og álverin eru þar í röðum."  Það kemur fram í grein um landið í Lesbók Morgunblaðsins núna um helgina að meira að segja það sem búið er að virkja vantar "stór"notendur.  Og það hefur komið fram áður.  Líka að í Venesúela er báxít.  Þannig að Venezúelamenn gætu bjargað heiminum fyrir okkur.

Pétur Þorleifsson , 5.2.2007 kl. 06:09

6 Smámynd: Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir

Ísland mun með sínum fáu og viðkvæmu virkjanakostum aldrei bjarga heiminum.  Það er kannski efnafræðilegur möguleiki að hægt verði að hreinsa koltvíoxíð frá álverum en það er ennþá algjörlega á tilraunastigi.  Á meðan spúa þau hundruðum þúsundum tonna út í andrúmsloftið á ári hverju.  Hverju erum við að bjarga ?

Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir, 5.2.2007 kl. 07:38

7 Smámynd: Bragi Einarsson

HVerju er verið að bjarga? Innistæðunni hjá örfáum einstaklingum.

Bragi Einarsson, 5.2.2007 kl. 08:51

8 identicon

Mér líst vel á þetta hjá ykkur en þið verðið væntanlega að vera með stefnu í fleiri málum en umhverfismálum, til dæmis í málefnum aldraðra og öryrkja. Hvað finnst þér um þau mál, Ómar?

Eiríkur Kjögx, ríkasti fátæklingurinn (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 10:14

9 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Það hefur aldrei verið hægt að sanna það að CO2 valdi hlýnun. Enda er sú kenning ekki byggð á þekktum eðlisfræðilegum eiginleikum gasins. Á hverju eigum við að lifa hér uppi á þessu skeri í

útnára heimsins.Allavega hefur eingum tekist að lifa á loftinu, hvort sem það er hreint eða ekki.

Útópían (Draumalandið) hefur alltaf svelt þegna sína. Svo hættu þessu rómantíska bulli.

Leifur Þorsteinsson, 5.2.2007 kl. 10:54

10 identicon

Það var nú rómantíkin sem dró okkur upp úr skítnum á sínum tíma, Leifur. Hvar stæðum við ef Jónas Hallgrímsson skáld hefði ekki bjargað íslenskunni ásamt fleirum rómantískum mönnum? Og við flytjum út fleira en ál, til dæmis sjávarafurðir, tónlist, bókmenntir, hugbúnað, breytta bíla, jarðhitaþekkingu, lyf og bankastarfsemi, og sífellt fleiri ferðamenn koma til landsins. Það er fleira matur en feitt ket.

Eiríkur Kjögx, ríkasti fátæklingurinn (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 11:56

11 identicon

Nú talar Ómar um “Svarta skýrslu” það gera einnig aðrir fjölmiðlamenn,eins og þeim er tamt.  Fréttastöð stöðvar 2 hljóp einmitt á sig,eins og henni er tamt,um daginn og kynnti frétt með þessum orðum,en síðan var tekið viðtal við einhvern sérfræðing sem vildi ekki kalla þessa skýrslu svarta.  Enda er hún ekki svört.  Reyndar er þessi skýrsla aðeins stefnumarkandi samantekt úr rannsóknum sem á að birta með vorinu.  Reynslan sýnir okkur að skrif vísindamannanna verið mun hófstilltari en samantektin.  En hvað er svona svart,ég vænti þess að Ómar hafi lesið þessa þunnu skýrslu.  Þar má sjá að hlýnun jarðar hefur verið stöðug en ekki vaxandi eins og áður var haldið fram.  Hækkun sjávar er nú talin geta orðið helmingi minni en talið var í samskonar skýrslu fyrir 6 árum.  Nú er því spáð að hækkunin gæti orðið sú sama og hún hefur verið síðustu 150 árin.  Engar líkur eru á að Gólfstraumurinn sé að hverfa eins og haldið var fram.  Í þessari skýrslu er nú talið “mjög líklegt” að maðurinn hafi áhrif á hlýnun,en áður var það talið “líklegt”.  Það er kannski þessi svarti stimpill?   Ef öll stóriðja væri eins og hér á landi væri sennilega ástandið betra,meiri virkjun vatnsafli takk fyrir.

Guðmundur M. (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 12:43

12 identicon

Stundum hef ég á tilfinningunni að andúð umhverfisfíkla á álverum á Íslandi snúist ekki bara um verndun náttúrunnar og  áhyggjur af mengun, heldur fyrst og fremst andúð á stórum erlendum verksmiðjufyrirtækjum. Sérstaklega bandarískum. Einnig virðist mér að "Umhverfis sinnar" forðist að horfa á þessi mál hnattrænt. Snýst þráhyggjan kannski um að álnotkunn í heiminum verði hætt? Eða er bara í lagi að það sé framleitt annarsstaðar? Ál er nú samt  "umhverfisvænasti" málmurinn sem mannskepnan notar nú um stundir. Engin málmur er endurunninn í sama mæli og ál. Yfir 90% alls áls sem framleitt hefur verið frá upphafi er endurunnið með tilheyrandi orkusparnaði og minni mengunn. Það hlýtur að vera akkur í að ál sé notað umfram aðra málma, t.d. í samgöngutækjum þar sem álið er mun eðlisléttara en flestar aðrar málmtegundir og sparar þ.a.l. orkunotkunn þeirra. Svo að lokum Ómar;  er engin þversögn í því hjá þér að þú skulir hvetja til þess að aðgengi "rúntara" í miðborg Reykjavíkur verði bætt? Að hægt sé að aka í báðar áttir um rúntinn fram og tilbaka í endalausri leit að ...einhverju? Sýna sig og sjá aðra keyrandi um á gönguhraða með tilheyrandi óþægindum fyrir þá sem kjósa að ganga umhverfisvænt um sömu slóðir?

Gunnar Th. Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 13:12

13 identicon

Virkja meira vatnsafl hvar og til hvers, Guðmundur? Til að reisa fleiri reykspúandi verksmiðjur og leggja raflínur þvers og kruss um landið okkur sjálfum til ánægju og til að losna við ferðamennina?

Eiríkur Kjögx, ríkasti fátæklingurinn (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 13:21

14 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bandaríkjamenn þverskallast við að endurvinna ál. Ef þeir endurynnu það væri það gætu þeir fjórfaldað flugflota sinn árlega úr því áli einu. Bendi á blogg annarsstaðar frá mér og viðtal í Fréttablaðinu í gær um rúntinn.

Ómar Ragnarsson, 5.2.2007 kl. 14:01

15 Smámynd: Þorsteinn Guðmundsson

Þetta er frábær grein hjá þér Ómar og þín framganga í umhverfismálum hefur opnað fyrir málefnalegri umræðu á allan hátt. Ég skil þig þannig að við ættum að setja fordæmi hérna á Íslandi, það er enginn að tala um að við björgum heiminum, það er stór munur þar á. Hver maður geri skyldu sína o.s.frv.

Þorsteinn Guðmundsson, 5.2.2007 kl. 14:29

16 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Ég er nú hálf tregur til að rökræða á blogg síðum annar. En það er nú ofsagt að Fjölnismenn og

Jónas hafi bjargað Íslenzkunni. Hvað um alla hina sem skrifað hafa á Íslenzku.

Leifur Þorsteinsson, 5.2.2007 kl. 15:35

17 identicon

Veit þá enginn, að eyjan hvíta

á sér enn vor, ef fólkið þorir

guði að treysta, hlekki hrista,

hlýða réttu, góðs að bíða?

Fagur er dalur og fyllist skógi

og frjálsir menn, þegar aldir renna,

skáldið hnígur og margir í moldu

með honum búa, - en þessu trúið.

 (Úr eftirmælum um séra Þorstein Helgason í Reykholti, eftir Jónas Hallgrímsson)

Sekur skógarmaður (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 15:59

18 identicon

Dofri Hermannsson (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 16:00

19 identicon

Ómar segir að bandaríkjamenn þverskallist við að endurvinna ál. Hvaðan hefurðu þær upplýsingar Ómar? Eins og ég sagði í athugasemdum mínum þá er enginn málmur eins vel nýttur og ál. Ef einhver sóun á sér stað þá er það almenningur sem er ábyrgur fyrir því, ekki stjórnvöld eða verksmiðjueigendur. En hver skyldi ástæðan vera fyrir því að almenningur er svona óábyrgur? Gæti það verið vegna þess að þeir sem hrópa hæst í umhverfisvernd séu óábyrgir í tali og að lítið sé að marka röksemdarfærslur þeirra? Að fólk skelli skolleyrum við úlfur, úlfur? Ýmislegt er fullyrt sem ekki reynist síðan fótur fyrir. T.d. fullyrðingar vegna Kárahnjúkavirkjunnar: Lóu og spóastofninn er í hættu vegna umhverfisáhrifa þess að farvegi Jökulsár á Dal er breytt. Heiðargæsastofninn er í hættu vegna Hálslóns. Hreindýra stofninn af sömu ástæðu. Loftslag í Atlavík og í Hallormsstaðaskógi mun kólna. Dauðadómur yfir ferðamannaiðnaðinum á austurlandi og jafnvel landinu öllu. Dauðadómur yfir annari atvinnustarfsemi en stóriðju. Engin mun vilja vinna í álverinu nema undirborgaðir útlendingar. Uppblástur og moldryk mun verða gífurlegt vandamál vegna breytilegrar vatnsstöðu Hálslóns (ekkert tillit tekið til móvægisaðgerða).  Sagan mun dæma okkur öll og ég vil sjá heildarúttekst á þessum málum eftir nokkur ár. Ég hef það á tilfinningunni að úlfur úlfur hrópendurnir muni lítið láta fyrir sér fara að lokinni þeirri úttekt.

Gunnar Th. Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 16:35

20 identicon

"Gæti það verið vegna þess að þeir sem hrópa hæst í umhverfisvernd séu óábyrgir í tali og að lítið sé að marka röksemdarfærslur þeirra? Að fólk skelli skolleyrum við úlfur, úlfur?"

Nýjustu rannsóknir í Skotlandi benda hins vegar til að þess að úlfurinn sé afar hollur vistkerfum (Wild wolves 'good for ecosystems -BBC'). Tvöfaldur úlfur ("Úlfur! Úlfur!") ætti því að vera tvöfalt hollari.

Nei, en grínlaust. Offramboð á skoðunum og leiðum til þess að koma þeim skoðunum á framfæri býður varla upp á vandaðar, hófstilltar og varfærnar yfirlýsingar á nótum málefnalegrar rökræðu sem nokkur maður tekur eftir. Óábyrgar ýkjur og fjarstæðukenndar upphrópanir eru því innbyggðar í ríkjandi opinber skoðanaskipti og orðræðu.

Gapripill (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 16:56

21 identicon

Varðndi endurvinnslu þeirra í BNA á áli , þá hefur það komið fram að um ein milljón tonna af áldósum fari þar á sorphauga á ári. Það þarf 6 stk verksmiðjur á stærð við  þá í  Straumsvík til að framleiða það magn sem BNA fólkið hendir, bara í áldósum/ári

Er það eftirsóknarvert að fórna okkar náttúru í sóun sem þessa svo dæmi sé tekið??

Alcoa er nú að byrja að fylla í það sem glatast í BNA  að 1/3 með Kárahnjúkavirkjun

Erum við ekki glaðir 

Hafnfirðingur (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 17:27

22 Smámynd: Björn Emil Traustason

Mikil óvissa

Mikil óvissa ríkir um niðurstöður rannsókna á gróðurhúsaáhrifum, sérstaklega í sambandi við spár um hlýnun á tilteknum stöðum eða svæðum á jörðinni.

þessi óvissa gerir það að verkum að vísindamenn eru iðulega ekki sammála um það hvernig beri að túlka niðurstöður líkanareikninga og veðurathugana.

Náttúrulegar breytingar á veðurfari valda því hve erfitt er að benda á óyggjandi merki þess að loftslag hafi hlýnað.

það er því ekki fyrr en hlynunin er orðin mun meiri en þær óreglulegu hitabreytingar, er mælst hafa, sem hægt er að fullyrða nokkuð um það.

Saman valda þessi atriði því hvað fréttir af afleiðingum vaxandi gróðurhúsaáhrifa eru oft ruglingslegar.

Mælingar á þykkt ósonlagsins

Það er ekki mjög langt síðan menn fóru að fylgjast með ósonlaginu og stunda mælingar á því. Um 1920 tókst breska vísindamanninum G.M.B. Dobson að smíða tæki til að mæla ósonmagnið í loftinu. Tækið og mæleiningin eru kennd við hann og er óson nú mælt í Dobson (Du). Það var þó ekki fyrr en 1985 að breskir vísindamenn birtu niðurstöður úr mælingum sínum og kom þá í ljós þynning ósonlagsins. Mælingar þeirra höfðu staðið frá 1956 og sýndu að magn ósons yfir athugunarstöð þeirra á vorin hafði minnkað um 40%. Þá vaknaði áhugi manna, rannsóknir stórjukust og margt hefur verið gert síðan þá í rannsóknarstörfum í sambandi við ósonlagið. Helsta vandamálið og stærsti óvissuþáttur þessara athugana, er skortur á öðrum mælingum fyrir 1980. Það eru því ekki til rannsóknir eða mælingar sem segja okkur til um hvort ósonþynningin er náttúruleg sveifla, sem hefur átt sér stað áður, eða af mannavöldum.

http://www.bet.is/

 

Björn Emil Traustason, 5.2.2007 kl. 17:33

23 identicon

Eiríkur,getur þú með einhverjum haldbærum rökum fært fyrir því sönnur að ferðamenn séu að hætta að koma til Íslands?  Hvað útskýrir þá fréttir dagsins í dag að gistinóttum hafi fjölgað stórlega á milli ára,nú um ein 27% síðastliðin desember?  Og það ofaní hvalveiðar,sem áttu jú að jarða ferðaiðnaðinn, og stærstu stóriðjuframkvæmd íslandssögunar. 

 Ástandið með þennan  slæma útblástur myndi batna til muna ef rafmagn væri alstaðar unnið eins og við gerum hérlendis, með virkjun vatnsafla,en því fylgir eingin losun lofttegunda eins og alþjóð veit.  Að brenna kol eða jarðolíu nú eða kjarnorka eru ekki alveg eins hentug hvað þetta varðar.  Þetta er stærsti ókostur með þennan útblástur,það er hvernig raforkan er framleidd,hér er það gert með fullkomlega umhverfisvænum hætti.  Nú ef allt lóna og veitukerfi Landsvirkjunar er lagt saman er það um 0.25%.  Við hljótum að geta notað og lært að njóta þessi 99,75% af landinu okkar.

Guðmundur M (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 17:56

24 identicon

Erlendir ferðamenn stoppa yfirleitt stutt við á höfuðborgarsvæðinu, Guðmundur. Flestir þeirra koma hingað til að njóta náttúrunnar. Stórar stíflur, verksmiðjur, möstur og raflínur út og suður eru þeim þyrnir í augum og þeir koma ekki hingað til að sjá slíkt, heldur óspjallaða náttúru. Og hver er tilgangurinn með því að veiða hér nokkra hvali? Hverjar eru útflutningstekjurnar af því, ef einhverjar eru, og hversu margir ferðamenn hefðu komið og kæmu hingað í framtíðinni ef þessir hvalir hefðu ekki verið veiddir? Hversu mikið hefðu þessir hvalir étið og hversu mikið éta allir hvalir á Íslandsmiðum? Ég held að það sjái ekki högg á vatni við þessar veiðar hvað það snertir en ef veitt yrði mun meira af hvölum hér við land yrði allt vitlaust erlendis. Ég tala nú ekki um ef henda yrði kjötinu.

Eiríkur Kjögx, ríkasti fátæklingurinn (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 19:23

25 Smámynd: Vera

Góðir punktar, Ómar!

Vera, 5.2.2007 kl. 20:43

26 identicon

Cactus fjárfestir ekki í álverum eða álversframleiðendum.

Cactus drekkur kók úr plastflösku.

Cactus er unnandi íslenskrar náttúru og Bubba.

Cactus er sköllóttur eins og Ómar og styður baráttu hans.

Cactus Buffsack (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 09:16

27 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Það er reyndar ekki rétt hjá Gunnari TH. Gunnarssyni að ál sé grænasti málmurinn. Stál tekur ekki nema 20% orkunnar að vinna og mengar minna. Ál er heldur ekki endurunnið í 90% tilfella eins og Gunnar segir. Vissulega á málið líka að snúast um að draga eins mikið og hægt er úr allri álframleiðslu. Sérstaklega í þeim afurðum sem auðveldlega er hægt að framleiða úr öðru en áli. Þetta segi ég vegna þess að áliðnaðurinn er mest mengandi iðnaður í heimi og einnig einn sá orkufrekasti og krefst því mestra fórna frá náttúrusjónarmiðum, sem og heilsufarslegra sjónarmiða.

Most polluting industry

Recycling 

Meira um recycling 

most polluting industry

http://www.irn.org/programs/aluminum/index.php?id=archive/Foiling2005.html 

http://www.irn.org/programs/aluminum/index.php?id=archive/Foiling2005.html 

Andrea J. Ólafsdóttir, 6.2.2007 kl. 14:53

28 identicon

Já þetta hefur verið áhugaverð lesning hér, bæði það sem að Ómar skrifar og svo það sem að aðrir hafa sagt. En mín skoðun er annars sú að það sé komið nóg af álframleiðslu hér á landi. Þar sem að ég er að ganga í gegnum háskóla og mennta mig í verkfræðinámi með von um það að í framtíðinni muni ég ekki þurfa að líða skort (samt er ég ekkert endilega að vona eftir einhverju gríðarlegu ríkidæmi) að þá hef ég auðvitað spáð og spekúlerað margt. Ég get ekki séð að það sé neitt gríðarlega mikið af störfum sem krefjast minnar menntunnar þó svo að það sé vissulega til staðar. Þetta er eitthvað sem að ég tel að yfirvöld ættu að hugsa um og hlúa að. Ég tel að yfirvöld eigi að nota þekkingu sína í virkjunnarmálum til þess að virkja íslenskt hugvit og hvetja fólk til menntunar og gera menntun aðgengilegri fyrir alla, það væri t.d hægt að horfa til Danmerkur í þeim málum. Þar hafa yfirvöld lág eða engin skólagjöld og ungt fólk þar getur fengið ýmsa styrki til þess að mennta sig og það er margt gert til þess að halda þeim einstaklingum sem hafa menntað sig í landinu. í framhaldinu af þessu gætu íslensk yfirvöld byggt síðan upp hátækniiðnað sem að þarfnaðist fólks með menntun, jafnframt væri sá iðnaður mun náttúruvænni en álver og þyrfti ekki að vera eins orkufrekur.

Davíð Hafstein (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 15:14

29 Smámynd: Andrea J. Ólafsdóttir

Hvort er það almúginn eða auðvaldið sem stjórnar Íslandi? Það er allavega á hreinu að hér ríkir ekki lýðræði. Lýðræði og þingræði er ekki það sama. 

Hvers vegna er Alcoa ekki að byggja álver í Venezúela þar sem að þar væri

-          Miklu minni flutningskostnaður á hráefnum en Bauxit er unnið í nágrannaríkjunum td. Guyana

-          Næg vatnsorka

-          Miklu ódýrara vinnuafl

Umhverfisstjóri Alcoa segir að þeim líki ekki stjórn Hugo Chavez það væri ekki hægt að treysta honum – þar væri svokallað ótryggt pólitískt ástand.

Ef markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsaáhrifa er miklu betra að framleiða álið í Venezuela - það væri umhverfisvænt að losna við flutning hráefna þvert yfir heiminn.

Þarna sést líka lygi íslenskra stjórnvalda – ef ál væri ekki framleitt hér með vatnsorku væri það framleitt í Suður-Ameríku MEÐ VATNSORKU.

Við getum verið stolt af því að stela vinnunni frá þróunarlöndunum með því að undirbjóða þau í raforkuverði og hjálpa til við að koma lýðræðislegum valdhöfum frá völdum af því þeir eru ekki alþjóðlegum auðhringjum þóknarlegir - er það ekki? Stoltið að fara með okkur alveg hreint?

Það er ekkert skrýtið að Alcoa líki ekki við Hugo Chaves. Hann er að þjóðnýta orkuauðlindir landsins í þágu fólksins og stefna hans og umbætur eru mikil ógn við hin kapítalísku Bandaríki NA. Í Venezuela eru frábærir hlutir að gerast fyrir fólkið í landinu og við gætum tekið margt þar okkur til fyrirmyndar. Verst hvað fjölmiðlar eru hliðhollir kapítalistunum sem gerir það að verkum að við fáum ekki réttar fréttir frá Venezuela.

"Þjóðum sem framleiða raforku er skipt upp í fimm flokka. Í fyrsta flokki væru lönd sem gætu boðið upp á raforku nánast á undirverði, 10-15 mills, en þau væru jafnframt sk. áhættusvæði. Í öðrum flokki væru lönd sem ekki gætu selt orkuna óunna á aðra markaði og því væri verðlagning á bilinu 15-20 mills. Þessi lönd væru á eftir nýjum álverum og í þessum hópi væri Ísland. Þriðji hópurinn innihéldi lönd sem byggju yfir nægri orku og leituðu eftir stækkun þeirra álvera sem væru fyrir, verð þeirra væri á bilinu 20-25 mills. Flestar þjóðir mætu orkuna á 30-35 mills, en þar væru lokanir álvinnslna algengar og ekki líkur á enduropnun. Fimmta flokkinn fylltu svo dýrustu þjóðirnar sem þyrftu ekki á raforkusölu til hrávinnslu af neinu tagi að halda."   http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=513822

 Það sést hér að Ísland var og er í undirverðsflokknum : http://notendur.centrum.is/ardsemi/upp.htm#rafmagnsverð

Það er ekki verið að loka kolaorkuverum fyrir þau vatnsorkuver sem er verið að byggja hér. Ég hef sjálf verið að leita upplýsinga um það hjá Alcoa og svörin þeirra eru á þessa leið: Nei, sko það virkar ekki alveg svona. Nei, sko það er eiginlega ekki verið að loka neinum kolaorkuverum. Þetta er eiginlega bara svona viðbót sko.  

Andrea J. Ólafsdóttir, 6.2.2007 kl. 15:19

30 identicon

Það er nú ekki skrýtið að ál sé þokkalega vel endurunnið hér þegar kinnfiskasoginn fátæklingaherinn, sem stjórnarflokkarnir hafa skapað, ryksugar upp allar áldollur til að lifa af.

Eiríkur Kjögx, ríkasti fátæklingurinn (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 16:44

31 identicon

Varðandi endurvinnslu þeirra í BNA á áli , þá hefur það komið fram að um ein milljón tonna af áldósum fari þar á sorphauga á ári. Það þarf 6 stk verksmiðjur á stærð við  þá í  Straumsvík til að framleiða það magn sem BNA fólkið hendir, bara í áldósum/ári

Er það eftirsóknarvert að fórna okkar náttúru í sóun sem þessa svo dæmi sé tekið??

Alcoa er nú að byrja að fylla í það sem glatast í BNA  að 1/3 með Kárahnjúkavirkjun

Erum við ekki glaðir 

Þetta er frábært innlegg, bara ef það væri hægt að segja fólki út í bæ þetta sem stanslaust segir að "einhverjir verði nú að famleiða allt þetta ál sem svo mikið er spurt eftir".

Geturðu skrifað grein um þetta í blöðin?

Dísa (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 21:41

32 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Stórar vatnsaflsvirkjanir valda miklum náttúruspjöllum ef einhver skyldi ekki vita það.  Fyrir utan bein áhrif á vistkerfi getur þeim fylgt heilmikil losun gróðurhúsalofttegunda.

Það er ekki víst að virkjun jarðhita henti fyrir stóriðju því kerfin þarf að hvíla ef nýtingin er ágeng.  Orkugeta jarðhita : pdf

Pétur Þorleifsson , 7.2.2007 kl. 12:17

33 identicon

Andrea Ólafsdóttir bendir á athyglisverða tengla. Athyglisverðast er þó að hún virðist ekki hafa lesið þá vel nema þann sem er augljóslega í "Greenpeace" flokknum. T.d. I.R.N. sem er samtök sem hafa það að markmiði að vernda ár gegn hverskyns röskunn. Það er reyndar rétt hjá henni að af öllu áli sem hefur verið framleitt frá upphafi er ekki 90% endurunnið heldur 75%. Ég gerði þann feil að taka upplýsingar um endurvinnslu áls frá löndum sem við viljum helst bera okkur saman við, s.s. Norðurlöndin, Sviss, Japan o.fl. Í þessum löndum er hlutfallið 88-93%. En svo eru lönd sem sóa eins og t.d. Bandaríkin sem eru ekki með nema um 50% nýtingu og munar um minna þegar horft er á meðaltal. Nú er það svo að við endurvinnslu áls er það 100% endurnýtanlegt á meðan stál er mis vel fallið til endurvinnslu (allt niður í 25%) Orkunotkun við endurvinnslu áls er 5% af orkunotkun frumframleiðslunnar en ég hef ekki þetta hlutfall í stálframleiðslu en geri ráð fyrir að það sé mun hærra þar eð bræðslumark stáls er hærra en áls. Að bera saman ál og stál er samt afar erfitt, líkt og að bera saman epli og appelsínur. Hvort tveggja er gott til síns brúks og endurvinnsla er alltaf jákvæð. Ef önnur og umhverfisvænni afurð finnst sem kemur í stað áls þá ber að sjálfsögðu að fagna því. En þangað til er álið málið.

Gunnar Th. Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 13:08

34 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Orkuþörf til að vinna ál og stál er borin saman hér á bls. 5 :

http://www.landvernd.is/myndir/ibuafundur_gardi.pdf

Pétur Þorleifsson , 7.2.2007 kl. 14:04

35 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Í áróðursbæklingi landverndar er ekki borin saman endurvinnslu orkuþörfin. Og ég verð að segja því miður að ýmis öfgasamtök í náttúruvernd hafa komið slíku óorði á náttúrverndarsamtök að allar upplýsingar frá þeim ber að taka með fyrirvara.

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.2.2007 kl. 15:04

36 identicon

Aftur að loftslagsmálum. Gamla þumalputtareglan í gegnum 4.500.000 milljón ára jarðsögu er sú að fyrir hverja 1°C sem hlýnar hækkar sjávarborð um 1 metra - það tekur hins vegar nokkurn tíma því blöndun sjávar er hæg og þar með hitastigsdrefingin. Svo ef hitnar um 3°C hækkar sjávarborð um 3 metra - bara spurning hvað það tekur langan tíma að ná hitaþenslunni. Þá erum við ekkert að spá í meira vatn vegna bráðnunar jökla.

Loftslagsbreytingar eru afar áhugaverðar - og nú er góður tími fyrir þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu að kynna sér það. Fara út að Seltjörn og skoða þar á háfjöru dökkan fjörumó, leifar af birkiskógi sem þarna óx á vel þurru landi fyrir nokkur þúsund árum. Svo má horfa til skerjanna milli Grandans og Akureyjar og reyna að sjá fyrir sér verslunarhúsin sem þar stóðu á miðöldum. 

Það er hinsvegar ljóst að mörlandinn lætur ekki að sér hæða. Í anda Sverris Stormskers segja ráðamenn: Gróðurhúsaáhrif verða í öðrum löndum - og hyggjast byggja á uppfyllingum út í sjó á stað þar sem er landsig og það heimurinn sammála um hækkandi sjávarstöðu. það er nú ekki svo galið að hafa saltvatnssundlaug í húsinu

Ásta (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband