8.1.2008 | 19:48
OBAMA - SVARTUR KENNEDY ?
Hugsanlega á Barak Obama gengi sitt því að þakka að með vissu millibili í sögu þjóða verða alger kynslóðaskipti og andrúmsloftið gerbreytist, - það eru komnir nýir tímar. Þessi breyting er ekki alltaf fyrirsjáanleg, - allt í einu virðist bara komið ástand sem kallar á þetta. Þetta gerðist þegar John F. Kenndy var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Hann var yngsti forseti Bandaríkjanna og hinn fyrsti sem ekki var mótmælendatrúar. Nýtt andrúmsloft lék um Bandaríkin.
Nixon var ungur maður en hafði verið varaforseti Eisenhowers og komst ekki hjá því að vera talinn fulltrúi liðins tíma og það var líklegast ástæðan fyrir því að hann tapaði fyrir Kennedy.
Líklega geldur Hillary Clinton þess að hafa verið áhrifamikil forsetafrú í átta ár og að því leyti fulltrúi liðins tíma og að fólki finnist það ekki nógu mikil breyting þótt hún yrði fyrsta konan til að gegna forsetaembætti í Bandaríkjunum.
Ef Barak Obama heldur áfram sigurgöngu sinni allt inn í Hvíta húsið er það vegna þess að Bandaríkjamenn eru í skapi til að breyta ærlega til, stokka ærlega upp rétt eins og Kennedy gerði á sínum tíma, ungur, nýr og ferskur, öðruvísi en gömlu ráðamennirnir. Ef þörfin fyrir breytingar er það sem mestu ræður er það bara plús fyrir Obama að vera blökkumaður. Hann er réttur maður á réttum stað á réttum tíma.
![]() |
Kosning hafin í New Hampshire |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
8.1.2008 | 19:18
GRÁTT YFIR AÐ LÍTA.
Fór í gærmorgun í myndatökuferð um norðausturhálendið og kom til baka í dag fljúgandi suður um Auðkúluheiði, Stórasand og Arnarvatnsheiði. Ég undraðist enn og aftur hve lítill snjór er á hálendi lands, sem er kallað Ísland. Hægt var að lenda flugvél við Hálslón og snjórinn er það lítill að hraunin eru grá eða dökk yfir að líta. Flugbrautir á Auðkúluheiði og sunnan við Arnarvatn á Arnarvatnsheiði voru auðar og vötnin öll sem auð skautasvell.
Þetta er ólíkt því sem mun vera á hálendi Noregs en þar hefur aukin úrkoma valdið því að snjóalög eru meiri en áður var á veturna. Hins vegar velurmeiri hiti, leysing og rigning því að heldarútkoman verður minni jöklar og hækkandi gróður.
Það hefur dregist í næstum tvo mánuði að fara í þessa ferð en það sýnir hve miklir umhleypingar hafa verið. Og loks þegar kom að því að fara nægði birtutíminn ekki til þess að ljúka ferðinni á einum degi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)