GRÁTT YFIR AÐ LÍTA.

Fór í gærmorgun í myndatökuferð um norðausturhálendið og kom til baka í dag fljúgandi suður um Auðkúluheiði, Stórasand og Arnarvatnsheiði. Ég undraðist enn og aftur hve lítill snjór er á hálendi lands, sem er kallað Ísland. Hægt var að lenda flugvél við Hálslón og snjórinn er það lítill að hraunin eru grá eða dökk yfir að líta. Flugbrautir á Auðkúluheiði og sunnan við Arnarvatn á Arnarvatnsheiði voru auðar og vötnin öll sem auð skautasvell.

Þetta er ólíkt því sem mun vera á hálendi Noregs en þar hefur aukin úrkoma valdið því að snjóalög eru meiri en áður var á veturna. Hins vegar velurmeiri hiti, leysing og rigning því að heldarútkoman verður minni jöklar og hækkandi gróður.

Það hefur dregist í næstum tvo mánuði að fara í þessa ferð en það sýnir hve miklir umhleypingar hafa verið. Og loks þegar kom að því að fara nægði birtutíminn ekki til þess að ljúka ferðinni á einum degi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband