OBAMA - SVARTUR KENNEDY ?

Hugsanlega á Barak Obama gengi sitt því að þakka að með vissu millibili í sögu þjóða verða alger kynslóðaskipti og andrúmsloftið gerbreytist, - það eru komnir nýir tímar. Þessi breyting er ekki alltaf fyrirsjáanleg, - allt í einu virðist bara komið ástand sem kallar á þetta. Þetta gerðist þegar John F. Kenndy var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Hann var yngsti forseti Bandaríkjanna og hinn fyrsti sem ekki var mótmælendatrúar. Nýtt andrúmsloft lék um Bandaríkin.

Nixon var ungur maður en hafði verið varaforseti Eisenhowers og komst ekki hjá því að vera talinn fulltrúi liðins tíma og það var líklegast ástæðan fyrir því að hann tapaði fyrir Kennedy.

Líklega geldur Hillary Clinton þess að hafa verið áhrifamikil forsetafrú í átta ár og að því leyti fulltrúi liðins tíma og að fólki finnist það ekki nógu mikil breyting þótt hún yrði fyrsta konan til að gegna forsetaembætti í Bandaríkjunum.

Ef Barak Obama heldur áfram sigurgöngu sinni allt inn í Hvíta húsið er það vegna þess að Bandaríkjamenn eru í skapi til að breyta ærlega til, stokka ærlega upp rétt eins og Kennedy gerði á sínum tíma, ungur, nýr og ferskur, öðruvísi en gömlu ráðamennirnir. Ef þörfin fyrir breytingar er það sem mestu ræður er það bara plús fyrir Obama að vera blökkumaður. Hann er réttur maður á réttum stað á réttum tíma.


mbl.is Kosning hafin í New Hampshire
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Vegna tæknilegra örðugleika get ég ekki breytt textanum né bætt hann og set því þetta atriði inn sem athugasemd:

Kennedy barðist við Lyndon B. Johnson í prókjörum, en Johnson var afar hæfur til starfans, hafði miklu meiri stjórnmálareynslu að baki, verið áhrifamikill og öflugur leiðtogi demókrata á þingi og þegar hann loks varð forseti kom í ljós að þetta gerði honum kleift að ná mesta árangri sem nokkur Bandaríkjaforseti hafði náð í réttindamálum blökkumanna og félagslegum úrbótum.

Færð hafa verið að því rök að Kennedy hefði ekki getað náð svo miklum árangri þrátt fyrir glæsileika sínn.

Þetta skipti hins vegar ekki höfuðmáli í baráttu þeirra Kennedys og Johnsons heldur einfaldlega það að kjósendur vildu breytingu og að Johnson var ekki eins augljós fulltrúi hins nýja og Kenndy.

Ómar Ragnarsson, 8.1.2008 kl. 20:11

2 identicon

Ein ástæða þess að Obama gengur svo vel er einmitt vegna þess að hann nær að heilla óákveðna upp úr skónum. Ég spái því fastlega að hann verði forsetaefni Demókratana og vinni síðan kosningarnar. Það er eitthvað phenonomal við hann og allur hans málflutningur og stefnumál eru ferskur vindur í Bandarískt samfélag sem er orðið langþreytt. Hann er bara flottastur!!! Og það fer lika afskaplega í taugarnar á mér þegar fólk segist frekar ætla að kjósa Hillary af því að hún sé kona eða að fólk kjósi Obama að því það vilji ekki konu í hvíta húsið. Hvað sem hver segir þá hefur þetta EKKERT með kyn að gera, heldur allt annað: málflutning, persónu, stefnumál(þó þau séu mjög svipuð hjá mörgum þessara Demókrata), hvernig þau presentera sjálfa sig og margt margt meira.

 áfram Obama! Hann bara verður að taka þennan slag...

Jóna (IP-tala skráð) 8.1.2008 kl. 21:56

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg verð að segja það sama og Laissez Fair hefi ekkert á móti Barak Hussein Obama,en þetta mundi verða til þessa að Republikakanar innu Forsetakostningarnar,það er næsta vist/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 9.1.2008 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband