Nauðsynlegar spurningar.

Það er vandi að vera spyrill í viðtali eins og Sigmar Guðmundsson tók við Geir H. Haarde í Kastljósinu. Það verður að forgangsraða spurningum og þær verða að vera þær bestu sem völ er á. Mér fannst Sigmar koma mjög vel frá þessu, - kannski var þetta hans besta viðtal á ferlinum. Hann var ekki æstur heldur líkari Joe Cortes, einum virtasta hnefaleikadómara heims sem starfar undir kjörorðinu "I´m firm, but I´m fair." Ég er ákveðinn en ég er sanngjarn."

Hann leyfði Geir að svara eftir því sem hann gat það. Einhverjir kunna að segja að Sigmar hafi gengið nærri Geir en það finnst mér ekki. Hann spurði spurninga sem varð að spyrja og fá svör við og það eina sem vantaði upp á var svolítið meiri tími til að geta haldið áfram umræðunni um hugsanleg mannaskipti í og stjórn landsins og þeirra stofnana sem tengjast hruninu nú.

 


mbl.is Við munum ekki láta kúga okkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Klúðrið að koma sér í svona stöðu.

Ég hef áður sagt frá þeim viðbrögðum erlendis sem orð seðlabankastjóra höfðu á viðkvæmasta stigi þess klúðurs sem við erum komin í. Viðbrögðin voru reiði hundruð milljóna manna sem sáu þennan viðtalsbút í sjónvarpsfréttum yfir því að mismuna ætti sparifjáreigendum eftir þjóðerni hvað varðaði uppgjör í þeim efnum. Í fyrsta skipti á ævinni varð ég fyrir lítilsvirðingu á erlendri grund fyrir þjóðerni mitt.

Á grundvelli þessa, símtalsins fræga við fjármálaráðherra Breta (sem ætti að birta) og hugsanlegra fleiri atriða skapaðist tylliástæða fyrir fráleitlega hörðum viðbrögðum Breta. Enn liggur heiður þjóðarinnar í svaðinu víða um lönd eftir þá árás og Ásta Möller hefur lýst því vel hve erfitt er að upplýsa um það fyrir jafnvel þingmönnum erlendis.

Ef haldið hefði verið öðruvísi á málum, fengnir strax fulltrúar Breta til landsins eða haldnir fundir erlendis án skaðlegra yfirlýsinga í fjölmiðlum fyrir fram, hefði miklu fremur fengist skaplegri lausn en sú sem nú virðist ætla að dynja á okkur í skjóli þrýstings utan frá eftir að erlendir ráðamenn hafa gengið of langt í bræði sinni og eiga erfiðara með að bakka eða fallast á sanngjarna lausn.

Þar með blasir við hættan á "Versalasamningum" þar sem óframkvæmaleg lausn leiðir meiri vandræði af sér en átti að leysa.  

Hvað snertir ummæli Valgerðar Sverrisdóttur finnst mér vandséð hvernig Framsókn ætlar að komast frá kosningum þar sem hennar þáttur síðasta áratug í græðginni á kostnað afkomendanna mun blasa við. 

En ljóst er að uppgjör verður að fara fram, - nýir tímar með nýjum gildum hafa haldið innreið sína.   


mbl.is Stjórnmálin biðu hnekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. október 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband