29.10.2008 | 18:41
Afneitun á fullu.
Ef málið væri ekki jafn grafalvarlegt og það þer væri broslegt að fylgjast með því hvernig Framsóknarflokkurinn og Samfylkingin reyna að sverja af sér ábyrgð á mistökum og axarsköftum í stjórnarfarinu undanfarin ár, - flokkar sem hafa keppst um hylli Sjálfstæðisflokksins eftir ballið á kosninganótt.
Ekki þarf að fjölyrða um þátt Framsóknarflokksins í því að kynda þenslubálið allt frá 2002 í húsnæðiskerfinu og með stóriðju- og virkjanaframkvæmdum sem hvort tveggja var keyrt áfram í stundargróðabrjálæði af algeru tillitsleysi við hagsmuni komandi kynslóða.
Hlutur Samfylkingarinnar er ekki betri. Strax árið 2002 tók flokkurinn upp þá stefnu að sýna Sjálfstæðisflokknum fram á að hún væri "stjórntæk" með því að meirihluti þingmanna SF studdi Káralhnjúkavirkjun og leikið var tveimur skjöldum í stóriðjumálum.
Í héraði studdi Samfylkingarfólk álversframkvæmdir og eins miklar virkjanaframkvæmdir og hægt var að komast yfir. Ráðamenn átu ofan í sig loforð fyrir kosningar um að breyta fyrirkomulaginu við ákvarðanir sem gátu falið í sér afdrifaríkar og neikvæðar afleiðingar varðandi varðveisluna á mestu verðmætum landsins, sem felast í náttúru þess.
Fagra Ísland var kokgleypt eftir kosningarnar og samstaðan við Sjálfstæðismenn var í raun algjör um eins öflugt áframhald stóriðjustefnunnar og mögulegt væri.
Ofan á þetta bætist ábyrgð Samfylkingarinnar á hinum mikla hrunadansi í efnahagsmálum sem stiginn var með vaxandi þunga þar til allt hrundi.
![]() |
Ekki benda á mig |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
29.10.2008 | 09:00
Sótt að flugvirkinu.
Fátt hefur borið hróður Íslands víðar en flugstarfsemi, allt frá því að Loftleiðir buðu lægstu fargjöld yfir Atlantshafið á sjötta áratug síðustu aldar. Enn hittir maður fjölda útlendinga sem minnast þess með glampa í augum hvernig þetta íslenska flugfélag opnaði fyrir þeim, þá fátækum námsmönnum eða ungu fólki, möguleika á að ferðast yfir Atlantshafið í fyrstu ferð sinni til annarrar heimsálfu.
Með falli Sterling og erfiðleikum í Luxemborg er sótt að því virki flugsins sem hefur staðið af sér alla storma hingað til, líka fárviðrirð um 1980 þegar Flugleiðir stóðu tæpt. Vonandi gerist það akki að þetta síðasta vígi íslensks heiðurs og stolts falli.
En síðan má líka minna á það að neyðin kennir naktri konu að spinna. Það var yfirvofandi gjaldþrot Loftleiða sem leiddi þá inn á þá útgönguleið sem skóp íslenska flugundrið fyrir hálfri öld.
![]() |
Sterling gjaldþrota |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)