17.12.2008 | 22:02
Askja skelfur.
Í tvö ár hafa verið skjálftahrinur á svæði sem er 25 - 30 km fyrir austan Öskju og hafa vísindamenn tengt það hreyfingum hraunkviku, sem streymir í átt til yfirborðs.
Í dag brá svo við að myndarleg skjálftarhrina varð í Öskju og fyrir norðvestan hana, yfir í Dyngjufjalladal.
Páll Einarsson jarðfræðingur sagði mér í kvöld að ólíklegt væri að skjálftarnir í Öskju boðuðu eldsumbrot, því að land hefði verið að síga þar allar götur frá 1973.
Hins vegar benti margt til að hraunkvika streymdi undan Öskju til austurs í átt að skjálftasvæðinu þar, sem upphaflega var við suðurenda Upptyppinga en færðist síðan yfir á Álftadalsdyngju, skammt fyrir norðaustan Upptyppinga og hefur síðan verið undanfarnar vikur við lítið fell, skammt norðan við Upptyppinga, sem heitir Hlaupfell.
Allt er því enn á huldu um það hvernig fer um kvikuna, sem er að brjótast þarna neðan jarðar og veldur því að land rís þar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
17.12.2008 | 21:24
Louis Crossley: "Verið alls staðar!"
Baráttukonan Louis Crossley, sem kom hingað til lands og hélt hér fyrirlestur gaf íslensku umhverfisverndarfólki ýmis ráð varðandi það hvernig helst sé hægt að ná árangri. Eitt þeirra var að láta að sér kveða sem oftast og víðast, jafnvel í forsetakosningum.
Þetta getur birst á mörgum sviðum eins og sjá af frábæru framlagi Bjarkar Guðmundsdóttur til stofnunar myndarlegs frumkvöðlasjóðs.
Þetta getur einnig átt við í byggðakosningum og strax við lok síðustu Alþingiskosninga var þetta að sjálfsögðu rætt meðal fólks í Íslandshreyfingunni, sem er í eðli sínu "þverpólitískt" afl, hreinn grænn flokkur sem skilgreinir sig hvorki til hægri né vinstri.
Með því að láta til sín taka í sveitarstjórnarmálum fær fólk dýrmæta reynslu sem getur verið góður grunnur fyrir baráttu á landsvísu.
Það er að vísu eitt og hálft ár til byggðakosninga en eftir ár eru að mörgu leyti síðustu forvöð að skipa fylkingum fram. Ár er að vísu óratími í pólitík en hins ber að gæta að baráttan um náttúruverðmæti landsins er ekki aðeins að verjast leifturstríðum þeirra sem engu vilja eira, heldur líka langhlaup yfir á tíma afkomenda okkar.
Áhugi á grænu framboði í Hafnarfirði er því af hinu góða, hvernig sem fer.
![]() |
Sól í Straumi íhugar framboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2008 | 14:28
Síðbúið en kannski óþarft samþykki.
Hvað Íslandshreyfinguna - lifandi land snertir er rétt að það komi fram, að ég sé ekki neina ástæðu til annars en að samþykkja með glöðu geði að Framfaraflokkurinn fái listabókstafinn A ef eftir samþykki okkar er leitað, en það hefur ekki verið gert.
Þetta tel ég rétt að komi fram strax því að samkvæmt orðum Sturlu Jónssonar var leitað til allra flokkanna sem fyrir voru til samþykkis. Hvorki var leitað til mín né varaformanns Íslandshreyfingarinnar með samþykki þannig að Sturla telur sig aðeins þurfa að leita til samþykkis flokkanna sem eiga fulltrúa á þingi.
Að þessu leyti virðist hann ekki meta Íslandshreyfinguna sem flokk vegna þess að hún er utan þings eins og reyndar Framfaraflokkur hans er. Fékk I-listinn þó atkvæðamagn í síðustu kosningum sem skilað hefði öðrum flokkum tveimur þingmönnum og er á skrá yfirvalda sem viðurkenndur stjórnmálaflokkur sem uppfyllir öll skilyrði sem sett eru þar að lútandi.
Nógu mikið veit ég um þessi mál til að geta upplýst að ekki er nóg að fá samþykki starfandi stjórnmálaflokka, heldur einnig formanna þeirra flokka sem áður hafa átt viðkomandi listabókstaf, nema orðið sé langt síðan þeir voru með bókstafina.
Þetta hefur Sturlu tekist og er ástæða til að óska honum til hamingju með það því að listabókstafurinn A er góður og nýttist Alþýðuflokknum oft vel hvað það snerti að það er alltaf plús að vera efstur á blaði.
![]() |
Framfaraflokkurinn fær listabókstafinn A |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
17.12.2008 | 11:59
Gamli skólinn minn, Laugarnesskólinn?
Mér er farið að skjöplast á gamals aldri ef ég fer rangt með það að myndin, sem birtist með fréttinni af einkunnum skólabarna er tekin í gamla barnaskólanum mínum, Laugarnesskólanum. Hvernig Oddgeir Einarsson fær það út að þetta sé mynd af mótmælendum í Seðlabankanum er mér hulin ráðgáta.
Það sést greinilega að það eru nær eingöngu börn á myndinni og ekki vissi ég til að börn hefðu ráðist inn í Seðlabankann.
![]() |
Lítill munur milli landssvæða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.12.2008 | 10:15
Óttinn við óttann.
Það mun hafa verið Roosevelt Bandaríkjaforseti sem sagði að að það eina sem væri að óttast væri óttinn sjálfur. Reynir Traustason virðist með yfirlýsingu sinni áttað sig á þessu og hefði betur gert það fyrr. Einn þáttur óttans er meðvirkni.
Allt frá því að ég kynntist á árinu 2003 á eftirminnilegan hátt hinum mikla og sívaxandi ótta og meðvirkni sem gegnsýrði samfélagið hef ég reynt að lýsa þessu ástandi svo að fólk gæti gert sér grein fyrir því og skaðsemi þess.
Mér þótti athyglisvert að enda þótt fólk heyrði eða virtist hlusta á það sem ég sagði gerðist ekki neitt. Óttinn og meðvirknin héldu áfram þangað til smá glufur fóru að myndast árið 2004.
En þá tók bara meðvirkni við á öðrum sviðum.
Roosevelt setti fram í ársbyrjun 1941 eftirfarandi markmið ferns konar frelsis fyrir Bandaríkin og allan heiminn:
1. Skoðana- og tjáningarfrelsi. (Freedom of speech)
2. Trúfrelsi. (Freedom of worship)
3. Frelsi frá ótta.l (Freedom from fear)
4. Frelsi frá skorti. (Freedom from want)
Svo er að sjá að í DV-málinu hafi verið um tvö af þessum fjórum að ræða, þ. e. skoðana- og tjáningarfrelsi og frelsi frá ótta. Og frelsi frá skorti kom einnig við sögu hvað varðaði það að allir starfsmenn blaðsins yrðu atvinnulausir.
![]() |
Aldrei aftur mun óttinn stýra fréttaflutningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)