VARÐ TIL Í MANNÞRÖNG.

Það er að vísu óvenjulegt að fólk komi í heiminn í mannþröng en sennilega líka að verða þar til. Þegar ég var í lagadeild og grúskað var í dómum Hæstaréttar og Héraðsdóms minnir mig að einn þeirra hafi verið barnsfaðernismál þar sem vitni voru tilkvödd til að vitna um tilurð barnsins á miðju dansgólfinu í Vetrargarðinum sáluga. Sá skemmtistaður var reyndar þess eðlis að allar "hneykslissögur" af nútíma skemmtistöðum blikna og væri hægt að láta þær margar flakka hér með.

Þar var oft gríðarleg þröng á þingi og hægt að komast upp með ýmislegt án þess að mikið bæri á. Þó skildist mér af lestri dómskjala að nokkrar persónur umhverfis parið hafi áttað sig á því hvað væri á seyði og haft af því lúmska skemmtan.

En ætli lýsi þessu nokkuð frekar heldur segi bara eins og Kristján "heiti ég" Ólafsson. "Við förum ekki nánar út í það."


mbl.is Fæddur í mannþröng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

STUTT KREPPA Á ÁRI SEM ENDAR Á 8?

Færustu sérfræðingum ber ekki saman um það hve djúpur og langvinnur efnahagssamdrátturinn í heiminum verði. Er þetta upphaf á varanlegri kreppu eða jafnar þetta sig á einu ári? Það er sérkennileg tilviljun að tvívegis áður þegar skammvinnur samdráttur varð í bandarísku efnahagslífi endaði ártalið á tölunni 8. 1937 virtist bandarískt efnahagslíf ætla að halda áfram á uppleið sinni frá dýpstu kreppunni í kringum 1932, en þá skall á afturkippur sem setti mark sitt á bandarískt efnahagslíf árið 1938.

Árið 1939 rofaði til og uppsveifla ríkti þangað til Bandaríkin fóru í stríð 7. desember 1941, meðal annars vegna aukinnar hergagnaframleiðslu hjá "vopnabúri lýðræðisins" eins og Bandaríkjamenn nefndu land sitt.

Eftir að Kóreustríðinu lauk 1953 tók við uppsveifla sem fóstraði rokkbyltingu fyrstu ungu kynslóðarinnar í Bandaríkjunum sem hafði efni á að eignast bíla og hafa eitthvað á milli handanna. Gríðarleg bjartsýni ríkti fram til ársins 1958, en þá dundi yfir óvæntur samdráttur.

En eins og 1938 varð þetta aðeins eins árs efnahagslægð. Vonandi verður talan 8 happatala framtíðarinnar í ártalinu 2008 og það sama uppi á teningnum nú og 1938 og 1958, eins árs afturkipppur.


Bloggfærslur 2. febrúar 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband