VARÐ TIL Í MANNÞRÖNG.

Það er að vísu óvenjulegt að fólk komi í heiminn í mannþröng en sennilega líka að verða þar til. Þegar ég var í lagadeild og grúskað var í dómum Hæstaréttar og Héraðsdóms minnir mig að einn þeirra hafi verið barnsfaðernismál þar sem vitni voru tilkvödd til að vitna um tilurð barnsins á miðju dansgólfinu í Vetrargarðinum sáluga. Sá skemmtistaður var reyndar þess eðlis að allar "hneykslissögur" af nútíma skemmtistöðum blikna og væri hægt að láta þær margar flakka hér með.

Þar var oft gríðarleg þröng á þingi og hægt að komast upp með ýmislegt án þess að mikið bæri á. Þó skildist mér af lestri dómskjala að nokkrar persónur umhverfis parið hafi áttað sig á því hvað væri á seyði og haft af því lúmska skemmtan.

En ætli lýsi þessu nokkuð frekar heldur segi bara eins og Kristján "heiti ég" Ólafsson. "Við förum ekki nánar út í það."


mbl.is Fæddur í mannþröng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

ég fæddist í kvenþröng

Brjánn Guðjónsson, 3.2.2008 kl. 00:05

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er ritfrelsi í landinu og lífið má ekki vera svo óskaplega leiðinslegt og þungt að ekki megi inn á milli fjalla um eitthvað létt eða ljúft. þú færð strax pistil núna sem ekki er gamanmál heldur eitt af helstu deiluefnunum í umhverfismálnum, þ. e. olíuhreinsistöðvarnar. Pistlar mínir um slík mál hafa skipt tugum í hverjum mánuði.

Ég og samherjar mínir munu prersónulega ekkert hafa upp úr síðustu kosningabaráttu nema ómælda launalausa vinnu og útgjöld og að vera í hópi ábyrgðarmanna á skuldum eftir kosningabaráttu sem ekki var hægt að heyja nema það kostaði fé.

Hver einasta króna sem nú rennur til Íslandshreyfingarinnar fer í að greiða þessar skuldir og það tekur meira en eitt ár og meira en tvö.

En það virðist eins og þú og fleiri sjáið ofsjónum yfir hreyfingu sem fór út í kosningabaráttuna með tvær hendur tómar á móti flokkum sem höfðu fyrirfram skammtað sér hundruð milljónir króna.

Við áttum sem sé að bjóða fram í öllum kjördæmum og halda uppi stanslausri umræðu um umhverfismálin og önnur góð stefnumál okkar og kosta það með peningum sem dyttu af himnum ofan.

Ómar Ragnarsson, 3.2.2008 kl. 00:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband