1.3.2008 | 19:48
ÞETTA BER AÐ GERA EN HITT EIGI ÓGERT...
"Þetta ber að gera en hitt eigi ógert að láta" var stundum viðkvæði Emils Björnssonar, míns gamla fréttastjóra, um það þegar menn hikuðu við að framkvæma hlutina og stilltu málum þannig upp að tefla tveimur kostum gegn hvor öðrum. Stundum reynist að vísu óhjákvæmilegt að forgangsraða. Ég er sammála því að það sé hlálegt að láta stranda á 80 milljónum króna við að bjarga fyrstu þotu Íslendinga en hins vegar er ég ósammála því að álykta sem svo að rangt sé að varðveita önnur verðmæti, þótt það kunni að vera dýrara.
Þetta Gullfaxamál er enn eitt dæmið um það hve enn er langt í land með það að meta flugminjar sem skyldi. Því er það til dæmis fagnaðarefni ef gamli flugturninn á Reykjavíkurflugvelli fær að vera á sínum stað, hvort sem flugvöllurinn verður þar áfram eða ekki, en svo er að sjá á verðlaunatillögunni um Vatnsmýrarsvæðið.
Og, vel á minnst, "Gullfoss með glæstum brag" var skip sem hefði mátt varðveita og finna stað nálægt Óðni í Reykjavíkurhöfn.
![]() |
Fyrsta þota Íslendinga í hættu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 2.3.2008 kl. 11:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
1.3.2008 | 09:15
ÍSLENSKUR MISSKILNINGUR Í ÚTLANDINU.
Mök erlendra karla í Bretlandi og Svíþjóð við reiðhjól valda undrun vegna þess að orðið bicycle getur alls ekki valdið þar sams konar misskilningi og orðið reiðhjól á íslensku, hvað þá dömureiðhjól. Hér á landi gætu þeir sem aðhefðust svonalagað reynt að afsaka sig með því að hafa misskilið nafnið á hinu "misnotaða" tæki.
Lögreglurannsókn á svona meðferð á reiðhjólum gæti leitt ýmislegt forvitnilegt í ljós. Til dæmis það að karlmaður sem "misnotaði" karlmannsreiðhjól fremur en dömureiðhjól kæmi með því upp um samkynhneigð sína.
![]() |
Hafði mök við dömureiðhjól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.3.2008 | 00:56
MANNAUÐURINN ER VERÐMÆTASTUR.
Baltasar Kormákur er gott dæmi um þau verðmæti sem felast í menntun landsmanna sem laðar fram það besta úr hverjum manni. Sú var tíðin að menn kumruðu yfir því fjármagni sem væri "eytt" í kvikmyndagerð og listir og því stillt upp sem andstæðu þess að fjárfesta í "framleiðslugreinum" sem gæfu sem flestu verkafólki atvinnu. Sú hugsun var eðlileg og nauðsynleg fyrir 40 árum en er það ekki lengur, því að velgengni þjóða á 21. öld byggist fyrst og fremst á því að mannauðurinn sé mikilvægari en megavöttin.
Nú þegar gefa menning og listir af sér stærri skerf til þjóðarframleiðslu og tekna en landbúnaðurinn, svo dæmi sé tekið.
Með þessu er ég ekki að kasta rýrð á þá ómissandi vinnu sem inna verður af hendi við framleiðslustörf eða umönnunarstörf. Sjálfur hefði ég ekki viljað missa af þeim lærdómi, sem flest ungt fólk fer á mis við í dag, en fólst í því í gamla daga að æskufólki gafst færi á að vinna verkamannastörf bæði í borg og í sveit um helgar og í skólafríum á sumrin.
Það víkkaði sjóndeildarhringinn og skilning á þjóðlífinu að kynnast beint á þann hátt öllu litrófi atvinnulífs og mennta.
En það stingur í augun að hvergi í nálægum löndum eru eins margir sem ekki fara út í neitt framhaldsnám eftir skyldunám og að starfsmenntun og verkmenntun hér á landi þarf mikillar eflingar við.
![]() |
Baltasar: Getur breytt öllu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)