20.5.2008 | 14:19
Blettur á samtíð okkar.
Það kæmi mér ekki á óvart að þegar sagnfræðingar framtíðarinnar rekast á gögn um málflutning Sigurjóns Þórðarsonar og Magnúsar Þórs Hafsteinssonar um flóttafólkið á Akranesi muni þeir telja skoðanir þeirra blett á samtíð okkar svona svipað eins og þegar menn rákust á það um síðir hvernig við mismunuðum innflytjendum frá Evrópu rétt fyrir seinni heimsstyrjöldina. Þá voru norskir skógarhöggsmenn teknir fram yfir fjölmenntaða Gyðinga, sem sumir hverjir urðu líklega nasistum að bráð fyrir vikið. Þetta var þeim mun átakanlegra að árin á undan höfðu komið hingað menn frá meginlandi Evrópu sem urðu að burðarásum í íslensku menningarlífi. Nægir að nefna örfá nöfn eins Victor Urbancic, Carl Billich, Franz Mixa, Róbert Abraham Ottóson, Joseph Felzmann og Jose M. Riba. Það er hins vegar vitað mál að með þessum málfflutningi höfða þeir félagar Sigurjón og Magnús Þór til ákveðins markhóps Íslendinga sem getur veitt þeim fylgi til að komast aftur á þing. Mig tekur sérstaklega sárt að taka svona til orða um þessar skoðanir vinar míns, Magnúsar Þórs, sem ég hef ævinlega átt hin bestu samskipti við og á gott eitt að þakka. Ég hef persónulega ekki reynt að hann að öðru en hinu besta. Mér finnst þetta mál leiðinlegt fyrir hann. og tel reyndar þá félaga eiga að íhuga skaplegri ráð til að ná áfram á pólitískri framabraut. Þeir eiga að hafa alla burði til þess. |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (57)
20.5.2008 | 13:49
Næstu átakasvæði nyrðra og syðra.
Ákvörðun um að slá Bitruvirkjun af gerir baráttuna framundan einfaldari. Hliðstæða Bitruvirkjunar fyrir norðaustan Mývatn er svæðið Leirhnjúkur-Gjástykki og það er í mínum huga lang mikilvægasti vettvangur baráttunnar framundan vegna þess að það svæði tekur virkjunarsvæði Bitruvirkjunar langt fram og jafnvel sjálfri Öskju. Óafturkræf spor vinnuvélanna við Trölladyngju hræða og taka þarf slaginn um Leirhnjúk-Gjástykki strax og koma í veg fyrir að einstæðu svæði á heimsvísu verði slátrað fyrir rannsóknir á virkjunarsvæði sem gæfi nokkra tugi starfa í álveri. Kjörorðið verður: Ekkert rask við Leirhnjúk og í Gjástykki. Síðan þarf að sjá svo um að nóg verði skilið eftir ósnortið við Krýsuvík og Sog. Nóg verður samt af virkjunum á Reykjanesi. |
![]() |
Hætt við Bitruvirkjun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)