Svipaður örlagavaldur Rómverja?

Fréttin um blýeitrun sem kálað hafi Norðmönnum á Svalbarða leiðir hugann að kenningu, sem ég minnist frá því fyrir allmörgum árum um svipaða eitrun sem hafi valdið Rómverjum vanda og úrkynjun að einhverju leyti og átt þannig þátt í hruni Rómaveldis.

Nú er of langt síðan að ég muni nákvæmlega hvernig þessi kenning var, en hitt er vafalaust rétt að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi.

Ég kann eitt dæmi um það úr íslenskri íþróttasögu. Fyrri hluta sumars 1950 var Hörður Haraldsson kominn í hóp bestu spretthlaupara Evrópu og sigraði og setti Íslandsmet í 200 metra hlaupi á 17. júní móti það ár í mesta spretthlaupi íslenskrar íþróttasögu, 200 metra hlaupi mótsins. 

Hörður hljóp á 21,5, Haukur Clausen á 21,6, Ásmundur Bjarnason á 21,7 og Guðmundur Lárusson á 21,8, og þeir röðuðust í þessu eina hlaupi í hóp bestu 200 metra hlaupara Evrópu. 

Í landskeppni við Dani tognaði Hörður hins vegar illa, kominn með góða forystu í 200 metra hlaupi, og sumarið var ónýtt. Haukur náði síðar um sumarið besta tímanum í Evrópu það árið.

Hörður stóð sig vel í landskeppni við Dani og Norðmennárið eftir en áfram hélt hann síðana að togna og hann gafst upp við að halda áfram. Síðar á sjötta áratugnum uppgötvaði hann að tognanirnar höfðu orsakast af skorti á B-vítamíni, sem er bráðnauðsynlegt fyrir vöðva og sinar. Hann hafði alla tíð verið ónýtur við að borða brauð og mat með þessu mikilvæga vítamíni. 

Hörður hafði misst hraða og snerpu eftir þessi mörgu ónýtu ár, bestu ár hvers spretthlaupara , en fór að hlaupa 400 metra og náði öðrum besta tíma Íslendings á þeim tíma í þeirri grein.

Það er víst ekki sama, hvað við setjum ofan í okkur, við erum víst það sem við étum.  

 


mbl.is 135 ára gömul ráðgáta leyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dauðastríðið heldur áfram.

Fór af stað í fyrrakvöld og ók um nóttina austur á Hraunin fyrir austan Snæfell. Það dróst að klára að veita Kelduá vestur um og því spáð að það drægist til myrkurs. Ég átti að skemmta í Reykjavík um hádegi í dag og varð því frá að hverfa eystra um hádegi í gær og aka um Eyjabakkasvæðið, Kárahnjúka, Sauðármel, Álftadalsleið og Kverkfjallaleið til að nýta ferðina sem best til myndatöku og aka síðan áfram um Norðurland til Reykjavíkur í gærkvöldi og fram á nótt.

Þessi næstminnsti og ódýrasti bíll landsins stóð sig frábærlega á erfiðri 1500 kílómetra, stór hluti af henni jeppaslóðir á hálendinu .

Í ljós koma að ekki er lokið við að taka tvær litlar ár austan Kelduár, Grjótá og Innri-Sauðá úr sambandi og því munu efstu fossar Kelduár ekki hverfa að fullu fyrr en Grjótá hefur verið tekin. Fossar Kelduár neðan Innri-Sauðár munu síðan ekki hverfa að fullu fyrr en sú á hefur verið tekin burtu.

Dauðastríð fossanna heldur því áfram fram í október og erfitt að vita hvort þeir þorna í myrkri.  

Ég hef áður farið í hálendisferðir á minnsta fjórhjóladrifsbíl landsins, Daihatsu Cuore ´88, en þetta er fyrsta slíka ferðin sem farin er á Fiat 126 Maluch. (Maluch er pólska og þýðir "Lilli" eða "litla barnið."

Svona bíla er hægt að fá fyrir nokkra tugi þúsunda í Póllandi eða Bretlandi og árið 2004 kostaði Lilli, sem er árgerð 2000, 60 þúsund krónur í Póllandi, var fluttur frítt með togara til landsins og kostaði um 110 þúsund krónur kominn á götuna í Reykjavík.

Þessi gerð var einfaldasti, ódýrasti og sprarneytnasti bíll í Evrópu í tæpa hálfa öld sem hann og forveri hans, Fiat 500, (sem aðeins var með aðra yfirbyggingu) voru framleiddir. 

Vélin er fyrir aftan afturhjólin, sem eru drifhjól bílsins, og vegna 19 sm veghæðar og kubbslegs lags kemst þessi bíll ótrúlegar torfærur. Fór meira að segja erfiða jeppaleið upp á Úlfarsfell 2005, sem sumir nýjustu jepplingarnir komust ekki þá.

 

 


Bloggfærslur 21. september 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband