Svipaður örlagavaldur Rómverja?

Fréttin um blýeitrun sem kálað hafi Norðmönnum á Svalbarða leiðir hugann að kenningu, sem ég minnist frá því fyrir allmörgum árum um svipaða eitrun sem hafi valdið Rómverjum vanda og úrkynjun að einhverju leyti og átt þannig þátt í hruni Rómaveldis.

Nú er of langt síðan að ég muni nákvæmlega hvernig þessi kenning var, en hitt er vafalaust rétt að oft veltir lítil þúfa þungu hlassi.

Ég kann eitt dæmi um það úr íslenskri íþróttasögu. Fyrri hluta sumars 1950 var Hörður Haraldsson kominn í hóp bestu spretthlaupara Evrópu og sigraði og setti Íslandsmet í 200 metra hlaupi á 17. júní móti það ár í mesta spretthlaupi íslenskrar íþróttasögu, 200 metra hlaupi mótsins. 

Hörður hljóp á 21,5, Haukur Clausen á 21,6, Ásmundur Bjarnason á 21,7 og Guðmundur Lárusson á 21,8, og þeir röðuðust í þessu eina hlaupi í hóp bestu 200 metra hlaupara Evrópu. 

Í landskeppni við Dani tognaði Hörður hins vegar illa, kominn með góða forystu í 200 metra hlaupi, og sumarið var ónýtt. Haukur náði síðar um sumarið besta tímanum í Evrópu það árið.

Hörður stóð sig vel í landskeppni við Dani og Norðmennárið eftir en áfram hélt hann síðana að togna og hann gafst upp við að halda áfram. Síðar á sjötta áratugnum uppgötvaði hann að tognanirnar höfðu orsakast af skorti á B-vítamíni, sem er bráðnauðsynlegt fyrir vöðva og sinar. Hann hafði alla tíð verið ónýtur við að borða brauð og mat með þessu mikilvæga vítamíni. 

Hörður hafði misst hraða og snerpu eftir þessi mörgu ónýtu ár, bestu ár hvers spretthlaupara , en fór að hlaupa 400 metra og náði öðrum besta tíma Íslendings á þeim tíma í þeirri grein.

Það er víst ekki sama, hvað við setjum ofan í okkur, við erum víst það sem við étum.  

 


mbl.is 135 ára gömul ráðgáta leyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bresk skip, Erebus og Terror, hurfu er þau reyndu að komast norvesturleiðina. Mun það hafa verið 1843. Flökin af þeim fundust seint á 20. öld og í framhaldi af því grafir nokkurra áhafnarmanna. Við rannsókn á líkunum kom í ljós að þeir höfðu látist úr blýeitrun. Nestið þeirra var niðursoðið og dósunum lokað með blýi. Inúítar á svæðinu þekktu söguna um skip sem flaut mannlaust í ísnum lengi eftir að áhöfnin var horfin á vit feðra sinna. Í skipunum var ýmislegt góss meðal annars byssur sem frumbyggjarnir vissu ekki hvað var, þeir brutu af þeim skeptin og reyndu að smíða skutla úr hlaupunum.

Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 22.9.2008 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband