Dauðastríðið heldur áfram.

Fór af stað í fyrrakvöld og ók um nóttina austur á Hraunin fyrir austan Snæfell. Það dróst að klára að veita Kelduá vestur um og því spáð að það drægist til myrkurs. Ég átti að skemmta í Reykjavík um hádegi í dag og varð því frá að hverfa eystra um hádegi í gær og aka um Eyjabakkasvæðið, Kárahnjúka, Sauðármel, Álftadalsleið og Kverkfjallaleið til að nýta ferðina sem best til myndatöku og aka síðan áfram um Norðurland til Reykjavíkur í gærkvöldi og fram á nótt.

Þessi næstminnsti og ódýrasti bíll landsins stóð sig frábærlega á erfiðri 1500 kílómetra, stór hluti af henni jeppaslóðir á hálendinu .

Í ljós koma að ekki er lokið við að taka tvær litlar ár austan Kelduár, Grjótá og Innri-Sauðá úr sambandi og því munu efstu fossar Kelduár ekki hverfa að fullu fyrr en Grjótá hefur verið tekin. Fossar Kelduár neðan Innri-Sauðár munu síðan ekki hverfa að fullu fyrr en sú á hefur verið tekin burtu.

Dauðastríð fossanna heldur því áfram fram í október og erfitt að vita hvort þeir þorna í myrkri.  

Ég hef áður farið í hálendisferðir á minnsta fjórhjóladrifsbíl landsins, Daihatsu Cuore ´88, en þetta er fyrsta slíka ferðin sem farin er á Fiat 126 Maluch. (Maluch er pólska og þýðir "Lilli" eða "litla barnið."

Svona bíla er hægt að fá fyrir nokkra tugi þúsunda í Póllandi eða Bretlandi og árið 2004 kostaði Lilli, sem er árgerð 2000, 60 þúsund krónur í Póllandi, var fluttur frítt með togara til landsins og kostaði um 110 þúsund krónur kominn á götuna í Reykjavík.

Þessi gerð var einfaldasti, ódýrasti og sprarneytnasti bíll í Evrópu í tæpa hálfa öld sem hann og forveri hans, Fiat 500, (sem aðeins var með aðra yfirbyggingu) voru framleiddir. 

Vélin er fyrir aftan afturhjólin, sem eru drifhjól bílsins, og vegna 19 sm veghæðar og kubbslegs lags kemst þessi bíll ótrúlegar torfærur. Fór meira að segja erfiða jeppaleið upp á Úlfarsfell 2005, sem sumir nýjustu jepplingarnir komust ekki þá.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband