23.9.2008 | 13:29
Erfið einkunnagjöf.
Einkunnagjöf á borð við þá sem Transparency International stundar er í besta falli óljós vísbending því að spilling getur leynst lygilega. Ég hygg til dæmis að þegar tímar líða fram muni sú lúmska kúgunarspilling, sem hér þreifst á síðustu árum valdatíma Davíðs og Halldórs verða talin athyglisverð.
Ægivald Davíðs var orðið slíkt, að hann gat við annan mann slengt Íslandi inn í stríðsátök sem byggðist á fölskum forsendum og var þar að auki mikil áherslubreyting í utanríkisstefnu landsins.
Á tímabili var það svo að foringinn þurfti ekki lengur að láta til sín taka í einstökum málum. Menn hans gerðu það sem þeir héldu að honum myndi hugnast vel og þeir sem fengu að kenna á valdinu voru líka farnir að reyna að haga sér eins og þeir héldu að gæfi þeim skástu útkomuna gagnvart raunverulegum eða ímynduðum vilja valdhafanna.
Raunar efaðist ég um að Ísland gæti trónað í heiðurssæti þjóðanna með góðri samvisku fyrir tveimur árum og sýnist núverandi mat vera nær sanni og að Ísland hafi hækkað í raun á fyrstu árum nýrrar aldar.
![]() |
Spillingareinkunn Íslands lækkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
23.9.2008 | 12:48
Hvað vill sjónvarpsneytandinn?
Þegar Stöð tvö var sett á stofn sá ég ekki að rými væri fyrir tvær sjónvarpsstöðvar í svo litlu samfélagi sem Ísland er. Þetta reyndst rangt og nú eru tvö atriði efst í huga mér varðandi þjónustu á sjónvarpsmarkaði.
1. Samkeppni. Að því leyti til eru tilvera Stöðvar tvö og Skjás eins nauðsynleg, - einnig tilvist tveggja öflugra fréttastofa á sjónvarpsmarkaðnum.
2. Tilvist RUV. Í sveiflum markaðsþjóðfélagsins er mikilvægt að tryggt sé að til sé sjónvarpsstöð sem ekki verði lögð niður af markaðsástæðum. Það yrði slæmt ef menn sætu allt í einu upp með engan slíkan miðil, sem hefði skyldur við þjóðina um óhlutdræga miðlun upplýsinga og skoðana.
Frá sjónarhóli neytenda er mikilvægt að sjónvarpsstöðvarnar fari ekki á taugum varðandi ýmsa þjónustu sem þarf tíma til að sanna sig. Á tímabili var tæpt að tíufréttir Sjónvarpsins ættu tilverurétt, en það var vegna þess að þær voru í upphafi afskiptar í samanburði við fyrri fréttirnar.
Það var á skjön við reynslu nágrannaþjóða svo sem Breta, þar sem fréttir á þessum tíma kvölds fá góðan hljómgrunn. Ég hef reyndar talið alla tíð að tíufréttirnar eigi að losa sig við það að "helst-fréttir" fyrri fréttatímans komi þar inn eins og einhverir halaklipptir aðskotahlutir aftarlega í fréttatímanum.
Ég held að leitun sé að sjónvarpsfréttatíma erlendis þar sem þetta er gert. Ég tel að ef einhver frétt sé langstærsta frétt dagsins, eigi hún að vera fyrsta frétt klukkan tíu eins og klukkan sjö.
Stöð tvö þarf auðvitað að huga að fjárhagsstöðu sinni og þá kanna að vera freistandi að slá hádegisfréttatímann af. Það teldi ég vera slæmt fyrir neytendur og ég hvet ráðamenn Stöðvar tvö til að fara ekki á taugum því að það tekur tíma fyrir svona fréttatíma að sækja í sig veðrið og sanna sig, jafnvel nokkur ár.
Eins og er er það hið besta mál fyrir neytendur að Stöð tvö veiti sína fréttaþjónustu í hádeginu og Sjónvarpið síðla kvölds.
Dagskrárstjórarnir komust að samkomulagi um tímasetningar á helstu leiknu þáttum sínum og það er til hagsbóta fyrir neytendur, alveg eins og það er í þágu neytenda að báðir aðalfréttatímar stöðvanna séu ekki á sama tíma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.9.2008 | 12:27
Jón hnyklar vöðvana.
Mér sýnist greinilegt að Jón Magnússon telji stöðu sína orðna mjög sterka í Frjálslynda flokknum. Annars hefði hann ekki gagnrýnt formann flokksins í sjónvarpsfréttum fyrir "einkavinavæðingu", eins og hann orðaði það, sem hann sagði birtast í því að formaðurinn hefði beitt áhrifum sínum til að fela Kristni H. Gunnarssyni og Magnúsi Reyni Guðmundssyni lykilstörf í flokknum.
Þetta kallar maður að hnykla vöðvana svo að notuð sé rússnesk samlíking.
Það verður fróðlegt að fylgjast með þessum átökum um menn og málefni í Frjálslynda flokknum. Það er greinilega ekki bara Kristinn sem sótt er að heldur líka Magnús Reynir.
Mun Guðjón Arnar beygja sig fyrir þessari gagnrýni og víkja þessum báðum "einkavinum" sínum frá? Eða er krafan um að tveir víki sett fram til að fá fram þá málamiðlun að annar þeirra, þ. e. Kristinn, víki en Magnús fái að vera áfram?
Eða endar þetta með því að allir þrír "einkavinirnir", Guðjón Arnar, Kristinn og Magnús Reynir, láti í minni pokann á endanum og Jón Magnússon komist til þeirra áhrifa sem hann virðist hafa stefnt að frá inngöngu sinni í flokkinn?
![]() |
Illvígar deilur Frjálslyndra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)