18.1.2009 | 16:00
"Staggering lack of information..."
Þetta voru orðin sem höfundar skýrslunnar um hættuna á bankahruni í apríl 2008 viðhöfðu í Silfri Egils um ástandið hér nú, - "hrikalegur skortur á upplýsingum."
Í stað þess að ráða strax vaska sveit erlendra sérfræðinga til að fara ofan í saumana á málinu hafa Geir og vinir hans þvælst um brunarústir hins hrunda húss og þyrlað upp ryki sem enginn sér í gegnum, svo að notuð sé sama samlíking og Geir notar sjálfur í Morgublaðsviðtalinu í dag.
Að láta Íslendinga rannsaka sjálfa orsakir brunans er á skjön við reynslu fyrri tíma.
Máttlausum og fumkenndum starfsaðferðum stjórnvalda er hægt að líkja við það að vanmegna slökkvilið feli sjálfu sér og brennuvörgunum, sem sumir eru innan þeirra eigin vébanda, að komast að hinu sanna um hrunið og grípa til viðeigandi aðgerða.
P.S. Það var athyglisvert að heyra skýrsluhöfunda segja frá því bankarnir hefðu tekið ábendingum, meðal annars um tafarlausa ósk eftir aðstoð IMF, af áhuga en stjórnvöld ekki. Stjórnvöld kenna bönkunum um hrunið en það er ekki hægt að sjá annað en að stjórnvöld beri enn meiri ábyrgð á því.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
18.1.2009 | 15:36
Vonarneisti um breytingar.
Ég segi: Til hamingju, minn gamli samstarfsmaður á fréttastofu Sjónvarpsins sem svo gaman var að vinna með.
Þú ert fyrsti vonarneistinn sem kviknar hjá mér um það að hægt verði að koma flokknum þínum í meðferð og inn á rétta braut.
En þín bíður gríðarlega erfitt verkefni, næstum ofurmannlegt, svo rotnir voru innviðir flokksins orðnir og svo flæktir voru flokkmenn í kerfi og stefnu flokksins sem ásamt Sjállfstæðisflokki og Samfylkingu ber mesta ábyrgð á eyðileggingunni sem orðið hefur á svo mörgum sviðum undanfarin ár.
í húsafriðunarmálum erum við samherjar. Ég hef ekki séð ennþá stefnu flokksins í umhverfis- stóriðju- og virkjanamálum og veit því ekki hvort flokkurinn er enn hóti skárri á þeim sviðum en fyrr.
Draugar fortíðarinnar verða ekki allir kveðnir niður með kosningu eins manns. Vonandi tekst þér vel til.
P. S. Nú er ljóst að þeir sem mest voru flæktir í fortíð flokksins guldu þess á flokksþinginu og er það vel. Hugsanlega verður Siv Friðleifsdóttir eina persóna okkar samtíðar sem verður á spjöldum sögunnar eftir þúsund ár, vegna þess að hún tók það á sig fyrir formann sinn að taka ein ábyrgð á því hervirkii sem blasa mun við um aldir og árþúsund okkur til skammar. Hún hefur vafalaust haldið að með þessu hefði hún tryggt sess sinn innan flokksins og verða umbunað fyrir en nú hefur annað komið í ljós sem betur fer.
![]() |
Sigmundur kjörinn formaður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
18.1.2009 | 15:25
Flæktur í fortíð flokksins.
Það kann vel að vera að Páll Magnússon hafi viljað umbreyta Framsóknarflokknum og haft langmesta pólitíska reynslu af frambjóðendum og kunnugur innviðum Framsóknarflokksins. En á hinn bóginn er hann mest flæktur af frambjóðendunum í fortíð flokksins.
Hann hefur verið innsti koppur í búri hjá ráðamönnunum sem komu flokknum þangað sem hann er kominn nú samanber starf hans sem aðstoðarmaður ráðherra. Um stóriðju- og virkjanastefnu hans þurfti ekki að efast sem fólst í því að hleypa hér af stað þenslunni í bland við ábyrgðarlausa lýðskrumsstefnu í húsnæðislánum.
Af þessum sökum var Páll greinilega síst líklegur til þess af frambjóðendum að standa fyrir þeirri uppstokkun hjá Framsóknarflokknum sem fulltrúar á flokksþinginu vildu.
Niðurstaðan kemur raunar á óvart miðað við blinda þjónkun Framsóknarmanna hingað til við hið gamla flokkseigendavald en kannski ekki svo mikið á óvart miðað við straumana í þjóðfélaginu.
![]() |
Páll: Niðurstaðan kom á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)