Ingibjörg að reyna að koma ár sinni strax fyrir borð.

Ingibjörg Sólrún er ekki aðeins að sýna viðleitni til að lesa þjóðarpúlsinn með yfirlýsingu sinni um æskilegar lþingiskosningar samhliða kosningum um aðildarumsókn að ESB, heldur líka að koma því til leiðar að óánægjan með frammistöðu ráðamanna á liðnu ári skili lykilaðstöðu fyrir Samfylkinguna í kosningum áður á meðan hún mælist með ótrúlega gott fylgi, miðað við ábyrgð hennar á hruninu.

Meðan núverandi staða er á Alþingi hefur Sjálfstæðisflokkurinn það uppi í erminni að geta myndað meirihluta með Framsóknarflokknum alveg eins og í borgarstjórn. Það yrði að vísu erfitt fyrir flokka sem hafa núna aðeins 32% fylgi samanlagt samkvæmt skoðanakönnum, en það er svosem lítið verra en að vera í núverandi stjórn með 36% stuðning þótt samanlagður stuðningur við ríkisstjórnina mælist rúmlega 50%.

Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki treyst á stjórnarmyndun með VG, jafnvel þótt báðir flokkarnir legðust gegn aðildarumsókn að ESB, vegna þess að með samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn myndi VG skjóta sig í báða fætur eftir alla gagnrýnina á hlut Sjálfstæðisflokksins í hruninu.

Mig grunar að þeir Ögmundur og Össur hafi hugsanlega rætt þetta á einkafundi sínum á dögunum. Ögmundur varð fyrstur innan VG til að nefna þann möguleika að kjósa sérstaklega um það hvort sækja eigi um aðild að ESB.

Vek síðan athygli á niðurstöðum Þjóðarpúls Gallups í bloggpistli mínum hér á undan, sem ekki hafa verið að fullu birtar enn í fjölmiðlum.


mbl.is Alþingiskosningar samhliða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslandshreyfingin með tæp 4%.

Það er svolítið sérkennilegt að þurfa að segja frá ofangreindu í bloggpistli en ef ég geri það ekki er aldrei að vita nema að þetta muni ekki vitnast.

Í fréttum útvarps og Morgublaðsins fyrr í dag var ekki sagt frá ofangreindri staðreynd sem ég fékk að vita um eftir áreiðanlegum heimildum, - en á vefsíðunni gallup.is. er ekki hægt að finna niðurstöður Þjóðarpúlsins og þetta er því enn falið fyrir þjóðinni.

Mælist fylgi Íslandshreyfingarinnar þó í annað skiptið í röð svipað og fylgi Frjálslynda flokksins sem hefur miklu betri aðstöðu en Íslandshreyfingin til að koma sínum sjónarmiðum. Og greint var frá fylgi Frjálslynda flokksins í útvarpsfréttum í hádeginu.

Vildi bara láta vita af þessu með svipuðum orðum og frægur rithöfundur viðhafði um andlátsfregn sína: Fréttirnar af andláti Íslandshreyfingarinnar eru stórlega ýktar.

P.S. Heyrði nú rétt í þessu fréttir Stöðvar tvö og Bylgjunnar. Sagt var frá fylgi Frjálslyndra en ekk okkar. Samkvæmt því stefnir í að fjölmiðlarnir þegi fylgi okkar í hel.

P.S. Visir.is hefur verið með sams konar fréttaflutning í dag en mér skilst að nú (kl. 19:00) standi til að lagfæra þetta þar.

P.S. klukkan 19:10. Rétt skal vera rétt. Á súluriti frétta Sjónvarpsins mátti sjá staðfestingu á fyrirsögn þessa pistils.

P. S. Nú kemur í ljós að visir.is hefur ekki breytt frétt sinni heldur stendur við það að Íslandshreyfingin hafi ekki fengið neitt fylgi.


mbl.is Ríkisstjórnin nýtur stuðnings 36% kjósenda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Litlar "kristalnætur" á Íslandi ?

"Kristalnóttin" svonefnda 1938 í Þýskalandi þegar nasistar réðust á verslanir og synagogur Gyðinga og brutu þær og brömluðu var frægur og illræmdur viðburður í aðdraganda Helfararinnar. Nóttin fékk nafn sitt af öllum gler- og postulínsvörunum sem eyðilagðar voru ásamt listaverkum í synagogunum og margs kyns verðmæti öðru.

21 gyðingur var drepinn og milli 25-30 þúsund hnepptir í fangabúðir.

Á atburðunum á Vesturgötu og Kristalsnóttinni er auðvitað gríðarlegur stigsmunur en vafasamara er um það hvort að öllu leyti sé um eðlismun sé að ræða. Það vekur áhyggjur. Vonandi stigmagnast þetta ekki.


mbl.is Ráðist gegn Nornabúðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þarf meiri hlýnun?

Ýmsir bloggarar hafa dregið í efa að hnattræn hlýnun sé í gangi og týnt til hvaðeina sem gæti gagnast þeim í þeim málflutningi. Engu hefur skipt þótt minnkun hafíss í Norður-Íshafinu hafi farið langt fram úr því sem spáð var, en það eitt ætti að hringja bjöllum um það sem er að gerast.

Stykkishólmur er sú veðurstöð sem hefur þá sérstöðu hér á landi að hafa verið starfrækt lengst og hún hefur líka þann kost að hún er nokkurn veginn á miðri hnattstöðu landsins.

Þar mældist árið 2008 það 14. hlýjasta af þeim 163 árum sem mælingar hafa staðið þar samfleytt.

En kannski er hlýnunin síðustu 13 ár ekki nóg fyrir efasemdarmenn. Kannski þarf meiri hlýnun og minnkun jökla til þess.


mbl.is Hitinn yfir meðallagi árið 2008
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband