Hvaðan og hvernig á að fá viðbótarorkuna?

Nú liggur fyrir að álverið í Helguvík verði 120 þúsund tonnum stærra en búið var að lofa í upphafi að það yrði. Jafnvel þá var erfitt að sjá hvernig ætti að tryggja orkuna nema að slátra öllum háhitasvæðum Reykjanesskagans og ofnýta þau jafnframt svo skefjalaust að orkan yrði uppurin á þeim flestum eftir 50 ár.

Jafnframt virtist ljóst að Neðri-Þjórsá yrði fórnað fyrir álverið. Enginn virðist hafa reiknað orkudæmið til enda þannig að hagsmundir kynslóða framtíðarinnar yrðu ekki fyrir borð bornir.

2002 var því lofað að ekki yrði um þensluhvetjandi virkjanaframkvæmdir að ræða á Suðvesturlandi á meðan Kárahnjúkavirkjun væri í byggingu.

Það var svikið umsvifalaust en lofað að viðbótar stóriðja á Suðvesturhorninu yrði "hófleg." Álverið í Helguvík aðeins 240 þúsund tonn og aðeins helmingurinn af því byggður til að byrja með.

Það var svikið og allur gangur þessa mála hefur verið í svipaða lund og virðist eiga að verða áfram.


mbl.is Helguvík í gang 2011
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Múrar og máttur.

Sovétmenn réðu lögum og lofum í Austur-Evrópu í 44 ár. Þremur árum áður en stórveldin ákváðu að afhenda Ísraelsmönnum land til umráða í Palestínu höfðu leiðtogar vesturveldanna samþykkt að Austur-Evrópa yrði "áhrifasvæði" Stalíns.

1947 hafði þegar verið reist það sem Churchill kallaði í Fulton-ræðu sinni "Járntjald" í um þvera Evrópu og 1961 var reistur múr í Berlín til að loka þjóðir Austur-Evrópu inni í kúgunarkerfi kommúnismans sem byggðist á yfirburða hervaldi Sovétríkjanna á meginlandinu.

Sovétmenn réðust með her inn í Ungverjaland 1956 og Tékkóslóvakíu 1968 og börðu andspyrnu niður í blóði, þvinguðu pólska herinn til að stöðva andspyrnu Samstöðu með hervaldi og beittu hernum miskunnarlaust til að berja niður mótmæli í Austur-Berlín 17. júní 1953.

Innrás Ísraelsmanna á Gaza er af sama meiði og innrásir Sovétmanna á sinni tíð. Alla mótspyrnu skal berja niður miskunnarlaust.

Gamla orðtakið "auga fyrir auga og tönn fyrir tönn" sem manni þótti svo sem nógu grimmdarlegt þegar maður lærði um það í gaggó er nú útfært í nýjum hlutföllum: "þúsund augu fyrir auga og þúsund tennur fyrir tönn."

Eins og í Berlín hefur verið reistur múr í Palestínu til að loka hina undirokuðu af og hugarfarið er hið sama og með aðskilnaðarstefnu hvíta minnihlutans í Suður-Afríku á sínum tíma.

Sovétríkin fóru sínu fram í krafti þess að vera kjarnorkuveldi og sama gera Ísraelsmenn. Þeirra er ríkið og mátturinn en svo sannarlega ekki dýrðin.


mbl.is Landher Ísraels inn á Gaza
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í Gerðum í Garði? Nei, í Reykjavík !

Fyrirsögn í frétt á mbl.is um byssumann í Gerðunum er ruglingsleg og bara til að rugla menn í ríminu og fara að halda að byssumaðurinn hafi verið í Gerðum í Garði.

Þegar fréttin er lesin sést að þessi Gerði eru í Reykjavík, en síðan umrætt hverfi var reist fyrir rúmri hálfri öld hefur það gengið undir nafninu Smáíbúðahverfi.

Ég bloggaði nýlega um vankunnáttu og rugl í meðferð fólks á örnefnum utan Reykjavíkur en nú hefur leikurinn borist inn í borgina.


Bloggfærslur 3. janúar 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband