31.1.2009 | 23:04
Hvað mun vanta í stjórnarsáttmálann ?
Löngum hefur verið sagt að það það hafi sagt mest um gildi mála hvort Mogginn hafi þagað yfir þeim. Aðferð strútsins.
Það verður ekki síður fróðlegt að sjá hvað muni vanta í stjórnarsáttmálann heldur en það hvað verður í honum.
1. Verður sett inn ein setning í 82. grein kosningalaganna sem gerir leyfilegt fyrir framboð að hafa óraðaðan lista, afsala sér valdinu tl að raða á hann og láta kjósendur framboðsins eina um það ?
2. Verður hinn ósanngjarni 5% þröskuldur afnuminn eða lækkaður ?
3. Verður eitthvað í sáttmálanum um stóriðjustefnuna, fyrirhugaða eyðileggingu stórkostlegra náttúruverðmæta nyrða og syðra. 360 þúsund tonna álver á Bakka þýðir það. Varla mun Norsk Hydro þurfa minna.
Ef hvorki 1 né 2 verður í stjórnarsáttmálanum þýðir það algjört viljaleysi til að gera auðveldar breytingar í lýðræðisátt sem geti tekið gildi strax í næstu kosningum.
Ef ekkert verður um númer 3 vitum við að VG hefur selt þau mál fyrir það að komast í stjórn í 83 daga og viðbúið að stefnan verði seld áfram ef flokkurinn verður í stjórn eftir kosningar.
![]() |
Ný stjórn hefur 83 daga til stefnu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
31.1.2009 | 18:49
Sátt, - í aðeins í bili.
Ljóst er af lýsingu Sigmundar Davíðs og sú sátt sem nú er loks orðin um að ýta stjórninni úr vör er byggð á því að síðar muni nást sátt um ákveðin atriði svonefndar verkáætlunar stjórnarinnar.
Þetta eru helstu, mikilvægustu og viðkvæmustu atriðin í stjórnasáttmálnum og því er enn alls óvíst hvort ekki kunni að sjóða upp úr síðar úr því að ekki tókst í tímahrakinu að hnýta þessa lausu enda.
![]() |
Framsókn ver nýja stjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.1.2009 | 18:29
Farið af stað með óklárað verk.
Nú rétt í þessu var tilkynnt endanlega að Framsóknarflokkurinn myndi verja vinstri stjórina falli. Formaður flokksins sagði þó að ekki hefði verið gengið frá öllum atriðum varðandi verkáætlunina um aðgerðir á stjórnartímanum, en að Framsóknarmenn yrðu hafðir með í ráðum við að ganga endanlega frá þessum atriðum.
Eins og ég sagði í bloggi í gær: Framsókn mun anda niður í hálsmálið á flugstjórunum tveimur og rífa í stýrin ef þeim þyki þurfa.
![]() |
Framsókn fundar að nýju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.1.2009 | 14:45
"Verður líklega..."
Hvað oft hafa þessi orð, "verður líklega" ekki heyrst undanfarna daga? Og alltaf brugðist. Heil vika liðin og allt "óraunhæft" að mati flokksins sem stjórnar ferðinni núna þótt hann þykist ekki hafa umboð kjósanda sinna til þess.a
P. S. klukkan 18:30 Nú er þetta líklega loks orðið að veruleika.
![]() |
Stjórnin mynduð á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
31.1.2009 | 14:41
Stjórnmálameistarar ríkisins, ekki meir ! Ekki meir !
Við Íslendinga erum hafðir að háði og spotti um víða veröld og þar á ofan álitnir skúrkar. Það yrði ekki á þetta bætandi ef mikil umfjöllun erlendis um fyrstu samkynhneigðu konuna í embætti forsætirsrherra í heiminum snerist upp í það að hæðast að vandræðaganginum hérna og því að fréttir af valdatöku Jóhönnu hefðu verið tómt plat.
Að næsti bloggpistill minn á undan þessum væri orðinn úreltur auk allrar annarrar umfjöllunar um Jóhönnu um víða veröld.
Þessi vandræðagangur er áreiðanlega tilefni til þess að hrópað verði á Austurvelli í dag: Stjórnmálameistarar ríkisins, ekki meir ! Ekki meir !
P. S. Nú kemur í ljós kl. 18:30 að stjórnmálameistarar Alþingis séu búnir að ákveða að ýta stjórninni úr vör með óklárað það verk að samstaða sé um svonefnda verkáætlun. Ekki sérlega traustvekjandi.
![]() |
Ósætti um aðgerðirnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)