Stjórnmálameistarar ríkisins, ekki meir ! Ekki meir !

Við Íslendinga erum hafðir að háði og spotti um víða veröld og þar á ofan álitnir skúrkar. Það yrði ekki á þetta bætandi ef mikil umfjöllun erlendis um fyrstu samkynhneigðu konuna í embætti forsætirsrherra í heiminum snerist upp í það að hæðast að vandræðaganginum hérna og því að fréttir af valdatöku Jóhönnu hefðu verið tómt plat.

Að næsti bloggpistill minn á undan þessum væri orðinn úreltur auk allrar annarrar umfjöllunar um Jóhönnu um víða veröld.

Þessi vandræðagangur er áreiðanlega tilefni til þess að hrópað verði á Austurvelli í dag: Stjórnmálameistarar ríkisins, ekki meir ! Ekki meir !

P. S. Nú kemur í ljós kl. 18:30 að stjórnmálameistarar Alþingis séu búnir að ákveða að ýta stjórninni úr vör með óklárað það verk að samstaða sé um svonefnda verkáætlun. Ekki sérlega traustvekjandi.


mbl.is Ósætti um aðgerðirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ráðvillt úrelt ríkisstjórn,
á röndum nú elt á Alþingi,
þjóðin hún svelt færir fórn,
Framsókn kú og gelt Bingi.

Bingi fær lán til að fjárfesta í sælgætisbréfum.

Þorsteinn Briem, 31.1.2009 kl. 15:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband