27.10.2009 | 20:57
Hvað næst? Barrskógur og lúpína í Surtsey? .
Síðan í gærkvöldi hef ég verið að "loka kvikmyndargerðarsjoppunum" endanlega. Fór á Subaru-fornbíl norður til Akureyrar í gærkvöld, en hann og gamall, frambyggður Rússajeppa-fornbíll hafa þjónað þar og munu þjóna mér sem farartæki og vistarverur í framhaldi vinnunar nyrðra og eystra.
Flaug síðan FRÚnni suður eftir dygga þjónustu nyrðra og eystra. Í vetur verður henni lagt á stæði við Reykjavíkurflugvöll.
Á leiðinni suður sá ég ýmislegt forvitnilegt. Ætla að nefna annað atriðið af tveimur úr þessari ferð.
Rétt er að taka það strax fram að landgræðsla og skógrækt hafa lengi verið einna efst á lista mínum yfir áhuga- og umfjöllunarefni.

En á leið yfir Þingvallavatn sá ég nokkuð, sem mér hefur yfirsést þar til nú.
Í Sandey á miðju vatni hefur verið gróðursettur barrskógur sem hækkar ár frá ári.
Hann er ekki stór eins og er, en þegar skoðað er nánar sést í hvað stefnir.
Nú er það svo að Sandgræðsla og síðar Landgræðsla ríkisins og Skógræktarfélag Íslands eru fyrirrennarar nútíma náttúruverndar- og umhverfissamtaka.

Landgræðslan og Skógræktin voru stofnuð af brýnni þörf vegna alvarlegasta umhverfisvandamáls Íslands.
Enn í dag blasa tröllaukin og brýn viðfangsefni þeirra við um allt land. Af nógu er að taka.
En ég set spurningarmerki við það skipulagsleysi sem stingur í augu víða í þessum málum.
Sandey á engan sinn líka á Íslandi, ekki einu sinni á Mývatni. Hún er hluti af þeirri einstæðu landslagsheild Þingvalla og Þingvallavatns sem fengið hefur gæðastimpil Heimsminjaskrár UNESCO.

Hins vegar er Sandey ekki innan þjóðgarðsins og er því ekki á Heimsminjaskránni.
Það finnst mér bagalegt.
Hvað næst? Barrskógur í Surtsey? Ja, því ekki það? Sandey og Surtsey blasa við þeim sem þær skoða sem mjög sérstæð og mögnuð sköpunarverk íslenskrar eldvirkni og ef önnur þeirra er ákjósanlegur staður fyrir barrskóg getur hin verið það líka.
Nú kunna einhverjir að segja sem svo að það séu svo fáir sem sjái Sandey að það skipti ekki máli hvernig með hana er farið.

Þeim vil ég benda á að til eru farartæki sem heita bátar og flugvélar og eru talsvert notuð til að flytja ferðamenn sem sjá Sandey.
Þetta er svosem ekki eina dæmið um barrskógaást Íslendinga.
Á vesturströnd Þingvallavatns er slíkur skógur í miklum uppgangi.
Í blokkaríbúðinni sem ég bý í og hefur hingað til verið með einstaklega fallegu útsýni yfir borgina, byrgja háar hraðvaxandi Alaskaaspir skyndilega fyrir þriðjung útsýnsins.
Nú er hlýnandi veðurfar og íslenska birkið og reynirinn ættu því að geta dugað vel í viðleitninni til að endurheimta þau landgæði sem hér voru við landnám.
Ari fróði sagði að landið hefði verið "viði vaxið" og átti vafalaust ekki aðeins við birki og reyni heldur ekki síður við víðikjarr.
Ef kona missir húð græða menn ekki húð af kú á hana, eða hvað ?
P. S. Viðbót kl. 14:00. Sævar Helgason sendir mér mynd sem tekin er í Sandey og sýnir að þar hefur líka verið sáð lúpínu. Það gerir umræðu og rökræðu um þessa eyju enn áhugaverðari og spurningar vakna.

Lúpinan hefur gert kraftaverk þar sem ekkert annað hefur dugað til að hefta sandfok og græða upp örfoka land. Þarf ekki annað en benda á mikil afrek sem áhugafólk um landgæði hefur unnið á Hólasandi og Mýrdalssandi þar sem um er að ræða víðaútmikil landflæmi og sandfok sem ógnar svæðunum í kring.
1. Hefur verið svo mikill uppblástur og jarðvegseyðing í Sandey að lúpínu og barrskóg þarf til að taka í taumana ?
2. Getur hugsanlegur uppblástur og jarðvegseyðing í Sandey ógnað nærliggjandi svæðum?
Mér sýnist gígurinn í Sandey vera grasi og mosa gróinn með jarðvegi sem hefur haldið þar velli. Var það ekki góðu lagi?
Bloggar | Breytt 28.10.2009 kl. 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (43)
27.10.2009 | 18:24
Í upphafi skyldi endinn skoða.
Það kann að vera að allt sé það satt og rétt sem kemur fram rannsókn á hjónaböndum þess efnis að þau séu best heppnuð að jafnaði ef karlinn er að meðaltali fimm árum eldri en konan.
En mér sýnist alveg vanta stórt atriði sem snýr að lokaárum hjónabanda og að í þessari rannsókn hafi menn ekki haft það í huga að í upphafi skyldi endinn skoða.
Þarna e um að ræða þá staðreynd að konur verða að jafnaði nokkrum árum eldri en karlar og sé því aldursmunurinn í öfuga átt í hjónabandinu getur þetta leitt til þess meðaltals, að konur verði að jafnaði ekkjur í 7-8 ár.
Og þá er vert að minna á eindregna niðurstöður annarra rannsókna, sem sýna að það dregur úr lífslíkum fólks að missa maka sinn eftir langa sambúð.
![]() |
Mælt með að konan sé yngri og klárari |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
27.10.2009 | 13:25
Líka minnsta spillingin á sínum tíma.
Könnun á vegum alþjóðlegra aðilia leiddi í ljós fyrir aðeins fáum árum að minni spilling væri á Íslandi en í nokkru öðru landi. Þá sagði ég og margir aðrir: Heyr á endemi!
Enda kom í ljós þegar grannt var skoðað, að spurningarnar og svörin sem byggt var á, voru þess eðlis að í landi einkavinavæðingar, kross-hagsmunatengsla ættar- og vinatengsla var þeim atriðum algerlega sleppt þegar forsendna var leitað.
Fyrir tæpum áratug var alþjóðleg könnun á ástandi umhverfismála. Var Ísland þar í einu af efstu sætunum.
Ég gerði mér til fróðleiks að fá hjá umhverfisráðuneytinu öll forsendur og gögn, sem þessi undarlega niðurstaða var byggð á.
Þótti mér ótrúlegt að í landi Kárahnjúkavirkjunar og mestu jarðvegseyðingar á hálfum hnettinum af mannavöldum væri hægt að draga upp svona glansmynd.
Þá kom í ljós að í svörum sínum höfðu Íslendingar hagrætt forsendunum stórlega.
Til dæmis var það gert þannig, að í dálknum "ástand jarðvegs og gróðurs" sendu Íslendingar inn svarið: NA, þ. e. að upplýsingar væru ekki fyrir hendi.
Var þó Ólafur Arnalds nýbúinn að fá umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs fyrir ítarlegar rannsóknir á ástandi jarðvegs og gróðurs á Íslandi sem sýndu eitthvert skelfilegasta ástand sem dæmi væri um í heiminum !
Önnur lönd, sem sendu inn "NA" um þetta efni voru í Austur-Evrópu, þeirra á meðal Ukraina, sem þar með slapp við að leggja stórfelldt tjón á jarðvegi og gróðri vegna Chernobyl-slyssins.
Íslendingar sendu líka inn löggjöf sína um mat á umhverfisáhrifum sem jákvæðan punkt en ekkert um það hvernig sú löggjöf væri sveigð og beygð í allar áttir eftir pólitískum hentugleikum.
Ég fæ ekki betur séð en að langt sé í land að viðunandi ástand varðandi jafnræði kynjanna hér á landi.
Er ég því í ljósi fyrri niðurstaðna í svipuðum könnunum ekki sannfærður um að útkoman í þessari könnun sé réttari en í hinum.
![]() |
Kynjabilið minnst á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)