Líka minnsta spillingin á sínum tíma.

Könnun á vegum alþjóðlegra aðilia leiddi í ljós fyrir aðeins fáum árum að minni spilling væri á Íslandi en í nokkru öðru landi. Þá sagði ég og margir aðrir: Heyr á endemi!

Enda kom í ljós þegar grannt var skoðað,  að spurningarnar og svörin sem byggt var á, voru þess eðlis að í landi einkavinavæðingar, kross-hagsmunatengsla ættar- og vinatengsla var þeim atriðum algerlega sleppt þegar forsendna var leitað.

Fyrir tæpum áratug var alþjóðleg könnun á ástandi umhverfismála. Var Ísland þar í einu af efstu sætunum.

Ég gerði mér til fróðleiks að fá hjá umhverfisráðuneytinu öll forsendur og gögn, sem þessi undarlega niðurstaða var byggð á.

Þótti mér ótrúlegt að í  landi Kárahnjúkavirkjunar og mestu jarðvegseyðingar á hálfum hnettinum af mannavöldum væri hægt að draga upp svona glansmynd.

Þá kom í ljós að í svörum sínum höfðu Íslendingar hagrætt forsendunum stórlega.

Til dæmis var það gert þannig, að í dálknum "ástand jarðvegs og gróðurs" sendu Íslendingar inn svarið: NA, þ. e. að upplýsingar væru ekki fyrir hendi.

Var þó Ólafur Arnalds nýbúinn að fá umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs fyrir ítarlegar rannsóknir á ástandi jarðvegs og gróðurs á Íslandi sem sýndu eitthvert skelfilegasta ástand sem dæmi væri um í heiminum !

Önnur lönd, sem sendu inn "NA" um þetta efni voru í Austur-Evrópu, þeirra á meðal Ukraina, sem þar með slapp við að leggja stórfelldt tjón á jarðvegi og gróðri vegna Chernobyl-slyssins.

Íslendingar sendu líka inn löggjöf sína um mat á umhverfisáhrifum sem jákvæðan punkt en ekkert um það hvernig sú löggjöf væri sveigð og beygð í allar áttir eftir pólitískum hentugleikum.

Ég fæ ekki betur séð en að langt sé í land að viðunandi ástand varðandi jafnræði kynjanna hér á landi.

Er ég því í ljósi fyrri niðurstaðna í svipuðum könnunum ekki sannfærður um að útkoman í þessari könnun sé réttari en í hinum.   


mbl.is Kynjabilið minnst á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Það er hægt að fá margar niðurstöður út úr þessum útreiknungum með mismunandi forsemdum.  En ég tek undir það hjá þér að Íslendingar eru ekki framarlega í umhverfismálum. Smæðin gerir okkur tildæmis erfiðara að endurvinna alt það endurvinnanlega sorp sem til fellur.

Offari, 27.10.2009 kl. 13:41

2 identicon

Ég er sammála þér, Ómar. Það er eins og íslendingar geri sér ekki grein fyrir því að landið okkar er ekkert öðruvísi en önnur lönd og ráðamenn hér eru sama eðlis og ráðamenn erlendis. Það er spilling alls staðar og því miður höfum við ekki haft nóg eftirlit á þessum spilltu öflum, en vonandi breytast hlutirnir nú í ástandinu. Þó er vert að minnast á þennan snjalla málshátt: The more things change, the more they stay the same !

baldvin berndsen (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 14:32

3 Smámynd: Jakob Þór Haraldsson

Þarna sér maður glita vel í "klækjastjórnmál Ránfuglsins & Samspillingarinnar" - í raun mega fyndið hvernig "svart verður hvít" þegar kerfið hagræðir sannleikanum...!  Keisarinn er vissulega nakinn, samfélagið er meðvirkt í því að breiða yfir þá staðreynd að fíkilinn þarf að fara í meðferð - kerfið & samfélag okkar hefur því miður verið lengi helsjúkt samfélag, en á meðan FÍKILINN vil ekki fara í sjálfsskoðun & viðurkenna að hann sé fíkil í t.d. "völd, fé, spillingu, rányrkju á náttúrunni o.s.frv" þá er ekki von á góðu.  Kannski nú eftir hrun að við förum að hafa hugreki til að gera hlutina öðruvísi, ekki veitir af....!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson, 27.10.2009 kl. 17:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband