Í upphafi skyldi endinn skoða.

Það kann að vera að allt sé það satt og rétt sem kemur fram rannsókn á hjónaböndum þess efnis að þau séu best heppnuð að jafnaði ef karlinn er að meðaltali fimm árum eldri en konan.

En mér sýnist alveg vanta stórt atriði sem snýr að lokaárum hjónabanda og að í þessari rannsókn hafi menn ekki haft það í huga að í upphafi skyldi endinn skoða.

Þarna e um að ræða þá staðreynd að konur verða að jafnaði nokkrum árum eldri en karlar og sé því aldursmunurinn í öfuga átt í hjónabandinu getur þetta leitt til þess meðaltals, að konur verði að jafnaði ekkjur í 7-8 ár.

Og þá er vert að minna á eindregna niðurstöður annarra rannsókna, sem sýna að það dregur úr lífslíkum fólks að missa maka sinn eftir langa sambúð.


mbl.is Mælt með að konan sé yngri og klárari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Nú verður maður bara að skipta út konuni og fá sér konu sem er að meðaltali fimm árum yngri en ég.

Offari, 27.10.2009 kl. 18:37

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lífslengdin skiptir engan veginn meginmáli, heldur lífsgæði fólks að eigin mati.

Móðurafi minn varð hundrað ára gamall og lifði góðu lífi, enda þótt hann fæddist í torfbæ norður í Svarfaðardal. En móðuramma mín dó sjötug, meira en þremur áratugum á undan afa, sem trúði á tilvist álfa og reifst um þá við dómkirkjuprestinn í fjölskylduboði. Afi átti aldrei bíl og geti aldargamall maður tekið strætó geta allir aðrir það einnig.

Margir milljarðamæringar hafa verið mjög óhamingjusamir. Eftir að grunnþörfum fólks er fullnægt eykst hamingja þess ekki, samkvæmt rannsóknum, og lífskjör þeirra sem eiga flatskjá eru ekki betri en þeirra sem eiga túbusjónvarp. Og þeir sem keyptu flatskjá eiga sjálfir að greiða reikninginn en velta honum ekki yfir á hamingjusama túbueigendur.

En afi minn talaði aldrei um hamingjuna. Og ef ég hefði spurt hann út í það atriði hefði hann trúlega engan veginn áttað sig á hvað ég væri að tala um, enda ekki búið að finna upp hamingjuna þegar hann fæddist.

Þegar ég bjó í Skíðadal í Svarfaðardalshreppi í áratug frá sex ára aldri var þar aldrei rætt um hamingjuna og hún er enn óþekkt fyrirbrigði í Svarfaðardalnum.

Þorsteinn Briem, 27.10.2009 kl. 19:38

3 identicon

Konan mín er vesælum tæpum 9 árum yngri en ég, og er enginn ágreiningur um það. Hennar ár er einnig betur fyrir borð komið, - enginn ágreiningur um það.

En hvort er í raun klárari...tja, við skiptum því bara

Eitt sinn fékk ég það ráð (þá piparsveinn) að fá mér eldri konu, um því sem munaði útreiknuðum mismuni á ævilíkum. Ég gantaðist nú bara með þetta og sagðist ekki vilja fara að finna mér einhverja skrukku bara til að við gætum að líkindum drepist á sama deginum. (ATH, ég var lengi pipraður, og pipar virkar ágætlega sem krydd á þurran húmor)

Og nú, til mikillar gleði, - þá sé ég að ég hef grísað á hið fullkomna, og skotið yfir ef eitthvað er. Þvílík gleði, og botnlaus hamingja, og svo er hún bæði menntaðri og til muna laglegri, - en ég.

Jón Logi (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 19:40

4 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Ég held að meðaltöl um ævilíkur eigi alls ekki að nota um akkúrat svona hjónabönd eins og fréttin fjallaði um. Gleðin sem maður getur fengið út úr því að eiga yngri konu og fallega að sama skapi getur aukið lífsgleði og ævilíkur karlsins þannig að hann lifir sennilega talsvert umfram meðaltalið. Svo má með sömu rökum segja að það verði konunni til lítillar upplífgunar að vakna á hverjum morgni með gamlan jálk við hliðina á sér þannig að líkur eru á að hún deyi fyrir aldur fram úr leiða út af þessu. Þannig er nú erfitt að dæma um þetta og ýmsir punktar sem þarf að hafa í huga sem geta skipt máli.

Jón Pétur Líndal, 27.10.2009 kl. 20:00

5 identicon

Takk frændi !

 Mikið ertu altaf sætur í þer við konur !

 Svo má líka skoða þá björtu hlið okkar kvenna að við verðum aldrei eldri en við viljum-

 og ykkar karla- þið eruð alvarlega miklir sjarmörar þegar þið eldist !

Það er bara eitt sem við verðum öll að vinna að- góðri heilsu.

Takk kv.  sunna 2

Erla Magna Alexandersdottir (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 20:02

6 identicon

Þessi svokallaða lífshamingja, felst fyrst og fremst í því að vera heill heilsu og það fram í rauðan dauðann.

Þjóðverjarnir segja nefnilega; Wer gesund stirbt, hat mehr vom Leben

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 20:09

7 Smámynd: Kama Sutra

"Og þeir sem keyptu flatskjá eiga sjálfir að greiða reikninginn en velta honum ekki yfir á hamingjusama túbueigendur."

Ég veit ekki alveg af hverju en mér finnst eitthvað mikið fyndið við þessa setningu hjá honum Steina.

Kama Sutra, 28.10.2009 kl. 00:11

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú ert trúlega komin með beikonpestina, Kama mín Sutra.

Þorsteinn Briem, 28.10.2009 kl. 00:24

9 Smámynd: Kama Sutra

Kannski það, en ég er líka einfaldur og hamingjusamur túbueigandi.

Kama Sutra, 28.10.2009 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband