5.10.2009 | 22:14
Aftur 1958, 1974, 1979 eða 1989 ?
Staðan núna hjá stjórnarmeirihlutanum varðandi Icesave-málið minnir um margt á ástandið, sem ríkti hjá þremur fyrri vinstri stjórnum á liðinni öld, árin 1958, 1974 og 1979.
Snemmsumars 1958 nötraði vinstri stjórn vegna ágreinings um landhelgismálið, sem var stórmál þess árs.
Þegar stjórninni tókst að sigla í gegnum þennan ólgusjó vonuðu vafalaust margir fylgismenn hennar að framundan væri lygnari sjór. En um haustið sprakk hún út af ágreiningi um aðgerðir í efnahagsmálum.
Veturinn 1973-74 fóru að koma brestir í samstarfið í vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar. Bjarni Guðnason varð fyrstur til að segja sig frá borði og vonuðu velunnarar stjórnarinnar að fleiri fylgdu ekki á eftir.
Erfitt er að bera saman brottför Bjarna þá og Ögmundar nú, því Ögmundur segist styðja stjórnina þrátt fyrir brotthvarf sitt úr ríkisstjórn.
En það fór á aðra lund, því að Björn Jónsson og Hannibal Valdimarsson sögðu sig frá stjórninni og Ólafur Jóhannesson rauf þing með miklum hvelli og var hart um það deilt.
Ástandið á útmánuðum 1979 svipaði um flest til ástandsins nú. Allt frá myndun stjórnarinnar haustið 1978 hafði stjórnarsamstarfið verið mjög erfitt með ótal fundum, þar sem ráðherrarnir tókust á um málin.
Ólafi Jóhannessyni tókst að binda enda á þetta ástand á útmánuðum með setningu svonefndra Ólafslaga, sem leiddi í lög verðtryggingu lána, sem að vísu batt enda á gríðarlegt óréttlæti gagnvart sparifjárieigendum og lánveitendum en kom af stað ástandi, sem er sérstaklega erfitt við að etja nú.
Nú virtist sem ríkisstjórnin sigldi lygnan sjó, en um haustið var haldinn fundur hjá Alþýðuflokksmönnum í Reykjavík, sem svipaði um margt fundi Samfylkingarinnar síðastliðið haust, þar sem örlög þáverandi ríkisstjórnar hennar með Sjálfstæðisflokksins voru í raun ráðin.
Fundurinn 1979 kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og vinstri stjórnin sprakk með háum hvelli.
1989 var hér enn vinstri stjórn og virtist að því leyti til valtari en þær fyrri, að hún mátti ekki við því að missa eitt einasta atkvæði á þingi og gat lent í minnilhuta í þingnefndum.
En hún vann öll hlutkestin og fyrir einstaka stjórnunarhæfileika Steingríms Hermannssonar tókst henni að stija út allt kjörtímabilið, fyrst allra vinstri stjórna.
Á síðari hluta valdatíma þessarar ríkisstjórnar stóðu fimm aðilar að henni, Framsóknarflokkurinn, Alþýðubandalagið, Alþýðuflokkurinn, Borgaraflokkurinn og Stefán Valgeirsson og því spáðu margir því að hún hlyti að springa vegna þess að reynslan sýndi, að því fleiri sem flokkarnir væru, sem stæðu að ríkisstjórn.
Vitnuðu menn þá til þriggja flokka stjórna sem sátu 1947-49, 1971-74, 1978-79 og 1987-88 og sprungu allar þrátt fyrir ríflegan þingmeirihluta.
Einnig hefði engri fyrri vinstri stjórn hafði tekist að sitja fram að kosningum.
Allt þetta afsannaði þessi ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar og þess vegna er ástandið núna svo spennandi, þrátt fyrir allt.
![]() |
Hétu öll stuðningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt 6.10.2009 kl. 00:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
5.10.2009 | 11:38
Lögbrot?
Mér skilst að reglur um Fálkaorðuna séu á þann veg að hver orða fyrir sig sé um eilífð eign íslenska ríkisins.
Þeir sem er sæmdir orðunni undirgangast þá skyldu að skila henni aftur við dauða sinn. Getur líklega orðið snúið fyrir hina látnu og erfitt fyrir íslenska ríkið að ganga að þeim og krefja þá um orðuna.
Gaman væri að fá skýringu á því hvernig Fálkaorða getur gengið kaupum og sölum fyrir dágóðan skilding eins og greint er frá í frétt á mbl.is.
Hlýtur það ekki að vera lögbrot?
![]() |
Fálkaorða seld fyrir nær hálfa milljón |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
5.10.2009 | 11:30
Stutt leiftur.
Ég var á ferð akandi í átt til Reykjavíkur upp úr miðnætti í nótt þegar snöggur blossi leiftraði eitt andartak fyrir framan mig. Þetta var svo stutt augnablik að ég áttaði mig ekki á því hvað var á seyði.
Nú sýnist mér skýringin vera komin.
![]() |
Sáu loftstein í Ölfusi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.10.2009 | 11:25
Hvað opnuðu skólarnir?
Fréttirnar frá Súmötru hreyfa við okkur Íslendingum, því þótt á þessu ári séu liðin fjórtán ár frá snjóflóðaárinu mikla 1995, eru þeir atburðir enn í fersku minni og við skiljum þá sorg og depurð sem fylgir slíkum voðaatburðum.
Það er leitt að fyrirsögn þessa bloggpistils tengist svo alvarlegum atburðum, en mér finnst aldrei meiri þörf á fyrir blaðamenn og fréttamenn að vanda málfar heldur en í fréttum af válegum atburðum.
Fyrirsögnin á mbl.is, "skólar opna á ný á Súmötru" er málleysa. Hvað opnuðu skólarnir? Sjálfa sig?
Nei, það voru menn sem opnuðu skólana, - skólar voru opnaðir á ný á Súmötru.
Nú er að koma vetur og þá dynja yfir okkur fréttirnar af því þegar skíðasvæðin verða nothæf.
Og þá verður enn einu sinni sagt frá því að fjöll og heiðar hér heima séu að opna sig, Hlíðarfjall opnar þennan daginn og Bláfjöll opna hinn.
Ég undrast oft hvað einfaldar málleysur geta lifað góðu lífi í íslensku fjölmiðlum.
![]() |
Skólar opna á ný á Súmötru |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)