20.3.2009 | 21:19
Austur-Evrópa: Fólkið brást, ekki stefnan.
1956 flutti Krjústjoff, æðsti valdamaður Sovétríkjanna, fræga leyniræðu á þingi kommúnistaflokksins, og lýsti því hvernig Jósef Stalín hefði brugðist en ekki kommúnisminn, og þess vegna hefði ríkt kúgun í sæluríkinu og tugir milljóna manna farist.
Þetta blasti við þegar stjórnarskrá Sovétríkjanna var lesin, að ekki sé minnst á rit Marx og Lenins um hið fullkomna ríki kommúnismans sem átti að tryggja "alræði öreiganna" þar sem allir væru jafnir, fengju eftir þörfum og legðu af mörkum eftir getu.
1964 var Krjústjoff vikið í burtu og Brésnef tók við. Krústjoff brást, ekki stefnan. Gorbasjof sagði það sama um fyrirrennara sína og með örlitlum lagfæringum á kommúnismanum átti sæluríkið að vera tryggt.
Engu að síður hrundi sæluríki kommúnismans, sem breitt hafði verið út um Austur-Evrópu, með brauki og bramli 1989. Niðurstaða talsmanna kommúnismans var yfirleitt sú að stjórnendurnir hefðu brugðist, ekki stefnan.
Þegar meirihluti íbúa Leipzigborgar kom saman á mótmælafund og hrópuðu: "Wir sind das volk!" "Við erum þjóðin !", svaraði Erick Honnecker: "Þið eruð ekki þjóðin !" Sem sagt: Fólkið var á rangri leið, ekki stefnan.
Reagan sagði: "Þetta snýst ekki um að ríkisstjórnin leysi vandann. Ríkisstjórnin er vandinn." Niðurstaðan varð sú stefna Reagans, Thatchers, Bush og Hannesar Hólmsteins sem menn tala nú um erlendis um að hafi brugist.
En ekki hér á landi. Hér er niðurstaðan: Fólkið brást, - ekki stefnan. Hana þarf ekkert að lagfæra.
![]() |
Fólkið brást, ekki stefnan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.3.2009 | 11:50
Ekki hálfvitar, en hvað um umferðina?
Það er ekki ónýtt að Íslendingar fái vottorð hjá erlendum stjörnublaðamanni um að þeir séu ekki hálfvitar.
Fjarri er þó því að við séum alvitrir í umferðinni.
Lítið þið á þessa mynd sem var tekin á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Laugavegar/Suðurlandsbrautar í gær.
Myndin er tekin út um framrúðuna á bíl, sem við skulum segja að við séum í.
Við ætlum að beygja til vinstri niður Laugaveg eins og bílarnir fyrir framan okkur hægra megin.
Við sjáum grænt ljós loga framundan til hægri, hinum megin við Laugaveginn.
Umferðin upp Kringlumýrarbrautina er þung, - það er bíll við bíl. Oftast komast örfáir bílar til vinstri þegar gult og rautt ljós kviknar á móti bílunum sem koma á móti okkur.
En ekki þegar umferðin er þung. Þá ryðjast bílstjórarnir sem koma á móti okkur inn á gatnamótin þótt komið sé gult ljós og stappa sér svo fast saman að það er ekki smuga, jafnvel fyrir minnsta bíl á Íslandi að komast til vinstri.
Bílstjórunum sem búa til þessa teppu mátti vera það fullljóst að þeir græddu ekkert á því að þjappa sér svona þétt saman inni á gatnamótunum. Þeir lenda eftir sem áður í röð bíla sem silast rólega upp að næstu gatnamótum.
Bara ef þeir hefðu nú skilið eftir smá bil sem við gætum smeygt okkur í gegnum. En það gera þeir ekki. Þeir hugsa um ekkert nema sjálfa sig og græða þó ekkert á því.
Þeir yrðu alveg jafn fljótir eða seinir eftir að þeir eru komnir yfir gatnamótin, þótt þeir gæfu okkur örlítinn sjens.
Mér er kunnugt um að víða erlendis varðar það sektum að fara inn á gatnamót eins og hér tíðkast, þegar ljóst má vera að við það verði menn þar innlyksa og búi til óleysanlegan umferðarhnút.
Það fyndna við það sem við sjáum hér er að á morgun verða kannski bílstjórarnir sem við sjáum loka gatnamótunum í okkar stöðu og við hins vegar að koma upp Kringlumýrarbrautina.
Þá verðum við að sjálfsögðu bara í þeim sporum sem þeir eru á þessari mynd undir kjörorðinu úr laginu góða: "Á Íslandi við getum verið kóngar allir hreint."
Og þeir verða í okkar sporum, bölvandi hálfvitunum, sem loka gatnamótunum, í sand og ösku.
Hugarfarið hjá bílstjórunum, sem loka gatnamótunum er það sama og var í "gróðærinu": Ég hugsa bara um sjálfan mig og mitt frelsi, - varðar ekkert um þótt ég skerði réttindi og frelsi annarra og að allir tapi á þessari vitleysu á endanum.
![]() |
Íslendingar engir hálfvitar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
20.3.2009 | 01:08
Að rugga ekki bátnum.
Handtaka blaðamanns sem var sendiboði válegra tíðinda sýnir í hnotskurn eina af ástæðum þess að þar og hér á landi ríkti hræðsla við að "rugga bátnum" með því að segja frá váboðum í efnahagslífinu.
Sagt var að ef talað væri of opinskátt um þetta væri verið að vekja athygli þeirra, sem hefðu hag af árás í íslenska bankakerfið á því hve tæpt þessi mál stóðu öll hjá okkur.
Þessi afstaða held ég að hafi byggst á hættulegu vanmati á klókindum þeirra sem gátu haft hag að því að gera áhlaup á íslenska bankakerfið. Þeir voru áreiðanlega búnir að finna þetta út áður sjálfir.
Í maí 2008 sagði Davíð Oddsson þáverandi Seðlabankastjóri í skýrslu bankans að íslensku bankarnir hefðu staðist álagspróf. Maður spyr sig hvers konar álagspróf það hefðu verið, hvort þau hefðu verið raunhæf eða hvort hér var aðeins um mannalæti að ræða til að breiða yfir hina raunverulegu stöðu sem sami Davíð kvaðst hafa hvíslað í eyru nánustu vina mestallt árið.
![]() |
Handtekinn fyrir samlíkingu við Ísland |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)