Kynslóðirnar á undan og eftir.

Í bókinni "Kárahnjúkar - með og móti" er kafli sem heitir: "Kynslóðin sem brást en getur séð að sér." Þar er því lýst hvernig sú kynslóð, sem ráðið hefur för undanfarin ár arðrændi eldri kynslóðir með því halda uppi óðaverðbólgu sem eyðilagði sparnað gamla fólksins.

Nú stefnir í stórfellda skerðingu á lífeyrnum sem gamla fólkið hafði unnið fyrir hörðum höndum. Í kaflanum í Kárahnjúkabókinni er síðan eftirfarandi kafli:

"Þegar verðbólgan var hvað mest upp úr 1980 var tekið stórt erlent lán til 35 ára sem ekkert þarf að borga af fyrr en það fellur í einu lagi ásamt vöxtum á þá Íslendinga sem þá hafa tekið við... ....Nú hefði mátt halda að þessari stórlega ofmetnu kynslóð hefði nægt að arðræna tvær kynslóðir, þá sem á undan var og þá sem á eftir kemur, foreldra sína og afkomendur. En það er nú öðru nær. Nú ætlar hún að hrifsa til sín verðmæti landsins af þvílíkri græðgi að það mun síðar bitna á kynslóðum framtíðarinanr sem sitja munu uppi með lakari landgæði en ella."

Þessi kafli í bókinni er þó ekki málaður eingöngu svörtum litum heldur er í framhaldiinu skorað á þessa kynslóð sjálftöku og oftöku að sjá að sér og snúa við blaðinu.


mbl.is Áhyggjur af skerðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Austurvöllur, staður minninganna.

Það hefur verið einstaklega gefandi að taka þátt í mótmælafundum á Austurvelli í vetur sem og öðrum samkomum og mótmælum. Mér eru þessar stundir einkar kærar vegna þess að á þessum stað í september 2006 slóst ég fyrst opinberlega í hóp með því hugsjónafólki sem hafði þá staðið vaktina þar við erfiðar aðstæður frá sumri 2002 fram á útmánuði 2003 og hóf merkið að nýju þremur árum seinna.

Hugsjónamaðurinn Hörður Torfason og fleiri hafa verið kallaðir "atvinnumótmælendur" í niðrunarskyni. Sumir þer sem notað hafa þetta orð sem skammaryrði hafa sjálfir verið í hálaunastörfum við það sem verið er að mótmæla en enginn talar um þá sem "atvinnumeðmælendur" þótt þeir vinni beinlínis við það og þiggi há laun fyrir.

Orðið "atvinnumótmælandi" er rangnefni hvað Hörð Torfason snertir og fjölmarga aðra sem af hugsjónum einum saman hafa gerst raddir hrópandanna án þess að þiggja krónu fyrir það.

Fyrir hluti orðsins "atvinnu"mótmælandi hittir þá sjálfa fyrir sem hafa jafnvel af því ævistarf á háum launum að þjóna vafasömum og stundum vondum málstað. Þeir eru þeir einu sem eru atvinnumenn.


mbl.is Hlé á fundum Radda fólksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig var heildarmyndin ?

"Athygli vekur að Íslandshreyfingin fékk milljón krónur meira í styrki en Frjálslyndi flokkurinn." Þetta var margendurtekið í fréttum í dag. Hvergi var í fréttum fjölmiðlanna í dag minnst einu orði á það að styrkir fyrirtækja til flokkanna voru aðeins hluti af því fjármagni sem þeir höfðu til ráðstöfunar fyrir síðustu kosningar.

Þeir flokkar sem þá höfðu fulltrúa á þingi fengu tugi milljóna og jafnvel yfir hundrað milljónir í framlag frá ríkinu á sama tíma og Íslandshreyfingin fékk ekki krónu þaðan.

Síðan tel ég að þau fyrirtæki sem styrktu öll framboðin jafnt eigi ekki að lenda í orrahríð ásakana um óeðlilega tengsl.

Margir aðilar höfðu þessa reglu og hún grundvallaðist á því að nauðsynlegt væri að kosningabaráttan í heild væri styrkt og þá framboðin öll jafnt til þess að styrkja nauðsynlegt flæði upplýsinga og skoðana sem er undirstaða lýðræðisins.

Eins og aðstæður voru 2007 var útilokað að reka kosningastarf án þess að hafa fjármagn. Íslandshreyfingin hafði aðeins úr broti af því fjármagni að spila sem hin framboðin höfðu.

Ef eitthvað var um fjárráð hennar að segja í fréttum hefði það verið þetta: "Athygli vekur að Íslandshreyfingin eyddi langminnstu fé í kosningabaráttuna."


mbl.is Baugur styrkti Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki talað um það sem menn vissu ekki um.

Það er vafalaust rétt hjá Geir Haarde að fyrir kosningarnar 2007 talaði enginn um að bankarnir væru of stórir. Á því er hins vegar skýring. Ég minnist þess ekki að það hafi komið þá fram í fjölmiðlum eða annars staðar hvað þeir væru orðnir stórir á þessum tíma.

Veit einhver enn svarið við því hvað fjármálakerfið okkar var þá orðið stórt?

Hver átti að fylgjast með því? Að sjálfsögðu fulltrúar almennings og fjölmiðlarnir.

Almenningur hafði ekki hugmynd um að einu og hálfu síðar hefði bankakerfið margfaldast. Hverjir áttu að fylgjast með því? Fulltrúar almennings og fjölmiðlarnir.

Hvenær fékk almenningur að vita um stærð bankakerfisins og að skuldir þjóðarinnar væru orðnar sem svaraði fimmfaldri árlegri þjóðarframleiðslu? Í september 2008. Hverjir voru í aðstöðu tl að fylgjast með þessum ósköpum?
Fulltrúar þjóðarinnar og stofnanirnar sem heyrðu undir þá.


mbl.is Bankaleyndin gengið út í öfgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. mars 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband