Kynslóðirnar á undan og eftir.

Í bókinni "Kárahnjúkar - með og móti" er kafli sem heitir: "Kynslóðin sem brást en getur séð að sér." Þar er því lýst hvernig sú kynslóð, sem ráðið hefur för undanfarin ár arðrændi eldri kynslóðir með því halda uppi óðaverðbólgu sem eyðilagði sparnað gamla fólksins.

Nú stefnir í stórfellda skerðingu á lífeyrnum sem gamla fólkið hafði unnið fyrir hörðum höndum. Í kaflanum í Kárahnjúkabókinni er síðan eftirfarandi kafli:

"Þegar verðbólgan var hvað mest upp úr 1980 var tekið stórt erlent lán til 35 ára sem ekkert þarf að borga af fyrr en það fellur í einu lagi ásamt vöxtum á þá Íslendinga sem þá hafa tekið við... ....Nú hefði mátt halda að þessari stórlega ofmetnu kynslóð hefði nægt að arðræna tvær kynslóðir, þá sem á undan var og þá sem á eftir kemur, foreldra sína og afkomendur. En það er nú öðru nær. Nú ætlar hún að hrifsa til sín verðmæti landsins af þvílíkri græðgi að það mun síðar bitna á kynslóðum framtíðarinanr sem sitja munu uppi með lakari landgæði en ella."

Þessi kafli í bókinni er þó ekki málaður eingöngu svörtum litum heldur er í framhaldiinu skorað á þessa kynslóð sjálftöku og oftöku að sjá að sér og snúa við blaðinu.


mbl.is Áhyggjur af skerðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stóð eitt sinn í stórræðum,
Styrmir sem sneri við blaðinu,
og bráðlega á hann blæðum,
bótum Jóns Baldvins í svaðinu.

Þorsteinn Briem, 21.3.2009 kl. 11:56

2 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Það eina sem skiptir okkur máli er náttúran. Við getum ekki án hennar verið. En...

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 21.3.2009 kl. 19:20

3 Smámynd: Jóhann I Axelsson

Ómar!! Virðing og ekkert nema Virðing.

Jóhann I Axelsson, 22.3.2009 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband