26.3.2009 | 19:29
Utanþingsstjórn eðlilegasti kosturinn.
Davíð Oddsson fékk að mínum dómi óverðskuldaðar ákúrur hjá ýmsum fyrir það að hafa sagt á fundi sínum með þáverandi ríkisstjórn síðastliðið haust að þjóðstjórn væri eðlilegasti kosturinn í stöðunni.
Í staðinn þráaðist ríkisstjórnin við alltof lengi eins og Gylfi Arnbjörnsson rakti á fundi ASÍ.
Eðlilegast hefði þó verið að hrein utanþingsstjórn hefði tekið við svo að tryggt væri að enginn af þeim sem beint eða óbeint tengdust því þingi og stjórn sem svaf á verðinum væri við stjórnvölinn fram að kosingum.
![]() |
Þjóðstjórn hefði verið hyggilegust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.3.2009 | 19:24
Síðbúin en þörf fyrsta játning.
Kannski steig Geir Haarde fyrsta skrefið í óhjákvæmilegu uppgjöri Sjálfstæðisflokksins við fortíð sína. Ekki var þennan tón að heyra hjá honum í átakanlegu viðtali við hann í bresku sjónvarpi í vetur en nú steig hann fyrsta skrefið á þeirri braut sem hlýtur að vera honum þungbært að feta í lok pólitísks ferils síns.
Það var því tilfinningaþrungin stund að horfa og hlýða á Geir þegar hann sagði þessa erfiðu setningu um mistök flokksins og baðst afsökunar á þeim. Hann ber þá ábyrgð þó alls ekki einn og á það ber að líta. Ég á aðeins bjartar og góðar um Geir og óska honum persónulega alls hins besta á þessum tímamótum.
Flokkurinn er fallin niður um deild eins og knattspyrnufélag og nauðsynlegt er fyrir hann og þjóðina að hann spili eitt keppnistímabil / kjörtímabil hið minnsta til að taka sig upp á eyrunum og koma að nýju til leiks sem alvöru valkostur fyrir þjóðina.
![]() |
Mistök gerð við einkavæðingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
26.3.2009 | 15:05
Það var mikið !
Það var kosningastefna Íslandshreyfingarinnar 2007 að fara strax í ítarlega úttekt á Evrópumálunum sem leiddi til þess að tilbúin væri markviss stefna með samningsmarkmiðum hvort sem sá tími kæmi eða ekki að þjóðin ákveddi sjálf hvort fara skyldi í aðildarviðræður.
Loksins núna hefur stærsti flokkur þjóðarinnar drattast til að vinna hluta af þessu verki þótt svo sé að sjá að samningsmarkmið hafi ekki verið skilgreind í einstökum liðum.
Framsóknarflokkurnn setti fram sín markmið í vetur og Vinstrgræn eru tilbúin til að leggja aðildarviðræður í dóm þjóðarinnar.
Árum saman hefur skort á það að horfa nógu langt fram. Sagt hefur verið að aðildarferlið taki svo langan tíma að ef það klárist loksins verði það of seint.
Aldrei hefur mönnum dottið í hug að horfa lengra fram og líta til þess að því fyrr sem farið er af stað, því fyrr endar ferlið. Norðmenn tóku þetta mál strax út úr flokkaferlinu og létu þjóðina ákveða um málið í tvígang.
Íslenska þjóðin þarf að fá að fjalla sjálf beint um þetta mál og það sem fyrst.
Bendi síðan á það að í tónlistarspilarann er komið lag Íslandshreyfingarinnar sem við sungum í kosningabaráttunni 2007. Þetta var tekið upp á síðustu dögum baráttunnar í miklum flýti í bílskúr Jakobs Frímanns Magnússonar við Bjarkargötu í Reykjavík.
Við skruppum þarna inn með honum, Margrét Sverrisdóttir og ég, og Jakob fékk nokkrar blandaðr raddir í bakgrunn.
Textinn er svona:
Verðmætt landið verjum nú öll !
Vígorð hljómar um dali og fjöll:
Íslandshreyfingin - lifandi land, -
hugsjónir og raunsæi´í bland !
Gimstein heimsins herjað er á.
Honum björgum nú spjöllunum frá !
Íslandshreyfingin - lifandi land,
hugsjónir og raunsæi´í bland !
Orku seljum ei fyrir slikk
í álveramengun, nei þetta er klikk.
Íslandshreyfingin - lifandi land !
Hugsjónir og raunsæi í bland.
Betri leiðir bjóðum við hér:
Að beisla mannauðinn mun betra er.
Íslandshreyfingin - lifandi land!
Hugsjónir og raunsæi´í bland.
Verðmætt landið verjum nú öll !
Vígorð hljómar um dali og fjöll !
Íslandshreyfingin - lifandi land !
Hugsjónir og raunsæi´í bland !
![]() |
Evran komi í stað krónunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)