Utanþingsstjórn eðlilegasti kosturinn.

Davíð Oddsson fékk að mínum dómi óverðskuldaðar ákúrur hjá ýmsum fyrir það að hafa sagt á fundi sínum með þáverandi ríkisstjórn síðastliðið haust að þjóðstjórn væri eðlilegasti kosturinn í stöðunni.

Í staðinn þráaðist ríkisstjórnin við alltof lengi eins og Gylfi Arnbjörnsson rakti á fundi ASÍ.

Eðlilegast hefði þó verið að hrein utanþingsstjórn hefði tekið við svo að tryggt væri að enginn af þeim sem beint eða óbeint tengdust því þingi og stjórn sem svaf á verðinum væri við stjórnvölinn fram að kosingum.


mbl.is Þjóðstjórn hefði verið hyggilegust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og svo oft áður var Davíð eini maðurinn sem las rétt í stöðuna. Þjóðstjórn hefði einfaldað tiltektina eftir bankahrunið og við stæðum sterkari eftir. Stór hluti ógæfu íslensku þjóðarinnar er að hafa ekki hlustað nógu vel á Davíð síðustu ár. Loksins þegar hann fór að vitkast.

Guðrún Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 20:04

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Ómar: það var bara alls ekki hlutverk Davíðs sem Seðlabankastjóra að tjá sig á nokkurn hátt um þjóðstjórn eður ei. Honum hefði verið nær að sinna starfi sínu sem Seðlabankastjóri og axla þá ábyrgð sem í því starfi fólst.

hilmar jónsson, 26.3.2009 kl. 20:25

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég er að leitast við að horfa ekki á hvern mann eða heiminn almennt í svörtu og hvítu. Ég hef eins og fleiri gagnrýnt Davíð harðlega fyrir margt á hans ferli og stend enn við það.

Ráðríki Davíðs varð iðulega til tjóns á meðan ástandið var nokkurn veginn eðlilegt en það þýðir ekki að mínum dómi að honum hafi verið alls varnað alltaf.

Óvenjulegar aðstæður kalla stundum á óhefðbundin viðbrögð eða ummæli og ástandið sem verið var að ræða á fundi hans með ríkisstjórninni var svo sannarlega óvenjulegt.

En ef lýsing hans á þessum fundi er nokkurn veginn rétt, því að ég hef ekki heyrt borið á hana brigður, var það verjanleg undantekning frá reglunni að hann gæfi ráð sem hann, sem reyndur stjórnmálamaður, taldi skynsamleg.

Ég vil ekki taka það frá honum.

Ómar Ragnarsson, 27.3.2009 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband