5.4.2009 | 22:28
Vanda þarf til mótmæla.
Hingað til hefur fólk getað verið nokkurn veginn í friði á heimilum sínum á Íslandi og getað gengið frjálst og óhrætt um götur og torg. Ein af fjórum tegundum frelsis í þríeiningunni frelsi-jafnrétti-bræðralag er frelsi frá ótta.
Hver maður á kröfu á því að vera óttalaus ásamt fjölskyldu sinni á eigin heimili sem og á almannafæri. Vinni hann starf sem umdeilanlegt er, getur hann þurft að sæta því að störfum hans sé mótmælt nálægt vinnustað hans.
Þetta var gert við Seðlabankann og á Austurvelli í búsáhaldabyltingunni og hafði áhrif. Í Jökulsárgöngunni var gengið í gegnum borgina að Alþingishúsinu en ekki að heimili forsætisráðherra eða forstjóra Landsvirkjunar.
Ef mótmælendur hafa ekki lausa stund til að mótmæla nema um helgar og geti þess vegna farið að vinnustaðnum þar sem hið mótmælta atferli fer fram, er málstaður þeirra greinilega ekki meira virði fyrir þá en svo, að þeir láta persónulega hagsmuni sína að þessu leyti ganga fyrir.
Ef þetta er ekki ástæðan finnst mér enn síður hægt að verja þá aðgerð að gera aðsúg að heimilum fólks og þar með aðstandendum þess sem mótmælin beinast gegn og eiga enga sök á því sem mótmælt er.
Það er mikilvægt fyrir mótmælendur sjálfa að mótmælin séu vel ígrunduð og veki ekki að óþörfu andúð almennings á mótmælunum.
![]() |
Mótmælendur enn í haldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
5.4.2009 | 20:00
Styttri fermingarathafnir.
Alltaf er jafn ánægjulegt að vera viðstaddur jákvæðar kirkjuathafnir með skírn, fermningu eða brúðkaup sem meginstef. Þetta átti við í morgun þegar bráðefnilegur og góður dóttursonur var fermdur.
Fermingarguðsþjónusturnar hafa þó þá sérstöðu að þar koma margfalt fleiri við sögu en í hinum tveimur og þar af leiðandi vilja þær verða miklu lengri.
18 fermingarbörn fermdust með dóttursyni mínum í dag og athöfnin stóð alls í hálfa aðra klukkustund. Lengsti kaflinn var þegar nær allir kirkjugestir gengu til altaris með fermingarbörnunum, tveimur og tveimur í einu.
Kirkjubekkir eru nokkurn veginn einu sætin sem boðið er upp á í íslenskum samkomuhúsum sem hægt er að líkja við pínubekki. Ég tel að fermingarathafnir gætu orðið ánægjulegri ef þær væru ekki svona óskaplega langar.
Þótt kannski sé lagt fyrir í einhverri helgisiðabók hve mörg atriði þurfi að vera í svona athöfn tel ég að vegna þessara sérstöku aðstæðna eigi að fækka þeim.
Í stað þess að nær allir kirkjugestir séuí raun nánast skikkaðir til að ganga til altaris ætti að láta ca fjögur börn fara í einu með 2-4 aðstandendur með sér sem hámark.
Sé þetta gert verður það ekki eins áberandi þegar fermingarbarn á fáa aðstandendur að og barninu leiðist það.
Eftir það mætti bjóða þeim sem það vilja að ganga til altaris og held ég að þá myndu miklu færri nýta sér en þegar núverandi fyrirkomulag er í gildi.
Fermingarathafnir þurfa að vera aðlaðandi til þess að þær virki ekki fælandi á fermingarbörnin til framtíðar litið.
Þess vegna held ég að hægt sé að gera þær ánægjulegri með ofangreindum breytingum auk þess að skipta um sæti og losa okkur við pínubekkina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.4.2009 | 13:40
Hvers vegna?
Hvers vegna hallar svona stórlega á milli kynjanna hjá grónum flokki eins og Frjálslynda flokknum sem á að hafa haft nægan tíma til að undirbúa framboð sitt?
Þegar Íslandshreyfingin bauð fram með örstuttum fyrirvara 2007 tókst að manna framboðslistana á þann hátt að algert jafnræði var á milli karla og kvenna ofan frá og niður úr.
Í sex kjördæmum voru konur í efsta sæti í þremur kjördæmanna. Fyrir það kjördæmi sem Frjálslyndi flokkurinn á mest fylgi er nú engin kona á þingi en Íslandshreyfingin bauð eitt allra framboða fram konu í efsta sætið.
Auðvitað er það mál hvers flokks um sig hverja hann býður fram en spurningin er um vilja eða getu.
![]() |
Rýrt hlutfall kvenna hjá Frjálslyndum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)