Óráð að "loka húsinu."

Á Alþingi hefur þingmaður einn talið nauðsynlegt að fresta framkvæmdum við tónlistarhúsið og loka húsinu á meðan.

Þegar litið er til samkeppnisaðstöðu hússins við enn betri hús, sem nýlega hafa risið í Kaupmannahöfn og Osló og eru mun nær markaðnum, má vel taka mál þessa húss allt upp að nýju.

Hins vegar væri það hið mesta óráð að loka húsinu, því það fer mun skár með það að láta það vera opið.

Þetta hef ég eftir byggingafræðingi sem er sérfræðingur um húsaskemmdir og gömul hús.

Hann segir að það hafi farið verst með Þjóðleikhúsið að hafa það lokað í tólf ár án þess að hita það upp.

Þess vegna eru aðeins þrjár leiðir að velja um varðandi tónlistarhúsið.

1. Halda áfram framkvæmdum og klára húsið.

2. Klára hluta hússins, sem gæti starfað sjálfstætt, líkt og gert var með því að klára kjallarann undir kór
Hallgrímskirkju og halda þar guðsþjónustur þar til kirkjan sjálf var öll risin. Þessi hluti hússin væri upphitaður en
að öðru leyti væri húsið áfram opið.

3. Fresta framkvæmdum og halda húsinu opnu, en það er mun ódýrara í bráð og lengd heldur en að loka því og láta
það standa þannig óklárað, lokað og óupphitað. Það myndi spara framkvæmdir núna og einnig lengja endingu
hússins til framtíðar litið.


mbl.is Deilt um tónlistarhús á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samt er náttúran vanmetin áfram af okkur.

Ósnortin og einstæð náttúrura Íslands er enn efst í huga umheimsins. Hinn eldvirki hluti Íslands komst nýlega á lista yfir helstu undur veraldar þar sem sjálfur Yellowstone þjóðgarðurinn í Bandaríkjunum komst ekki á blað.

Við ætlum samt að umturna verðmætari náttúruundrum og afla með því orku fyrir Bandaríkjamenn svo að þeir geti látið það ógert að virkja einn einasta hver eða lítra af vatnsafli í Yellowstone.

Ástæðan er sú að aðrar þjóðir virðast gera sér betur grein fyrir því en við Íslendingar sjálfir, hver þau einstæðu náttúruverðmæti eru sem við höfum að láni frá afkomendum okkar og hefur verið falið að varðveita fyrir þá og mannkyn allt.

Aldrei hefur verið eins hagkvæmt að laða erlenda ferðamenn til landins og nú þegar krónan er loksins skráð nálægt raunvirði sínu. En af viðtölum mínum við fólk alls staðar á landinu er að skilja að áframhaldandi eyðileggint náttúruverðmæta sé það eina sem allt standi og falli með.


mbl.is Viðhorf til Íslands óbreytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættuleg karlmannatíska í stáli, - lélegt útsýni.

Ég var með blogg um daginn um dýrustu tísku heims, bílatískuna, sem ég kalla karlmannatísku í stáli, og lofaði öðrum pistli. Hér kemur hann og fjallar um útsýni úr bílum.

images-7

Frá upphafi til ársins 1935 þurfti ekki að kvarta yfir útsýni úr bílum eins og sést af efstu myndinni á síðunni, sem er af Ford A.

Á Ford T gat bílstjórinn séð öll öll horn bílsins, enda sat hann hátt og gluggarnir voru stórir.   

 Þó var það þannig að frá 1931 fóru vélarhús bíla að hækka án þess að þess væri nokkur þörf, til dæmis á Ford A.

1934 komu Chrysler Airflow og Tatra 77 fram á sjónarsviðið með mýkri línum en áður hafði þekkst og minni gluggum, og voru gluggasyllurnar mun hærri en áður hafði tíðkast. 

images-8

1935 lögðust allir bílar GM í þetta far og allt fram til 1948 þóttu bílar þeim mun meira töff sem gluggarnir voru minni.

Aðeins annað frambrettið sást út um framgluggann.

Útsýnið aftur fyrir bílinn var nær ekkert. Á þessum tíma var lítið hugsað um öryggismál, til dæmis ef bílarnir rákust á gangandi vegfarendur. 

Fremst á vélarhlífunum voru spjót og skraut sem stórslösuðu eða drápu þá sem fyrir urðu. 

kkoa825

Skærguli fornbíllinn hér við hliðina er gætt dæmi um þessa gluggatísku.  

Frá 1949 breyttist þetta hratt og strax um miðjan fimmta áratuginn auglýstu framleiðendur sem hæsta prósenttölu í útsýni varðandi sjóndeildarhringinn, helst vel yfir 90%.

Þetta náði hámarki rétt fyrir 1960 og þá var útsýnið allan hringinn orðið þvílíkt að ekki var hægt að auka við það með góðu móti. 

Búið var að sveigja framrúðurnar upp á þak og gluggapóstar voru orðnir hættulega mjóir.

En þetta var "in." 

1960_Chevy_Impala

Lincoln 1961, svarti blæjubíllinn hér fyrir neðan, þótti frábær fyrir það að öll ystu horn bílsins sáust vel úr bílstjórasætinu og auðveldaði það mjög akstur á þessum 5,5 metra langa bíl. 

Þetta ástand hélst fram yfir 1990.

Neðar sjáum við myndir af smærri gerð af Cadillac 1989 og Daihatsu Charade 1991.

Charade-bíllinn var með minnstu bílum á markaðnum en samt var vel hugsað fyrir því að hafa gluggana sem stærsta og gluggasyllurnar sem lægstar, enda þetta hin harða tíska þess tíma og hún nytsamleg að auki. 

61_lincconv_rain1988_cadillac_cimarron

Bæði Cuore og Charade og Citroen AX voru með lægstu loftmótstöðuna meðal smábíla þótt gluggarnir væru stórir.  

Á árunum 1935-48 afsökuðu bílahönnuðir sig með því að gluggarnir yrðu að vera litlir vegna þess að bílarnir yrðu að vera straumlínulagaðir.

Þar með væru línur þeirra bognar og gluggarnir yrðu því að minnka. 

Auðvitað var þetta bara bull.

Það sést vel af því að Audi 100, sem kom fram á níunda áratugnum og var með mjög gott útsýni og stóra glugga var með lægstu loftmótstöðu síns tíma, 0,30 cx.

Upp úr 1990 fór að síga hratt á ógæfuhlið.

Á fyrra "straumlínutímabilinu" 35-49 höfðu litlir gluggar flugvéla gefið bílahönnuðunum innblástur og þá þóttust þeir þurfa að hafa gluggana litla eins og á flugvélum. 

daihatsu_charade_14263Nú er svo komið að bílstjórar geta yfirleitt ekki séð vélarhlífina og útsýnið á ská aftur er nánast ekkert.

Neðstu bílarnir á síðunni, sem sjá má á götunum hér á landi eru allir þessu marki brenndir meira eða minna.

Afsökunin um að þetta hlíti sömu lögmálum og gluggar á flugvélum, sem eru með jafnþrýstiklefa og verða þess vegna að vera með litla glugga, - þessi afsökun gildir ekki.

Bílar eru ekki með jafnþrýstiklefa. 

Þetta er einfaldlega heimskuleg og hættuleg tíska.  

DSCF5005

Á "flottustu" bílunum eru hliðrrúður orðnar jafnvel mjórri rifur en tíðkaðist 1935-1948.

Enginn veit hve mörgum slysum, árekstrum og vandræðum þetta hefur valdið enda ekki spurt að því; - bílarnir verða að vera "in."

Ég sá í erlendu tímariti um daginn að nú kæmi til greina að bæta útsýni við sem einum þætti í einkunnagjöf NCAP varðand öryggi, sem hefur haft mikil og góð áhrif á hönnun bíla.

Tískan gengur yfirleitt í hringi.

Í bílum eins og Mercedes Benz CLS eru gluggarnir orðnir svo litlir og gluggasyllurnar svo háar að ekki er hægt að ganga lengra nema að bílarnir verði nær gluggalaustir og lágvaxnir bílstjórar sjái ekki lengur neitt út. 

Það hlýtur að fara eins og þegar stélin á bílunum 1959 voru orðin svo stór að það var ekki hægt að stækka þau meira. En vegna þess að tískan krefst sífelldra breytinga var aðeins ein leið 1959, - að lækka stélin og láta þau hverfa smám saman.

Vonandi gerist það sem fyrst að þessi fráleita tíska láti undann síg og hefði mátt fyrir löngu verið búið að bæta þessu öryggisatriði á listann í öryggisprófuninni NCAP.

180px-Mercedes-Benz_C219_rear_20080620180px-2007-Mercedes-Benz-CLS550

Bloggfærslur 20. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband