Lærum af reynslu Norðmanna.

Tvær borgir í Noregi, Osló og Þrándheimur, þurftu að stækka og bæta sjúkrahús sín.

Þrándheimur er álíka stór borg og í álíka fjölmennu byggðasamfélagi og Reykjavík og Suðvesturhornið eru.

Þar fórum menn þá leið að bæta við þáverandi sjúkrahús svo að úr varð þyrping misstórra og misútlítandi bygginga með tengiálmum og jarðgöngum, öllu þessu sama og er núna á Lansanum.

Ég fór á sínum tíma sérstaklega til Þrándheims til að skoða þetta sjúkrahús, sem öllum ber saman um, að sé einhver verstu mistök í norskri heilbrigðissögu, - algerlega mislukkaður og óhagkvæmur bútasaumur.

Á undan hafði ég skoðað nýja sjúkrahúsið í Osló sem var byggt upp algerlega frá grunni á svæði, þar sem ekkert annað var fyrir. Skoðunarferð um það hús sannfærði mig um yfirburði þess að byggja frá grunni og öllum í Noregi, sem ég talaði við, bar saman um að sjúkrahúsið í Osló væri í alla staði frábær smíð.

Ég óttast að það eigi að fara í einhvers konar bútasaum á Landsspítalalóðinni og að þótt eigi byggja nýtt, verði hið nýja jafnframt tengt saman við margar eldri byggingar.

Þótt það verði kannski ekki eins skelfilegur bútasaumur og í Þrándheimi er ég ekki sannfærður um þessa blönduðu lausn. Því miður er búið að eyðileggja möguleikana á að reisa nýtt hús í Fossvogi þar sem aðeins er eitt hús fyrir, en ekki fimm eins og á Landsspítalalóðinni.

Ég gerði um þetta frétt á sínum tíma með myndum frá Noregi, sem var sýnd í Sjónvarpinu

Í fréttinni blessaði bandarískur sérfræðingur yfir það sem á að gera á Landsspítalalóðinni en ég er ekki viss um að það séu endilega helgir dómar.

Sérfræðingurinn hingað á kostnað þeirra sem ráða ferðinni hér og hefði varla farið að gagnrýna þá. Ég tel nauðsynlegt að fá umsögn fleiri af færustu mönnum, til dæmis frá Noregi.

Vona að Ögmundur geri það ef hann verður áfram heilbrigðisráðherra, fari sjálfur til Noregs með tillögurnar og fái álit manna þar. Það er mikið í húfi, margra tuga milljarða fjárfesting sem má ekki mistakast.


mbl.is Vill af stað með nýjan spítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þegar Ronaldo springur út...

Hvað er hægt að segja við því þegar leikmaður eins og Ronaldo springur út eins og hann gerði í leik United og Arsenal? Skotfestan, hraðinn, augað fyrir tækifærunum !

United var betra en mörkin telja og þau voru gull. Endursýningarnar á mörkunum sögðu allt sem segja þarf.
Skyndisóknirnar minntu á skyndisóknir rússneska landsliðsins hér um árið. Ef það er eitt hugtak sem ræður mestu í flestum íþróttum og raunar í hernaði líka er það þetta stóra töfraorð: Hraði.

Það er alveg sama hvað menn eru skotfastir, höggþungir eða fastir fyrir í vörn, þegar hraðinn kemst yfir visst mark er ekkert svar við honum.

Manny Pacquiao, Muhammad Ali, Ronaldo, meistarar hraðans.


mbl.is Wenger: Leikurinn búinn áður en hann byrjaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. maí 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband