Þegar Ronaldo springur út...

Hvað er hægt að segja við því þegar leikmaður eins og Ronaldo springur út eins og hann gerði í leik United og Arsenal? Skotfestan, hraðinn, augað fyrir tækifærunum !

United var betra en mörkin telja og þau voru gull. Endursýningarnar á mörkunum sögðu allt sem segja þarf.
Skyndisóknirnar minntu á skyndisóknir rússneska landsliðsins hér um árið. Ef það er eitt hugtak sem ræður mestu í flestum íþróttum og raunar í hernaði líka er það þetta stóra töfraorð: Hraði.

Það er alveg sama hvað menn eru skotfastir, höggþungir eða fastir fyrir í vörn, þegar hraðinn kemst yfir visst mark er ekkert svar við honum.

Manny Pacquiao, Muhammad Ali, Ronaldo, meistarar hraðans.


mbl.is Wenger: Leikurinn búinn áður en hann byrjaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar,

það var ekkert gullaldarlegt við þessi mörk, þetta voru gjafir á silfurafti !

Slakur varnarleikur Arsenal gerði út um leikinn því miður.  Mark #2 hefði utandeildar markvörður átt að verja !

Því miður hafa dómarar ekki veitt mörgum frábærum leikmönnum Arsenal sömu vernd gegn fólskulegum árásum sem eiga ekkert skylt við knattspyrnu einsog súkkulaði hárgel-auglýsingunni Ronaldo sem ekki má anda á þá er búið að flauta!

Að lokum; það er nokkuð ljóst að b-lið varamanna Arsenal vinnur ekki Man United í svona leik en við skulum vona að Barcelona vinni úrslitaleikinn og Eiður spili síðasta korterið og poti inn einu!

hhg (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 12:05

2 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Nú held ég að allir séu komnir með hugann við úrslitaleikinn sjálfann sem verður Man-und. Barcelona.

Í þeim leik mæta Mancester menn ekki einhvejum unglingum úr 2 flokki eins og í gær heldur bestu knattspyrnumönnum heims og fyrst að hraðinn var nefndur hér að ofan þá held ég að United menn ættu að leika með gleraugu til að geta séð það sem fram fer á vellinum, slíkur er hraðinn hjá Barcelona.

Ronaldo er góður, en hans hæfileikar geta því miður ekki nýst í leik á móti Börsungum, þar þarf Ronaldo að liggja aftar en hann gerir venjulega og það eru engir 2 flokks unglingar sem hann þarf að fara í gegnum þegar hann ætlar á sprett.

Sjáum til, hann mun væla grenjandi í grasinu mest allan leikinn til að veiða spjöld.

S. Lúther Gestsson, 6.5.2009 kl. 12:52

3 identicon

Sammála þér Ómar!  Sérstaklega mörk númer 2 og 3, gullaldarmörk.  Það að Ronaldo skori af 40 metrar færi í leik eftir leik er ekki hægt að afsaka með því að segja að markmennirnir séu lélegir.  Það er enginn leikmaður í heiminum í dag nema hann sem lætur sér detta í hug að skjóta á markið í hvert skipti sem hann fær aukaspyrnu af þessu færi.  Þriðja markið var svo í sérklassa, 13 sekúndur frá skalla Vidic þangað til boltinn lá í netinu.  Sammála Patrice Evra, þetta voru menn á móti börnum og hraðinn var þeirra helsta vopn í þessum leik.

Jón Árnason (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 12:58

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Floyd Patterson var einn af bestu hnefaleikurum heims á árunum á sjötta og sjöunda áratugnum og var á hátindi ferils síns 1956-60 þegar hann varð tvívegis heimsmeistari.

En í íþróttum er enginn betri en andstæðingurinn leyfir. Þegar Sonny Liston tók Patterson tvisvar í bakaríið lýstu menn bardögum þeirra þannig að það hefðu líkst því þegar fullorðinn maður berst við ungling. Á árunum 1960-63 var Liston yfirburðamaður.

Arsenal hefði varla komist svona langt í meistarakeppninni og enska fótboltanum ef þetta væri lélegt lið. Það eru auk þess gerðar kröfur til liðs sem er í fararbroddi vinsælustu íþróttar heims.

Rússneska Spútnik-landsliðið sem blómstraði áður en hraðinn sprengdi úthald þess tók ekki nokkur af sterkustu landsliðum heims í kennslustund hraðans af því að þau væru svo léleg.

Hraðinn útheimtir hins vegar það að leikmennirnir séu á tindi getu sinna, þyrstir í að leika og ekki að verða þreyttir eftir langt keppnistímabil.

Þess vegna gæti farið eins fyrir United-liðinu og rússneska landsliðinu á sínum tíma.

Ómar Ragnarsson, 6.5.2009 kl. 14:04

5 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Þetta er hálf hlægileg afsökun hjá S.Lúther, sem hlýtur að vera sár Arsenalmaður. Hér er byrjunarlið Arsenal, Almunía, Sagna, Fabregas, Toure, Nasri, Persie, Walcott, Song, Djourou, Adebayor og Gibbs, og nú spyr ég S.Lúther, eru þetta allt annars flokks unglingar? Ja ef svo er þá er Wenger að nota annan flokk í allan vetur, og undanfarna vetur. Staðreyndin er bara sú, að Utd var svo mörgum klössum ofar Arsenal í þessum leik, og hefði hæglega getað gert fleiri mörk, svo að þið Arsenal aðdáendur verðið að viðurkenna það, en vera ekki með einhverja afsökun um annarsflokks unglinga lið.

Hjörtur Herbertsson, 6.5.2009 kl. 14:13

6 identicon

Flott samlíking hjá þér Ómar og engin ástæða til þess að gera lítið úr Arsenal liðinu. Þó undirritaður sé búinn að vera eldheitur stuðningsmaður United í næstum því 40 ár þá skal ég fúslega viðurkenna að þegar Arsenal tekst vel upp þá spila þeir e-n skemmtilegasta fótbolta sem maður sér. Þetta var bara ekki þeirra dagur og þessi 2 mörk slógu þá algjörlega út af laginu. Hinn frábæri þjálfari þeirra þarf að fara í budduna í sumar og ná í reynda karla til að styðja við bakið á hinum efnilegu ungu leikmönnum sem þeir virðast eiga nóg af.

Ekki skal ég spá í úrslitaleikinn en bendi þó á það að Barcelona er ekki búið að vinna Chelsea !!!!!!!!!

Einar Bollason (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 14:53

7 identicon

HHG: Það er rétt hjá þér að fyrsta markið var gjöf (reyndar óheppni hjá varnarmanni að renna á hausinn) og aukaspyrnuna hefði Almunia átt að verja. En þriðja markið var tær snilld. Sérstaklega á þeim nótum sem hér var um rætt; hraði!

Ronaldo er sá sem vinnur boltann utan eigin vítateigs, á einfalda hælspyrnu á samherja sem leikur áfram upp völlinn og á Rooney. Margir hefðu látið staðar numið í sporum Ronaldos, en hann hljóp hraðar en nokkur annar, framúr varnarmönnum Arsenal og var mættur til að skora. Ég tek það fram að ég held með hvorugu liðinu, en allir sem hafa gaman að fótobolta hjóta að sjá snilldina við þetta.

Annars verður Barcelona að vinna í kvöld, annars verður úrslitaleikurinn 0-0 og vítakeppni. Tóm leiðindi.

Barcelona er besta lið heims í dag og í liðinu eru tveir langbestu leikmenn heims; Messi og Xavi. Ronaldo fellur þar í skuggann.

Þorfinnur (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 16:35

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Tengdasonur minn og fjölskylda hans eru einlægir Arsenal-aðdáendur. Það er þjóðarsorg í Klapparhlíð.

En það var að mínum dómi engin skömm að því að tapa fyrir United-liðinu í gærkvöldi. Hvað varðar það að markvörðuinn hefði átt að verja spyrnu Ronaldos þá verður að virða honum það til vorkunnar að hann sá boltann illa fyrir varnarmönnum, hraði boltans var gríðarlegur og á honum snúningur sem erfitt var að átta sig á.

Ég varð vitni að því þegar Albert Guðmundsson skoraði tvö mörk af svipuðu færi gegn erlendum topp markmanni.

Í fyrra skiptið hélt markvörðurinn að boltinn færi framhjá því hann varaði sig ekki á snúningnumj á honum.

Í síðara skiptið reyndi hann að verja en aftur blekkti snúningur og hraði boltans auk þess sem hann hafnaði í bláhorninu.

Tvö snilldarmörk gerðu út um leikinn í gærkvöldi. Aukaspyrnan sjálf hafði ekkert með Arsenal-unglinga að gera og skyndsóknarmarkið, allt frá hælspyrnunni til loka var verk þriggja af bestu knattspyrnumönnunum í ensku knattspyrnunni.

Tek fram að ég held svo sem ekki með neinu liði en ef þess er beinlínis krafist bendi ég á Liverpool af því að mér finnst þeir vera með besta lagið, "You´ll never walk alone."

Ómar Ragnarsson, 6.5.2009 kl. 17:06

9 identicon

Ég hef nú aldrei skilið hvernig hægt er að æsa sig yfir einhverjum fótboltaliðum á Englandi. Mér er nokkuð sama um fótboltaliðin þar í landi. Ef ég á að reyna að halda með einhverju liði í úrvalsdeildinni, þá er það kannski Chelsea, enda hef ég nokkrum sinnum farið á "Brúnna" í London og sá Eið Smára skora glæsimark þar á velli á sínum tíma.

En ég held ekki meira með Chelsea en svo að ég var mjög ánægður með að Barcelona vann Chelsea í kvöld. Reyndar var heppnisstimpill yfir sigrinum og ég vorkenndi leikmönnum Chelsea. Hugsið ykkur, Barcelona átti aðeins eitt skot á markið, það var í uppbótartíma og reyndist markið sem dugði þeim. Drama.

En við fáum alvöru úrslitaleik fyrir vikið. Barcelona er besta lið heims í dag og svo höfum við þetta United lið sem getur gert hið ómögulega. Ég hefði ekki einu sinni nennt að horfa á Man U á móti Chelsea aftur.

Takið 27. maí frá! Stefnir í sögulegan úrslitaleik. Þá mætast Messi og Ronaldo. Ég spái Messi sigri.

Þorfinnur (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 23:55

10 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Ahhh..bíddu eitt skot sem hitti á markið, öll hin skotin fóru framhjá eða yfir,  en voru framkvæmd.

Barcelona var 64% með boltan en Chelsea 36%. Þetta er gríðarlega mikill munur og sést nær aldrei á heimavelli Chelsea.

S. Lúther Gestsson, 7.5.2009 kl. 01:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband