Lærum af reynslu Norðmanna.

Tvær borgir í Noregi, Osló og Þrándheimur, þurftu að stækka og bæta sjúkrahús sín.

Þrándheimur er álíka stór borg og í álíka fjölmennu byggðasamfélagi og Reykjavík og Suðvesturhornið eru.

Þar fórum menn þá leið að bæta við þáverandi sjúkrahús svo að úr varð þyrping misstórra og misútlítandi bygginga með tengiálmum og jarðgöngum, öllu þessu sama og er núna á Lansanum.

Ég fór á sínum tíma sérstaklega til Þrándheims til að skoða þetta sjúkrahús, sem öllum ber saman um, að sé einhver verstu mistök í norskri heilbrigðissögu, - algerlega mislukkaður og óhagkvæmur bútasaumur.

Á undan hafði ég skoðað nýja sjúkrahúsið í Osló sem var byggt upp algerlega frá grunni á svæði, þar sem ekkert annað var fyrir. Skoðunarferð um það hús sannfærði mig um yfirburði þess að byggja frá grunni og öllum í Noregi, sem ég talaði við, bar saman um að sjúkrahúsið í Osló væri í alla staði frábær smíð.

Ég óttast að það eigi að fara í einhvers konar bútasaum á Landsspítalalóðinni og að þótt eigi byggja nýtt, verði hið nýja jafnframt tengt saman við margar eldri byggingar.

Þótt það verði kannski ekki eins skelfilegur bútasaumur og í Þrándheimi er ég ekki sannfærður um þessa blönduðu lausn. Því miður er búið að eyðileggja möguleikana á að reisa nýtt hús í Fossvogi þar sem aðeins er eitt hús fyrir, en ekki fimm eins og á Landsspítalalóðinni.

Ég gerði um þetta frétt á sínum tíma með myndum frá Noregi, sem var sýnd í Sjónvarpinu

Í fréttinni blessaði bandarískur sérfræðingur yfir það sem á að gera á Landsspítalalóðinni en ég er ekki viss um að það séu endilega helgir dómar.

Sérfræðingurinn hingað á kostnað þeirra sem ráða ferðinni hér og hefði varla farið að gagnrýna þá. Ég tel nauðsynlegt að fá umsögn fleiri af færustu mönnum, til dæmis frá Noregi.

Vona að Ögmundur geri það ef hann verður áfram heilbrigðisráðherra, fari sjálfur til Noregs með tillögurnar og fái álit manna þar. Það er mikið í húfi, margra tuga milljarða fjárfesting sem má ekki mistakast.


mbl.is Vill af stað með nýjan spítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt hjá þér Ómar. Hringdu í Ömma vin þin.

Doddi D (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 16:45

2 identicon

Það væri nær fyrir Ögmund vinstri grænan að hugsa um það sem fyrir er finnst hann er búinn að finna pening,hætta við að rústa Grensássdeildinni þar sem var mikið álag á starfsfólkinu við að koma fólki aftur út í lífið eftir slys og veikindi nei hann sagði upp starfsfólki og sameinaði deildir án þess að koma þangað og kanna málið og jók álagið sem var ærið fyrir á blessaða starfsfólkinu sem flest gerir þetta af hugsjón því ekki eru launin beysin.Og það getur ekki orðið öðruvísi en færri nái bata allt Ögmundi VINSTRI GRÆNUM að kenna.Spyrjið Ingólf Margeirsson af hans reynslu hann hefur skrifað grein um Grensás og bóndann á Rauðasandi og fleiri og fleiri.

Benedikt Benediksson (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 16:54

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Mæli heldur með að Ögmundur skreppi til Þýskalands og kynni sér hvernig þeir byggðu sitt heilbrigðiskerfi upp eftir styrjöld og kreppu. þannig visku þurfum við hingað núna. Getum ekki miðað framkvæmdir og starfsemi við það sem hefur verið gert á norðurlöndum í góðæri. Landið er gjaldþrota ef einhver skyldi hafa gleymt því, en bara í seðlum en ekki náttúrunni og miðunum. þess vegna er fyrirbyggjandi verk að fá óhefðbundnar lækningar hingað inn í tryggingakerfið.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.5.2009 kl. 17:34

4 Smámynd: Dunni

Hvað varð um viðtalið sem við tókum við íslenska lækninn í nýja Ríkissjúkrahúsinu í Ósló.  Hann var með margar góðar hugmyndir og góð ráð um hvers vegna menn ættu ekki að klastra nýju við gamalt.  Þar komu líka fram hugmyndir um hver grunnúttfærsla nýs sjúkrahúss þarf að vera.  Og nú hafa Norðmenn bætt um betur síðan síðast er þeir í vetur tóku í notkun nýtt Akers sjúkrahús.  Það er talið fullkomnasta sjúkrahús í Evrópu í dag og stendur við hliðina á gamla skrímslinu sem áður var búið að marg klastra við og náði aldrei að verða nothæft "nútíma" sjúkrahús vegna óhagræðis í klastrinu.

Dunni, 6.5.2009 kl. 17:48

5 Smámynd: Sturla Snorrason

Til að þessi byggingarmassi á þessu svæði geti gengið upp, það er Háskólasjúkrahús, Samgöngumiðstöð og Háskólinn í Reykjavík, þarf að byggja griðaleg samgöngumannvirki.

Það er ótrúlegt að Öskjuhlíðargöng, göng undir Kópavoginn og stokkurinn frá Kringlunni ásamt gatnamótum skuli ekki vera tekin með í heildardæminu. Mér er það mjög til efins að borgin geti nokkur tíman staðið við þetta aðalskipulag ásamt Sundagöngum, þótt að ríkið borgi stærsta hlutann.

Það ætti að vera krafa okkar borgabúa að nýr spítali rísi í miðri borg, eða eins og ég hef margsinnis lagt til að verði gert við Elliðaárósa, ásamt samgöngumiðstöð og skólum. Þetta er ég margbúinn að sýna framá með myndum og bloggfærslum. 

Sturla Snorrason, 6.5.2009 kl. 20:21

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mér segir Dofri Hermannsson að umhverfis- skipulagsnefnd hafi kynnt sér svipuð verkefni erlendis þar sem skipulagsyfirvöld telja það ekkert sjálfgefið að stórar stofnanir fái til úthlutunar dýrar lóðir nema að sest sé niður og fundið út hvað dæmið kostar raunverulega varðandi öllu samgöngumannvirki.

Ef stofnunin eða fyrirtækið telur sig þurfa til dæmis öll þau bílastæði sem starfsemin krefst er sest niður við borð og teknir fyrir tveir megin kostir: Annars vegar að bílastæðin og mannvirkin verði svona umfangsmikið og fyrirtækið eðs stofnunin taki þátt í þeim kostnaði en velti honum ekki öllum yfir á viðkomandi borg. 

Hins vegar að leita samkomulags um aðra lausn, sem hefur það til dæmis í för með sér að hægt verði frekar að nota almenningssamgöngur í bland við einkabílana, svo að almenningssamgöngurnar verði aðgengilegri og meira aðlaðandi en bílunum samt ekki úthýst. 

Mér skilst að á tímabili hafi menn verið að tala um að hafa samgöngumiðstöðina fyrir vestan flugvöllinn þar sem innanlandsflugið er núna og færa miðstöðina þar með enn lengra frá hinum raunverulegu krossgötum landsins sem eru við Ellíðaárdal. 

Hvenær ætla menn að skilja að krossgöturnar eru þar en ekki úti á mjóu nesi? 

Ómar Ragnarsson, 6.5.2009 kl. 21:32

7 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég er á sömu skoðun Ómar og vil reyndar fá sjúkrahúsið suður í hraun nærri keflavíkurflugvelli eða í Ölfusið nærri flugvelli á Selfossi.

Benedikt!! Ertu viss um að þær skipanir hafi komið ofar frá en bara hjúkrunarforstjóra Grensás?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 6.5.2009 kl. 22:24

8 Smámynd: Snæbjörn Björnsson Birnir

Ómar, þú ert gamall sjónvarpsjálkur. Getur ekki þú, eða einhverjir sem þú þekkir í fjölmiðlabransanum komið á fót þætti, sem tekur upp vandamál neytenda. Mér dettur í hug einskonar þáttur um "kreppuhjálp". Byggist á því, að þeir sem eiga í erfiðleikum og finnst "kerfið" ekki virka, leyti til ykkar og biðji hreinlega um aðstoð. Síðan farið þið (eða þínir) með viðkomandi á staðinn, þar sem viðkomandi átti (að öllum líkindum) að fá hjálp og með myndavélarnar á staðnum leyta svara. Þannig er kannski hægt að fá svör við því, hvort um kerfisfeil er að ræða, eða hvort fjölmiðlar (sum dagblöð) með hjálp sumra afla eru hreinlega að skapa einhver dæmi um aðgerðarleysi. Þetta yrði nánast líkt og þættir sem ganga hér í Noregi og kallast "TV2 hjelper deg" eða "Forbrukerinspektörene", nema hvað hér yrði settur "fokus" á fólk sem á í alvarlegum fjárhagsvandræðum. Þetta yrði nánast "varðhundur", sem hægt væri að nota til að sjá til þess, að það sem er ákveðið sé framkvæmt og komi fólki til góðs. Mér virðist sem fjölmiðlar í dag séu allt of uppteknir af að finna einhver dæmi um eymd og gjaldþrot einstaklinga, án þess að spá í hvað t.d. liggur bak, eða hvað sé hægt að gera í málunum.

Snæbjörn Björnsson Birnir, 6.5.2009 kl. 23:14

9 Smámynd: Snæbjörn Björnsson Birnir

Mín athugasemd var kannski aðeins "out of touch" við það sem rætt er um, en gengur meira út á að læra af öðrum...! :)

Snæbjörn Björnsson Birnir, 6.5.2009 kl. 23:17

10 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Snæbjörn. Sammála þér. Margir náðu fram rétti sínum í þessum þáttum. þegar fólk á að fyllyrða lygi fyrir framan myndavél og alþjóð gefst það upp með óheiðarleikann. það virkaði í flestum tilfellum. Horfði mjög oft á þessa þætti og verð að viðurkenna að mér varð hugsað til þess líka hvernig væri að hafa svona þætti á Íslandi. Ekki er vanþörf á.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.5.2009 kl. 05:56

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

2/3 hlutar þjóðarinnar búa á svæðinu frá Mosfellsbæ til Hafnarfjarðar. Því nær sem flugvöllurinn er þungamiðju þessa svæðis, sem er innarlega í Fossvogsdal, því betra.

Selfoss og Suðurnes eru því að mínum dómi fráleitir staðir fyrir aðalsjúkrahús landsins. 

Ómar Ragnarsson, 7.5.2009 kl. 15:52

12 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Innarlega í fossvogsdal er finn staður og ágætlega miðsvæðis eins og er, en um það leiti sem mannvirkið verður tilbúið verða viðmiðunnarpunktarnir frá Borgarnesi að Selfossi svo það má spyrja sig að því hvort að það sé ekki bara rangt að setja hann á svæði sem er að verða mannlaust heldur einnig rangt að vera að hugsa um einn spítala.

Enn ég er sammála því að það á ekki að hugsa um að byggja hann við Lansan.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 7.5.2009 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband